Innlent

Mikil óvissa um stöðugleikasáttmálann

Mikil óvissa ríkir um framtíð stöðugleikasáttmálans og ekki útilokað að kjarasamningum verði sagt upp á morgun. Aðilar vinnumarkaðarins eru óánægðir með svör ríkisstjórnarinnar eftir fundarhöld helgarinnar.

Aðilar vinnumarkaðarins segja að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sinn hluta stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var fyrr á þessu ári.

Fyrirhugaðar skattahækkanir ríkisstjórnarinnar þykja keyra úr hófi fram og þá eru stýrivextir enn ekki komnir niður í eins stafs tölu. Gjaldeyrishöftin eru enn við lýði en af orðum Seðlabankastjóra að dæma bendir margt til þess að afnám þeirra hefjist fljótlega í næsta mánuði. Ríkisstjórnin þykir ennfremur hafa dregið lappirnar í stóriðjumálum.

Ríkisstjórnin lofaði að senda frá sér yfirlýsingu í gær til að svara kröfum aðila vinnumarkaðarins. Drög að þessari yfirlýsingu voru send Alþýðusambandinu og Samtökum atvinnulífsins í dag en um þau ríkir trúnaður. Af orðum manna að dæma virtist ríkja nokkur óánægja með þessi drög.

„Við höfum verið að vinna í þeim drögum sem að við fengum að yfirlýsingu frá ríkisstjórninni. við erum að leggja til ákveðnar breytingar á þeim drögum og síðan komum við þessu á framfæri við ríkisstjórnina," segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.

Vilhjálmur segist ekki hafa verið sáttur með drögin. „Ekki eins og þau stóðu. Við skulum bara sjá hvert þetta leiðir allt saman.

Spurður hvort að kjarasamningum verði sagt upp á morgun segir Vilhjálmur ekki vera komið af því. Það sé þó raunhæfur möguleiki.

Forseti ASÍ fundaði með formönnum aðildarsamtaka nú síðdegis en vildi ekki tjá sig um málið fyrir þann fund.


Tengdar fréttir

Skattaáform ríkisstjórnarinnar harðlega gagnrýnd

Engin sátt er í augsýni í deilu aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda vegna stöðugleikasáttmálans. Skattaáform ríkisstjórnarinnar eru harðlega gagnrýnd en ASÍ vill að persónuafsláttur verði hækkaður um tæpar 7 þúsund krónur.

Aðilar vinnumarkaðarins funda

Aðilar vinnumarkaðarins funduðu fyrr í dag um stöðugleikasáttmálann og verður fundarhöldum fram haldið í kvöld, að sögn Ingibjargar R. Guðmundsdóttur varaforseta ASI. Hún vill ekki tjá sig um gang viðræðnanna og segir að staðan muni skýrist næsta sólarhring.

Stöðugleikasáttmáli gæti verið úr sögunni

Margt þarf að koma til svo að friður haldist á vinnumarkaði. Á þriðjudag tekur stjórn Samtaka atvinnulífsins ákvörðun um hvort kjarasamningar verða framlengdir.

Hafa fengið yfirlýsingu stjórnvalda

Aðilar vinnumarkaðarins hafa fengið í hendurnar yfirlýsingu stjórnvalda varðandi stöðugleikasáttmálann, sem stjórnvöld lofuðu þeim eftir fund þeirra í gær. Ef að stöðugleikasáttmálinn heldur ekki munu kjarasamningar renna út á morgun og upplausn myndast á vinnumarkaði. Gert er ráð fyrir því að ASÍ og Samtök atvinnulífsins muni funda vegna málsins seinna í dag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×