Fleiri fréttir Yfirgáfu bílinn eftir að hann festist Tveir menn sem leitað var að við Hvalfell inni af Botnsdal í Hvalfirði í fyrrinótt fundust heilir á húfi eftir nokkurra klukkustunda leit áttíu björgunarsveitarmanna í slagviðri í fyrrinótt. 26.9.2009 06:00 Ég myrti móður mína hlaut Gyllta lundann á RIFF: Djúpt samband mæðgina menning Kanadíska kvikmyndin Ég myrti móður mína (J"ai Tué Ma Mère), frumraun leikstjórans Xaviers Dolan, hlaut Gyllta lundann á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF) sem lauk í gær. 26.9.2009 06:00 Sala lambakjöts dregst saman Sala lambakjöts hefur dregist mikið saman á síðastliðnu ári og er efnahagsástandinu kennt um. Salan er þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum ársins seldust 3.155 tonn en sömu mánuði í fyrra seldust 4.164 tonn. 26.9.2009 06:00 Ráðið aftur ef verkefnum fjölgar vinnumarkaður Þrjátíu starfsmönnum Jarðborana hf. var sagt upp störfum í gær. Uppsagnirnar eru sagðar liður í nauðsynlegum samdráttaraðgerðum. Verkefnum Jarðborana hf. hafi fækkað verulega og tafir á boðuðum stórframkvæmdum hafi neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækisins. 26.9.2009 05:00 Ráðherra hvatti til brota á samkeppnislögum „Ég gat ekki betur heyrt en Jón Bjarnason væri að hvetja til brota á samkeppnislögum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. 26.9.2009 04:00 Óstöðugleiki Akkilesarhællinn Efnahagsmál Ísland dettur niður um sex sæti í árlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum (WEF), á samkeppnishæfni landa. Ísland er í 26. sæti af 133 ríkjum, en var í 20. sæti á síðasta ári. Óstöðugleiki í efnahagslífinu er helsti veikleiki Íslands. 26.9.2009 04:00 Ný Seðlabankalög ef vextirnir lækka ekki efnahagsmál Stjórnvöld verða að taka ráðin af Seðlabankanum og setja ný lög um bankann ef stýrivextir verða ekki lækkaðir verulega á næstu vikum. Þessa skoðun setti Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fram á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra setti fram sömu skoðun í júní. 26.9.2009 03:00 Herjólfur heim eftir slippinn samgöngur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er á heimleið eftir slipptöku á Akureyri. Hún fer fyrstu ferð sína á milli lands og Eyja nú í morgunsárið. Ferjan Baldur, sem leysti Herjólf af, snýr til baka og hefur á ný siglingar yfir Breiðafjörð. 26.9.2009 03:00 Áfram þokast í viðræðum um Icesave efnahagsmál Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka Icesave-málinu í þessari viku, en þær vonir eru nú brostnar. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkjanna þriggja og hefur málið þokast áfram. 26.9.2009 02:00 Enn rætt við kröfuhafana viðskipti Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, lét af störfum í gær í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Atorka fékk greiðslustöðvun til þriggja mánaða í júní og sótti í gær eftir framlengingu til októberloka. 26.9.2009 02:00 Allir fái að fjárfesta í orkunni stjórnmál Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, vill breyta lögum um fjárfestingu útlendinga í orkugeiranum en samkvæmt þeim mega aðeins aðilar innan EES eiga í íslenskum orkufyrirtækjum. 26.9.2009 01:00 Vegagerðin: Færð getur snöggversnað næsta sólarhringinn Á Öxnadalsheiði er komin hálka og krapasnjór samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 25.9.2009 23:26 Hanna Birna: Þetta er dagurinn sem Höfða var bjargað “Sem betur fer getum við nú sagt að þetta sé dagurinn sem Höfða var bjargað. Húsið er, eins og allir vita algjörlega ómetanlegt og þess vegna er okkur öllum efst í huga þakklæti til allra þeirra sem tryggðu að svo vel tókst til. Borgaryfirvöld vilja þakka öllum þeim sem að slökkvistarfinu og björgun verðmæta komu, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lögreglu og starfsmönnum Reykjavíkurborgar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, um eldsvoðann í Höfða. 25.9.2009 22:01 Frjálslyndir ekki af baki dottnir Frjálslyndi flokkurinn ætlar að bjóða fram í næstu sveitastjórnarkosningum samkvæmt tilkynningu á heimasíðu þeirra. Þar kemur fram að flokkurinn hyggst bjóða sig fram í Grindavík, Kópavogi, Ísafirði, Skagafirði og Reykjavík. 25.9.2009 23:35 Rafmagnslaust í Breiðholti Fyrir stundu varð háspennubilun í Breiðholti sem olli því að rafmagnslaust er í Hóla- og Fellahverfi. Rafmagnið fór af upp úr klukkan átta í kvöld. 25.9.2009 20:42 Mun ekki brjóta trúnað og birta í Morgunblaðinu Davíð Oddsson, nýr ritstjóri Morgunblaðsins, sagði í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá Einum nú í kvöld að hann myndi ekki rjúfa trúnað við rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. 25.9.2009 19:36 Bíóferðir kostuðu rúma milljón Ferð Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra og aðstoðarmanns hennar, á kvikmyndahátið í Kanada nú í september, kostaði ríkið eina komma tvær milljónir króna. Tæp hálf milljón fór í að greiða tvemenningunum dagpeninga. 25.9.2009 19:27 Borgarstjórn ber út menningaverðmæti Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, bera út málverk og sófasett úr Höfða. 25.9.2009 18:22 Búið að ráða niðurlögum eldsins - myndir Búið er að ná tökum á eldinum í Höfða. Mikill eldur blossaði upp í þessu sögufræga húsi rétt fyrir sex í kvöld. 25.9.2009 19:21 Slökkviliðsmenn rífa þakið af Höfða Slökkviliðsmenn reyna í þessum töluðu orðum að slökkva eldinn bæði inn í Höfða og úti samkvæmt fréttaritara. Þá er verið að rífa hluta af þakinu af til þess að komast að eldinu svo það sé auðveldara að slökkva hann. 25.9.2009 18:03 Eldur í Höfða Eldur kviknaði í Höfða fyrir stundu. Nokkrir slökkviliðsbílar eru mættir á vettvang ásamt lögreglu og sjúkrabílum. Ekki er vitað hversu mikill eldur er í húsinu en slökkvistarf er hafið. 25.9.2009 17:43 Sendiráð Íslands í Washington flytur í nýtt húsnæði Sendiráð Íslands í Washington flytur um mánaðarmótin í nýtt húsnæði. Fjárlög gera ráð yfir 100 milljón krónum í kostnaði vegna starfsemi sendiráðsins í ár. 25.9.2009 16:39 Banaslys í Jökulsárhlíð Banaslys varð um klukkan ellefu í morgun á Hlíðarvegi í Jökulsárhlíð skammt norðan við bæinn Sleðbrjót á Austurlandi. Í tilkynningu frá lögreglu varð slysið með þeim hætti að jeppabifreið á norðurleið valt á veginum. 25.9.2009 16:07 Borgarfulltrúar vilja flestir sitja áfram Meirihluti borgarfulltrúa ætlar að sækjast eftir endurkjöri í borgarstjórnarkosningunum næsta vor en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur ekkert upp um framtíðaráform sín. Dagur B. Eggertsson og Gísli Marteinn Baldursson svöruðu ekki ítrekuðum tölvupóstum né símtölum fréttastofu. 25.9.2009 15:34 Skarst á puttum og fékk skaðabætur Konu sem starfaði sem sendill hjá fyrirtækinu Íshlutum voru í dag dæmdar skaðabætur vegna vinnslyss sem hún lenti í árið 2007. Bæturnar eru upp á rúmar 1.100.000 krónur en hún fær einnig 4,5% ársvexti frá slysinu sem varð í október árið 2007. Konan hefur leitað til bæði bæklunarlæknis og tauglæknis en er enn með einkenni. 25.9.2009 15:34 Bíður með málsókn gegn Rúv og Daily Mail Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, er ekki búinn að höfða mál gegn Ríkisútvarpinu líkt og hann lýsti yfir fyrir tæpum mánuði. Það muni hann gera um leið og tími gefst til. Hann segir fréttastofu RÚV vera með öllu óþarfa. 25.9.2009 14:19 Segist víst hafa verið áskrifandi Morgunblaðsins „Ef þetta er blaðamennskan sem á nú að fara að stunda á Morgunblaðinu þá hef ég nokkar áhyggjur," segir Sveinn Andri Sveinsson stjörnulögfræðingur um þær fullyrðingar Óskars Magnússonar útgefanda Morgunblaðsins í Kastljósi í gærkvöldi. Þar hélt Óskar því fram að Sveinn Andri væri ekki áskrifandi að blaðinu en Sveinn Andri sagði mogganum upp þegar Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri. 25.9.2009 14:07 Fimmti maðurinn í varðhald vegna amfetamínssmygls Fjórir karlmenn hafa að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni. Fimmti maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins í gær. 25.9.2009 13:38 Enginn handtekinn í tengslum við brunann í Laugarásvideo Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn þegar kveikt var í Laugarásvideo í lok ágúst, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en karlmaður var yfirheyrður í byrjun mánaðarins. Hann hafði réttarstöðu grunaðs manns en var að lokum sleppt. 25.9.2009 12:36 Bundið slitlag komið á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur Bundið slitlag er nú komið á leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur en í gær var lokið við að klæða síðasta kaflann á veginum um Arnkötludal. Þótt ekki sé enn búið að opna veginn formlega eru ökumenn þegar byrjaðir að aka þar um. 25.9.2009 12:15 Gott að gagnrýnisraddir séu til staðar Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen nýir ritstjórar Morgunblaðsins mættu til starfa í morgun og heilsuðu upp á starfsfólk blaðsins. Davíð sagði gott að gagnrýnisraddir vegna ráðningar hans sem ritstjóra væru til. 25.9.2009 12:06 Alþingi segir upp Morgunblaðinu Forsætisnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í fyrradag að hætta að greiða fyrir áskrift að Morgunblaðinu fyrir þingmenn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður nefndarinnar segir að þetta sé liður í hagræðingaraðgerðum þingsins og hafi ekkert með ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra blaðsins að ræða. Áfram verður þó hægt að glugga í Moggann sem liggur niður í þingi. 25.9.2009 11:46 Ekki búið að ákveða laun stjórnarmanna Bankasýslunnar Ekki er búið að ákveða hver laun stjórnarmanna Bankasýslu ríkisins verða. Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, segir að laun stjórnamanna komi ekki til með að bætast við útgjöld ríkisins vegna stofnunarinnar sem áætlanir geri ráð fyrir að verði 70-80 milljónir króna á ári. 25.9.2009 10:26 Þingmaður hættir á Moggablogginu út af Davíð „Blað sem eitt sinn hafði smá trúverðugleika hefur glatað þeim trúverðugleika með þessari ráðningu og uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem er hætt að blogga hjá Morgunblaðinu vegna ráðningar Davíðs Oddssonar í stöðu ritstjóra. Hún þiggur ekki boð Eyjunnar um að færa sig þangað. 25.9.2009 09:34 Tæplega 2000 manns létust árið 2008 1.987 einstaklingar, 1.005 konur og 982 karlar, létust á árinu 2008. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar yfir dánarmein. Gögnin byggja á dánarvottorðum allra þeirra sem létust árið 2008 og áttu lögheimili hér á landi. 25.9.2009 09:31 Herjólfur úr slipp Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er nú komin úr slipp á Akureyri og um sexleytið í morgun var Herjólfur norðvestur af Siglunesi, á heimleið. 25.9.2009 08:36 Haldlögðu stera og kannabis Töluvert magn af ólöglegum steratöflum og ólöglegum fæðubótarefnum fannst þegar tollgæslan, í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, gerði húsleit í verslunarfyrirtæki í Kópavogi í fyrradag. 25.9.2009 07:30 Ekið um bæinn í ýmsu ástandi í nótt Lögreglan á Selfossi tók ökumann úr umferð í nótt, grunaðan um fíkniefnaakstur. 25.9.2009 07:27 Brotist inn í Réttarholtsskóla Brotist var inn í Réttarholtsskóla í Reykjavík í nótt og þaðan stolið flatskjá. Þjófurinn braut rúðu í skólastofu til að komast inn. 25.9.2009 07:25 Fjölmennri leit lauk farsællega Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna fann á sjötta tímanum í morgun annan tveggja manna, sem leitað hefur verið að inn af Hvalfjarðarbotni síðan á miðnætti. 25.9.2009 07:18 Gætum misst unga lækna og hjúkrunarfræðinga úr landi Gjörbreytt staða er komin upp hjá ungu heilbrigðisstarfsfólki vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Atvinnumöguleikar nýútskrifaðra lækna og hjúkrunarfræðinga hafa skerst verulega hér á landi og hætta er talin á að þessi hópur þurfi að leita annað í auknum mæli. 25.9.2009 07:00 Hundrað fá ekki framlengda samninga Meira en hundrað starfsmenn Landspítalans fá ekki endurnýjaða ráðningarsamninga við spítalann í ár. Fyrstu samningarnir renna út um næstu mánaðamót. 25.9.2009 06:00 Lagt til að upplýsingaskylda ráðherra verði færð í lög Nefnd þriggja lögfræðinga undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors á Bifröst, hóf í júní í fyrra skoðun á gildandi lagareglum um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu og mat á hvort breytinga væri þörf. Niðurstöðurnar liggja fyrir í tæplega 300 blaðsíðna skýrslu sem kynnt var í gær. Þær eru eindregnar. Breytinga er þörf. 25.9.2009 06:00 Stoppa í 63 milljarða gat Löng hefð er fyrir því að lítið kvisist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkisstjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. 25.9.2009 06:00 Taka ekki á forsendubresti Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, tekur undir tillögur ASÍ um úrbætur á lögum um greiðsluaðlögun og annað sem tengist skuldavanda heimilanna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Gísli sendi frá sér í gær. Hann segir að fagna beri frumkvæði ASÍ og samantektinni, sem sé í ágætu samræmi við úrbótatillögur hans. 25.9.2009 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Yfirgáfu bílinn eftir að hann festist Tveir menn sem leitað var að við Hvalfell inni af Botnsdal í Hvalfirði í fyrrinótt fundust heilir á húfi eftir nokkurra klukkustunda leit áttíu björgunarsveitarmanna í slagviðri í fyrrinótt. 26.9.2009 06:00
Ég myrti móður mína hlaut Gyllta lundann á RIFF: Djúpt samband mæðgina menning Kanadíska kvikmyndin Ég myrti móður mína (J"ai Tué Ma Mère), frumraun leikstjórans Xaviers Dolan, hlaut Gyllta lundann á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (RIFF) sem lauk í gær. 26.9.2009 06:00
Sala lambakjöts dregst saman Sala lambakjöts hefur dregist mikið saman á síðastliðnu ári og er efnahagsástandinu kennt um. Salan er þúsund tonnum minni en á sama tíma í fyrra. Á fyrstu átta mánuðum ársins seldust 3.155 tonn en sömu mánuði í fyrra seldust 4.164 tonn. 26.9.2009 06:00
Ráðið aftur ef verkefnum fjölgar vinnumarkaður Þrjátíu starfsmönnum Jarðborana hf. var sagt upp störfum í gær. Uppsagnirnar eru sagðar liður í nauðsynlegum samdráttaraðgerðum. Verkefnum Jarðborana hf. hafi fækkað verulega og tafir á boðuðum stórframkvæmdum hafi neikvæð áhrif á stöðu fyrirtækisins. 26.9.2009 05:00
Ráðherra hvatti til brota á samkeppnislögum „Ég gat ekki betur heyrt en Jón Bjarnason væri að hvetja til brota á samkeppnislögum,“ segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. 26.9.2009 04:00
Óstöðugleiki Akkilesarhællinn Efnahagsmál Ísland dettur niður um sex sæti í árlegri könnun Alþjóðaefnahagsráðsins, World Economic Forum (WEF), á samkeppnishæfni landa. Ísland er í 26. sæti af 133 ríkjum, en var í 20. sæti á síðasta ári. Óstöðugleiki í efnahagslífinu er helsti veikleiki Íslands. 26.9.2009 04:00
Ný Seðlabankalög ef vextirnir lækka ekki efnahagsmál Stjórnvöld verða að taka ráðin af Seðlabankanum og setja ný lög um bankann ef stýrivextir verða ekki lækkaðir verulega á næstu vikum. Þessa skoðun setti Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, fram á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva. Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra setti fram sömu skoðun í júní. 26.9.2009 03:00
Herjólfur heim eftir slippinn samgöngur Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er á heimleið eftir slipptöku á Akureyri. Hún fer fyrstu ferð sína á milli lands og Eyja nú í morgunsárið. Ferjan Baldur, sem leysti Herjólf af, snýr til baka og hefur á ný siglingar yfir Breiðafjörð. 26.9.2009 03:00
Áfram þokast í viðræðum um Icesave efnahagsmál Vonir stóðu til að hægt yrði að ljúka Icesave-málinu í þessari viku, en þær vonir eru nú brostnar. Viðræður hafa staðið yfir milli fulltrúa ríkjanna þriggja og hefur málið þokast áfram. 26.9.2009 02:00
Enn rætt við kröfuhafana viðskipti Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, lét af störfum í gær í tengslum við fjárhagslega endurskipulagningu félagsins. Atorka fékk greiðslustöðvun til þriggja mánaða í júní og sótti í gær eftir framlengingu til októberloka. 26.9.2009 02:00
Allir fái að fjárfesta í orkunni stjórnmál Skúli Helgason, formaður iðnaðarnefndar Alþingis, vill breyta lögum um fjárfestingu útlendinga í orkugeiranum en samkvæmt þeim mega aðeins aðilar innan EES eiga í íslenskum orkufyrirtækjum. 26.9.2009 01:00
Vegagerðin: Færð getur snöggversnað næsta sólarhringinn Á Öxnadalsheiði er komin hálka og krapasnjór samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. 25.9.2009 23:26
Hanna Birna: Þetta er dagurinn sem Höfða var bjargað “Sem betur fer getum við nú sagt að þetta sé dagurinn sem Höfða var bjargað. Húsið er, eins og allir vita algjörlega ómetanlegt og þess vegna er okkur öllum efst í huga þakklæti til allra þeirra sem tryggðu að svo vel tókst til. Borgaryfirvöld vilja þakka öllum þeim sem að slökkvistarfinu og björgun verðmæta komu, slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lögreglu og starfsmönnum Reykjavíkurborgar,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, um eldsvoðann í Höfða. 25.9.2009 22:01
Frjálslyndir ekki af baki dottnir Frjálslyndi flokkurinn ætlar að bjóða fram í næstu sveitastjórnarkosningum samkvæmt tilkynningu á heimasíðu þeirra. Þar kemur fram að flokkurinn hyggst bjóða sig fram í Grindavík, Kópavogi, Ísafirði, Skagafirði og Reykjavík. 25.9.2009 23:35
Rafmagnslaust í Breiðholti Fyrir stundu varð háspennubilun í Breiðholti sem olli því að rafmagnslaust er í Hóla- og Fellahverfi. Rafmagnið fór af upp úr klukkan átta í kvöld. 25.9.2009 20:42
Mun ekki brjóta trúnað og birta í Morgunblaðinu Davíð Oddsson, nýr ritstjóri Morgunblaðsins, sagði í viðtali við Sölva Tryggvason á Skjá Einum nú í kvöld að hann myndi ekki rjúfa trúnað við rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. 25.9.2009 19:36
Bíóferðir kostuðu rúma milljón Ferð Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra og aðstoðarmanns hennar, á kvikmyndahátið í Kanada nú í september, kostaði ríkið eina komma tvær milljónir króna. Tæp hálf milljón fór í að greiða tvemenningunum dagpeninga. 25.9.2009 19:27
Borgarstjórn ber út menningaverðmæti Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri og Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, bera út málverk og sófasett úr Höfða. 25.9.2009 18:22
Búið að ráða niðurlögum eldsins - myndir Búið er að ná tökum á eldinum í Höfða. Mikill eldur blossaði upp í þessu sögufræga húsi rétt fyrir sex í kvöld. 25.9.2009 19:21
Slökkviliðsmenn rífa þakið af Höfða Slökkviliðsmenn reyna í þessum töluðu orðum að slökkva eldinn bæði inn í Höfða og úti samkvæmt fréttaritara. Þá er verið að rífa hluta af þakinu af til þess að komast að eldinu svo það sé auðveldara að slökkva hann. 25.9.2009 18:03
Eldur í Höfða Eldur kviknaði í Höfða fyrir stundu. Nokkrir slökkviliðsbílar eru mættir á vettvang ásamt lögreglu og sjúkrabílum. Ekki er vitað hversu mikill eldur er í húsinu en slökkvistarf er hafið. 25.9.2009 17:43
Sendiráð Íslands í Washington flytur í nýtt húsnæði Sendiráð Íslands í Washington flytur um mánaðarmótin í nýtt húsnæði. Fjárlög gera ráð yfir 100 milljón krónum í kostnaði vegna starfsemi sendiráðsins í ár. 25.9.2009 16:39
Banaslys í Jökulsárhlíð Banaslys varð um klukkan ellefu í morgun á Hlíðarvegi í Jökulsárhlíð skammt norðan við bæinn Sleðbrjót á Austurlandi. Í tilkynningu frá lögreglu varð slysið með þeim hætti að jeppabifreið á norðurleið valt á veginum. 25.9.2009 16:07
Borgarfulltrúar vilja flestir sitja áfram Meirihluti borgarfulltrúa ætlar að sækjast eftir endurkjöri í borgarstjórnarkosningunum næsta vor en Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gefur ekkert upp um framtíðaráform sín. Dagur B. Eggertsson og Gísli Marteinn Baldursson svöruðu ekki ítrekuðum tölvupóstum né símtölum fréttastofu. 25.9.2009 15:34
Skarst á puttum og fékk skaðabætur Konu sem starfaði sem sendill hjá fyrirtækinu Íshlutum voru í dag dæmdar skaðabætur vegna vinnslyss sem hún lenti í árið 2007. Bæturnar eru upp á rúmar 1.100.000 krónur en hún fær einnig 4,5% ársvexti frá slysinu sem varð í október árið 2007. Konan hefur leitað til bæði bæklunarlæknis og tauglæknis en er enn með einkenni. 25.9.2009 15:34
Bíður með málsókn gegn Rúv og Daily Mail Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, er ekki búinn að höfða mál gegn Ríkisútvarpinu líkt og hann lýsti yfir fyrir tæpum mánuði. Það muni hann gera um leið og tími gefst til. Hann segir fréttastofu RÚV vera með öllu óþarfa. 25.9.2009 14:19
Segist víst hafa verið áskrifandi Morgunblaðsins „Ef þetta er blaðamennskan sem á nú að fara að stunda á Morgunblaðinu þá hef ég nokkar áhyggjur," segir Sveinn Andri Sveinsson stjörnulögfræðingur um þær fullyrðingar Óskars Magnússonar útgefanda Morgunblaðsins í Kastljósi í gærkvöldi. Þar hélt Óskar því fram að Sveinn Andri væri ekki áskrifandi að blaðinu en Sveinn Andri sagði mogganum upp þegar Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri. 25.9.2009 14:07
Fimmti maðurinn í varðhald vegna amfetamínssmygls Fjórir karlmenn hafa að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaðir um innflutning á rúmlega fjórum kílóum af amfetamíni. Fimmti maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins í gær. 25.9.2009 13:38
Enginn handtekinn í tengslum við brunann í Laugarásvideo Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar enn þegar kveikt var í Laugarásvideo í lok ágúst, að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar yfirlögregluþjóns. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins en karlmaður var yfirheyrður í byrjun mánaðarins. Hann hafði réttarstöðu grunaðs manns en var að lokum sleppt. 25.9.2009 12:36
Bundið slitlag komið á milli Ísafjarðar og Reykjavíkur Bundið slitlag er nú komið á leiðina milli Ísafjarðar og Reykjavíkur en í gær var lokið við að klæða síðasta kaflann á veginum um Arnkötludal. Þótt ekki sé enn búið að opna veginn formlega eru ökumenn þegar byrjaðir að aka þar um. 25.9.2009 12:15
Gott að gagnrýnisraddir séu til staðar Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen nýir ritstjórar Morgunblaðsins mættu til starfa í morgun og heilsuðu upp á starfsfólk blaðsins. Davíð sagði gott að gagnrýnisraddir vegna ráðningar hans sem ritstjóra væru til. 25.9.2009 12:06
Alþingi segir upp Morgunblaðinu Forsætisnefnd Alþingis ákvað á fundi sínum í fyrradag að hætta að greiða fyrir áskrift að Morgunblaðinu fyrir þingmenn. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir formaður nefndarinnar segir að þetta sé liður í hagræðingaraðgerðum þingsins og hafi ekkert með ráðningu Davíðs Oddssonar sem ritstjóra blaðsins að ræða. Áfram verður þó hægt að glugga í Moggann sem liggur niður í þingi. 25.9.2009 11:46
Ekki búið að ákveða laun stjórnarmanna Bankasýslunnar Ekki er búið að ákveða hver laun stjórnarmanna Bankasýslu ríkisins verða. Elías Jón Guðjónsson, upplýsingafulltrúi fjármálaráðuneytisins, segir að laun stjórnamanna komi ekki til með að bætast við útgjöld ríkisins vegna stofnunarinnar sem áætlanir geri ráð fyrir að verði 70-80 milljónir króna á ári. 25.9.2009 10:26
Þingmaður hættir á Moggablogginu út af Davíð „Blað sem eitt sinn hafði smá trúverðugleika hefur glatað þeim trúverðugleika með þessari ráðningu og uppsögnum sem fylgdu í kjölfarið,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, sem er hætt að blogga hjá Morgunblaðinu vegna ráðningar Davíðs Oddssonar í stöðu ritstjóra. Hún þiggur ekki boð Eyjunnar um að færa sig þangað. 25.9.2009 09:34
Tæplega 2000 manns létust árið 2008 1.987 einstaklingar, 1.005 konur og 982 karlar, létust á árinu 2008. Þetta kemur fram í tölum Hagstofunnar yfir dánarmein. Gögnin byggja á dánarvottorðum allra þeirra sem létust árið 2008 og áttu lögheimili hér á landi. 25.9.2009 09:31
Herjólfur úr slipp Vestmannaeyjaferjan Herjólfur er nú komin úr slipp á Akureyri og um sexleytið í morgun var Herjólfur norðvestur af Siglunesi, á heimleið. 25.9.2009 08:36
Haldlögðu stera og kannabis Töluvert magn af ólöglegum steratöflum og ólöglegum fæðubótarefnum fannst þegar tollgæslan, í samvinnu við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu, gerði húsleit í verslunarfyrirtæki í Kópavogi í fyrradag. 25.9.2009 07:30
Ekið um bæinn í ýmsu ástandi í nótt Lögreglan á Selfossi tók ökumann úr umferð í nótt, grunaðan um fíkniefnaakstur. 25.9.2009 07:27
Brotist inn í Réttarholtsskóla Brotist var inn í Réttarholtsskóla í Reykjavík í nótt og þaðan stolið flatskjá. Þjófurinn braut rúðu í skólastofu til að komast inn. 25.9.2009 07:25
Fjölmennri leit lauk farsællega Fjölmennt lið björgunarsveitarmanna fann á sjötta tímanum í morgun annan tveggja manna, sem leitað hefur verið að inn af Hvalfjarðarbotni síðan á miðnætti. 25.9.2009 07:18
Gætum misst unga lækna og hjúkrunarfræðinga úr landi Gjörbreytt staða er komin upp hjá ungu heilbrigðisstarfsfólki vegna niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Atvinnumöguleikar nýútskrifaðra lækna og hjúkrunarfræðinga hafa skerst verulega hér á landi og hætta er talin á að þessi hópur þurfi að leita annað í auknum mæli. 25.9.2009 07:00
Hundrað fá ekki framlengda samninga Meira en hundrað starfsmenn Landspítalans fá ekki endurnýjaða ráðningarsamninga við spítalann í ár. Fyrstu samningarnir renna út um næstu mánaðamót. 25.9.2009 06:00
Lagt til að upplýsingaskylda ráðherra verði færð í lög Nefnd þriggja lögfræðinga undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, aðstoðarrektors á Bifröst, hóf í júní í fyrra skoðun á gildandi lagareglum um eftirlit Alþingis með framkvæmdarvaldinu og mat á hvort breytinga væri þörf. Niðurstöðurnar liggja fyrir í tæplega 300 blaðsíðna skýrslu sem kynnt var í gær. Þær eru eindregnar. Breytinga er þörf. 25.9.2009 06:00
Stoppa í 63 milljarða gat Löng hefð er fyrir því að lítið kvisist út um útfærslu fjárlagafrumvarpsins. Við lifum hins vegar á tímum þar sem hefðir skipta litlu og síðan í júní hefur legið fyrir að ríkisstjórnin hyggst bæta afkomu ríkissjóðs um 63,4 milljarða króna á næsta ári. Í skýrslu fjármálaráðherra um jöfnuð í ríkisfjármálum 2009-2013 er tónninn sleginn og Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í grófum dráttum verði farið eftir þeirri skýrslu. 25.9.2009 06:00
Taka ekki á forsendubresti Gísli Tryggvason, talsmaður neytenda, tekur undir tillögur ASÍ um úrbætur á lögum um greiðsluaðlögun og annað sem tengist skuldavanda heimilanna. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Gísli sendi frá sér í gær. Hann segir að fagna beri frumkvæði ASÍ og samantektinni, sem sé í ágætu samræmi við úrbótatillögur hans. 25.9.2009 05:00