Niðurskurði heilbrigðisstofnunnar á Blönduósi harðlega mótmælt 26. október 2009 13:22 Stjórn Starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunarinnra á Blönduósi (HSB) mótmælir harðlega niðurskurði heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. HSB vill meina að niðurskurðurinn sé meiri en á mörgum öðrum heilbrigðisstofnunum. Fram kemur í ályktun stjórnarinnar að á yfirstandandi ári hafi fjármagn til HSB verið skorið niður um 45 milljónir og nú sé krafist 56 milljóna. Það gera 101 milljón á tveimur árum. „Hversu langt á þetta að ganga? Hvar er hægt að spara meira þegar búið er að hagræða í mörg ár? Er ekki verið að tala um að hlúa að öldruðum og styðja við atvinnulífið?" er spurt í ályktun stjórnar en hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Stjórn Starfsmannafélagsins mótmælir harðlega þeim niðurskurði til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sem fram kemur í fjárlögum ársins 2010 og er mun meiri niðurskurður en á mörgum öðrum heilbrigðisstofnunum. Telur stjórnin að sérstaklega sé vegið að þessari stofnun og að eðlilegt sé að samræmis sé gætt á milli sambærilegra stofnana í landinu. Á yfirstandandi ári var fjármagn til HSB skorið niður um 45 milljónir og nú er krafist niðurskurðar um 56 milljónir og það gera 101 milljón alls eða rúmlega 20% á tveimur árum. Hversu langt á þetta að ganga? Hvar er hægt að spara meira þegar búið er að hagræða í mörg ár? Er ekki verið að tala um að hlúa að öldruðum og styðja við atvinnulífið? Ef þetta gengur eftir er ljóst að segja verður upp fjölda starfsmanna þar sem undanfarin ár hefur verið hagrætt eins og mögulegt er á öllum sviðum, m.a. með fækkun starfsmanna. Þetta mun leiða af sér verulega skerta þjónustu við sjúklinga, heimilismenn og íbúa héraðsins sem og ferðamenn þar sem þessi stofnun er eina sjúkrahúsið sem stendur við þjóðveg 1 frá Akureyri til Reykjavíkur. Einnig er ekki sýnilegt að starfsfólk sem lendir í uppsögnum hafi í önnur störf að hverfa eins og staðan er í dag. Þar með tapast mikill mannauður sem stofnunin býr yfir því stór hluti starfsfólksins hefur unnið hér um langt árabil. Hver er ávinningurinn af því fyrir ríkið og samfélagið ef það fólk sem sagt yrði upp hér færi beint á atvinnuleysisbætur? Stjórn Starfsmannafélags HSB fer fram á að fjárlögin er varða þessa stofnun verði endurskoðuð og leiðrétt af sanngirni og réttlæti með hag stofnunarinnar og íbúa þessa byggðarlags að leiðarljósi. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Stjórn Starfsmannafélags Heilbrigðisstofnunarinnra á Blönduósi (HSB) mótmælir harðlega niðurskurði heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi. HSB vill meina að niðurskurðurinn sé meiri en á mörgum öðrum heilbrigðisstofnunum. Fram kemur í ályktun stjórnarinnar að á yfirstandandi ári hafi fjármagn til HSB verið skorið niður um 45 milljónir og nú sé krafist 56 milljóna. Það gera 101 milljón á tveimur árum. „Hversu langt á þetta að ganga? Hvar er hægt að spara meira þegar búið er að hagræða í mörg ár? Er ekki verið að tala um að hlúa að öldruðum og styðja við atvinnulífið?" er spurt í ályktun stjórnar en hana má lesa í heild sinni hér fyrir neðan: Stjórn Starfsmannafélagsins mótmælir harðlega þeim niðurskurði til Heilbrigðisstofnunarinnar á Blönduósi sem fram kemur í fjárlögum ársins 2010 og er mun meiri niðurskurður en á mörgum öðrum heilbrigðisstofnunum. Telur stjórnin að sérstaklega sé vegið að þessari stofnun og að eðlilegt sé að samræmis sé gætt á milli sambærilegra stofnana í landinu. Á yfirstandandi ári var fjármagn til HSB skorið niður um 45 milljónir og nú er krafist niðurskurðar um 56 milljónir og það gera 101 milljón alls eða rúmlega 20% á tveimur árum. Hversu langt á þetta að ganga? Hvar er hægt að spara meira þegar búið er að hagræða í mörg ár? Er ekki verið að tala um að hlúa að öldruðum og styðja við atvinnulífið? Ef þetta gengur eftir er ljóst að segja verður upp fjölda starfsmanna þar sem undanfarin ár hefur verið hagrætt eins og mögulegt er á öllum sviðum, m.a. með fækkun starfsmanna. Þetta mun leiða af sér verulega skerta þjónustu við sjúklinga, heimilismenn og íbúa héraðsins sem og ferðamenn þar sem þessi stofnun er eina sjúkrahúsið sem stendur við þjóðveg 1 frá Akureyri til Reykjavíkur. Einnig er ekki sýnilegt að starfsfólk sem lendir í uppsögnum hafi í önnur störf að hverfa eins og staðan er í dag. Þar með tapast mikill mannauður sem stofnunin býr yfir því stór hluti starfsfólksins hefur unnið hér um langt árabil. Hver er ávinningurinn af því fyrir ríkið og samfélagið ef það fólk sem sagt yrði upp hér færi beint á atvinnuleysisbætur? Stjórn Starfsmannafélags HSB fer fram á að fjárlögin er varða þessa stofnun verði endurskoðuð og leiðrétt af sanngirni og réttlæti með hag stofnunarinnar og íbúa þessa byggðarlags að leiðarljósi.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði