Innlent

Kveikt í búningsklefa í Arnarfirði

Sundlaugin í Arnarfirði.
Sundlaugin í Arnarfirði.

Í vikunni var tilkynnt um að búið væri að kveikja í skúr við sundlaugina í Reykjafirði/Arnarfirði og væri skúrinn brunninn til ösku.

Lögreglan á Vestfjörðum veit ekki hver þar hafi verið að verki, en hugsanlega hefur verið kveikt í skúrnum í vikunni áður.

Umræddur skúr var notaður sem búningsaðstaða fyrir baðgesti. Ef einhver gæti gefið upplýsingar um hver hafi þarna verið að verki þá vinsamlegast hafið samband við lögreglu í síma 450-3730/450-3744




Fleiri fréttir

Sjá meira


×