Innlent

Slökkviliðsmenn rífa þakið af Höfða

Slökkviliðsmenn reyna í þessum töluðu orðum að slökkva eldinn bæði inn í Höfða og úti samkvæmt fréttaritara. Þá er verið að rífa hluta af þakinu af til þess að komast að eldinu svo það sé auðveldara að slökkva hann.

Að sögn slökkviliðsmanns á vettvangi þá var húsið mannlaust þegar eldurinn kviknaði.

Slökkviliðsmenn eru nú að bera verðmæti út úr byggingunni en mikil verðmæti má finna þar eins og málverk og margt fleira.

Allt tiltækt slökkvilið er mætt á vettvang og búið er að loka fyrir umferð við Sæbraut.






Tengdar fréttir

Eldur í Höfða

Eldur kviknaði í Höfða fyrir stundu. Nokkrir slökkviliðsbílar eru mættir á vettvang ásamt lögreglu og sjúkrabílum. Ekki er vitað hversu mikill eldur er í húsinu en slökkvistarf er hafið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×