Innlent

Rannsóknin á viðkvæmu stigi

Lögreglan Vinnur hörðum höndum að rannsókn málsins.
Lögreglan Vinnur hörðum höndum að rannsókn málsins.
Lögregla vann alla helgina að rannsókn meints mansalsmáls á Suðurnesjum. Um það bil tuttugu lögreglumenn af Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu hafa það með höndum. Ekki eru veittar upplýsingar að svo stöddu en málið sagt á mjög viðkvæmu stigi.

Á morgun rennur út gæsluvarðhald yfir sjö mönnum, sem setið hafa inni að undanförnu vegna rannsóknar málsins. Um tvo Íslendinga og fimm Litháa er að ræða. Rannsóknin snerist í fyrstu um meint mansal. Nú eru til rannsóknar fleiri brotaflokkar, þar á meðal peningaþvætti og ofbeldisbrot.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×