Fleiri fréttir Ræningja enn leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna, líklega um tvitugt, sem frömdu vopnað rán í verslun 10-11 í Skipholti í Reykjavík laust fyrir hádegi í gær. Þeir ógnuðu tveimur afgreiðslumönnum með hnífum, stungu á sig verðmætum og komust undan á bláum smábíl. 4.8.2009 07:18 Umferðin gekk vel í gær Umferð gekk vel til höfuðborgarinnar í gær, þrátt fyrir talsverðan þunga lengst af deginum. Strax upp úr kvöldmat tók verulega að draga úr umfeðrinni, sem var heldur meiri um Suðurlandsveg en Vesturlandsveg. 4.8.2009 07:17 Innbrotaalda í Reykjavík um helgina Á fimmta tug innbrota og þjófnaða hafa verið kærðir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina, sem er talsvert meira en undanfarnar verslunarmannahelgar. Meðal annars var brotist inn í fyrirtæki, íbúðarhúsnæði, sumarhús og bíla. 4.8.2009 07:02 Tveir slösuðust á Hringbraut Tveir menn slösuðust þegar bíll þeirra hafnaði uppi á hringtorgi fyrir framan JL húsið vestast á Hringbraut í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt. Þeir voru fluttir á Slysadeild til aðhlynningar og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 4.8.2009 07:00 14 ára á stolnum bíl Lögreglan á Seofossi handtók tvo fjórtán ára pilta laust eftir miðnætti, eftir að hafa stöðvað þá á stolnum bíl rétt utan við bæinn. Þeir voru að sjálfsögðu réttindalausir líka, auk þess sem bíllinn var bremsulaus þannig að lögregla lét flytja hann brott með kranabíl. 4.8.2009 06:57 Forkastanlegt og heimskulegt lögbann Lögbann Kaupþings á fréttaflutning Ríkisútvarpsins um lánamál stærstu viðskiptavina bankans er forkastanlegt og heimskulegt segir formaður viðskiptanefndar Alþlingis. Hún segir að ef breyta þurfi lögunum um bankaleynd til að koma í veg fyrir svona vitleysisgang þá sé það brýnt. 3.8.2009 18:43 Um helmingur landsmanna styður ríkisstjórnina Tæpur helmingur þjóðarinnar styður ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur minnkar síðan í júní. 3.8.2009 18:00 Hundur drapst í vélhjólaslysi Umferð er farin að þyngjast verulega bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Umferð hefur þó gengið mjög vel og er ekki vitað til þess að nein alvarleg slys hafi orðið. 3.8.2009 16:59 Umferð gengur vel Umferð til Reykjavíkur hefur gengið vel það sem af er degi og hefur lögreglunni ekki borist tilkynning um nein slys. Lögreglumenn í Borgarnesi segja að umferðin hafi verið róleg í morgun. Upp úr eitt hafi hún tekið að þyngjast örlítið. Lögreglumenn á Selfossi segja að umferð um Suðurlandsveg sé ekki enn tekin að þyngjast og geta þeir sér þess til að fólk fresti heimkomum úr helgarferðum vegna góðs veðurs. 3.8.2009 14:58 Mótmæla lögbanni á fréttir Ríkisútvarpsins Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu mótmæla lögbanni á fréttir Ríkisútvarpsins sem byggja á gögnum frá lánanefnd Kaupþings í aðdraganda efnahagshrunsins. 3.8.2009 19:18 Kaupþing friðþægir fyrir stjórnvöld Markmiðið með greiðsluaðlögunúrræði Kaupþings er að tryggja greiðsluvilja lántakenda og þar með rekstrargrundvöll bankans. Jafnvel virðist sem markmiðið sé einnig að fría stjórnvöld frá þeirri ábyrgð að tefla fram raunverulegum og sanngjörnum kerfisbundnum lausnum fyrir heimilin í landinu. Þannig skapi þetta úrræði ákveðna friðþægingu fyrir stjórnvöld. 3.8.2009 16:20 Lögreglan óskar aðstoðar við rannsókn 11-11 ránsins Tveir menn voru við vinnu í 11-11 versluninni þegar tveir menn vopnaðir hnífum ógnuðu þeim og flúðu á brott með þýfi. Starfsmennina sakaði ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 3.8.2009 13:01 Sjúkraflutningamenn vara við akstri undir áhrifum áfengis Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi vilja brýna það fyrir ferðalöngum sem hyggja á heimferðir í dag eftir verslunarmannahelgina að ganga úr skugga um að ökumenn séu allsgáðir. 3.8.2009 12:07 Vopnað rán í 11-11 Tveir menn réðust vopnaðir hníf inn í 11-11 verslun í Skipholti um ellefuleytið í morgun. Mennirnir eru taldir vera um tvítugt. Þeir ógnuðu starfsfólki verslunarinnar, tóku með sér eitthvað þýfi og óku svo á brott á bláleitum smábíl. Lögreglumaður sem fréttastofa náði tali af sagðist ekki vita hversu mikið þýfi hefði verið tekið úr versluninni. 3.8.2009 12:01 Þrjú kynferðisbrot til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi Tvær nauðganir og ein nauðgunartilraun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi eftir helgina. Fimmtán ára stúlka kærði nauðgun til lögreglunnar á laugardagsmorgun. 3.8.2009 09:59 Tvö umferðaróhöpp á Akureyri Bíll keyrði útaf við Fagraskóg á Ólafsfjarðarvegi á milli Akureyrar og Dalvíkur undir morgun. Engin slys urðu á fólki. 3.8.2009 09:47 Tvö kynferðisbrotamál í Vestmannaeyjum Tvö kynferðisbrotamál voru tilkynnt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í morgun. Brotin beindust í báðum tilfellum gegn ungum konum. Annað málið er enn í rannsókn en lögreglan segir að í hinu tilfellinu hafi hugsanlega verið um tilraun til nauðgunar að ræða. Þá var lögreglu tilkynnt um líkamsárás þegar karlmaður var sleginn í andlitið undir morgun. 3.8.2009 09:27 Brotist inn í fjögur hús í Reykjavík Brotist var inn í fjögur hús í Reykjavík í nótt. Eitt þeirra var við Keilufell í Breiðholti. Þar vöknuðu húsráðendur við þrusk um sexleytið í morgun. Þegar fólkið gáði að hvað um var að vera sá það að búið var að róta í öllu þeirra dóti og tveir bíllyklar höfðu verið teknir. 3.8.2009 09:10 Segir Kaupþingslán bera keim af markaðsmisnotkun Miklar líkur eru á að lán Kaupþings til stærstu lántakenda séu ólögmæt og bera þau keim af markaðsmiðsnotkun. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og jafnframt að stór hluti útlána bankans hafi verið til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi og Existu til að halda uppi verði í félögunum tveimur. 2.8.2009 18:33 Afgreiddi þrefaldan íbúafjölda bæjarins á Færeyskum dögum Met féll á veitingastaðnum Við Fjöruborðið á Stokkseyri um helgina, en staðurinn afgreiddi um 800 humarskammta í gær og hafði afgreitt 700 þegar blaðamaður hafði samband klukkan rúmlega níu í kvöld. 2.8.2009 21:25 Nýfundin verk eftir Mozart leikin á hans eigin píanó Mozart var undrabarn. Hann byrjaði að spila tónlist aðeins þriggja ára gamall og að semja tónverk fimm ára. Talið er að hann hafi verið sjö eða átta ára gamall þegar hann samdi verkin sem kynnt voru í dag. 2.8.2009 19:17 Fleiri en tíu þúsund í Fjölskyldugarðinum Mikill mannfjöldi sótti Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en þar var sannkölluð rjómablíða. Meðal þeirra sem stigu á stokk voru Skoppa og Skrítla, Glanni glæpur úr Latabæ og hljómsveitin Stuðmenn. 2.8.2009 19:13 Falsaður Kjarval í umferð Falsaðir tvöþúsund krónaseðlar hafa fundist í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan rannsakar málið. 2.8.2009 19:00 Meira en milljarður til framkvæmdasjóðs aldraðra Landsmenn greiða rúman milljarð í framkvæmdasjóð aldraðra í ár en sjóðnum er ætlað að byggja upp og efla öldrunarþjónustu í landinu. 2.8.2009 18:45 Smábátaeigendur efast um lögmæti tvöföldunar vaxta Smábátaeigendur, sem vilja láta frysta lán sín áfram, eru ósáttir við að frystingin hafi það í för með sér að vextir lánanna hækki um allt að hundrað prósent og að myntbreyting verði gerð á lánunum. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda efast um lögmæti aðgerðanna. 2.8.2009 18:39 Segir mörg félög á lánalistanum ekkert til saka unnið Bankastjóri Nýja Kaupþings segir brýnt að vernda trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini bankans og því hafi verið krafist lögbanns á birtingu gagna um lánafyrirgreiðslur til þeirra. Formaður Blaðamannafélagsins segir ljóst að breyta þurfi lögum um bankaleynd hyggist bankinn beita þessum rökum áfram. 2.8.2009 18:27 Slapp furðuvel eftir mótorhjólaslys Mótorhjólamaður sem fór út af Þingvallaveginum um þrjú leytið í dag virðist hafa sloppið furðuvel, að því er vakthafandi læknir á slysadeild segir. 2.8.2009 17:17 Einn handtekinn vegna nauðgunar á Kirkjubæjarklaustri Lögreglunni á Hvolsvelli hefur borist kæra vegna nauðgunar sem átti sér stað á Kirkjubæjarklaustri snemma í morgun. Einn hefur verið handtekinn, en frumrannsókn á málinu stendur yfir. 2.8.2009 14:49 Laminn illa í Eyjum 24 ára gamall þjóðhátíðargestur hefur kært líkamsárás til lögreglu. Hann bar skarðan hlut frá borði eftir átök við annan mann í morgun og hlaut brotna tönn, nefbrot og skurð í andliti. 2.8.2009 14:06 Ein besta þjóðhátíð frá upphafi Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, var nýkominn inn í Herjólfsdal þegar fréttastofa náði tali af honum. 2.8.2009 13:47 Útilokar ekki Facebook siðareglur blaðamanna „Það er alveg umhugsunarefni að blaðamenn eigi að setja sér einhverjar siðareglur hvað svona varðar," segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tilvitnanir í Facebook síður fólks. 2.8.2009 12:34 Logaði glatt í gámi - myndir Kveikt var í ruslagámi fullum af timbri við Brúarland í Mosfellsbæ svo skíðlogaði um ellefu leytið í gærkvöldi. 2.8.2009 11:08 Mjólkurlítrinn hækkar um átta krónur Í gær tók gildi ákvörðun verðlagsnefndar búvöru frá því tíunda júlí síðastliðinn um verðbreytingar á mjólkurvöru sem undir nefndina heyrir. 2.8.2009 09:57 Ein líkamsárás á Ísafirði Allt fór að mestu vel fram á Ísafirði í nótt, en ein líkamsárás var kærð eftir nóttina. 2.8.2009 09:46 Fimm fluttir á sjúkrahús eftir útafakstur Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll þeirra fór út af Vesturlandsvegi við Hótel Venus í Borgarnesi rétt fyrir átta í morgun. 2.8.2009 09:34 Veist að lögreglu í Eyjum Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir nótttina. Veist var að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af ölvuðu fólkið og var lögreglumaður sleginn. 2.8.2009 09:30 Logandi kamrar á Akureyri Erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt, en fjórir gistu fangageymslur. 2.8.2009 09:27 Mikil ölvun á Flúðum Það var mikið að gera í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt, einkum á Flúðum þar sem fjöldi fólks er samankominn og mikil ölvun. 2.8.2009 09:23 Ölvaðir leggja sig í miðbænum Það var minna að gera hjá lögreglunni í Reykjavík en venjulega í nótt. 2.8.2009 09:15 Kaupþing hvetur aðra miðla til að fjarlægja efni Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings hvetja aðra fjölmiðla en RÚV til að virða lögbann sýslumanns og hætta tafarlaust fréttaflutningi sem byggist á yfirlitsglærum lánanefndar bankans og fjarlægja efni sem þegar hefur verið birt. Lögbanninu verði fylgt eftir gagnvart öðrum fjölmiðlum ef tilefni verður til. 1.8.2009 19:32 Kaupþing fékk lögbann á umfjöllun RÚV Fréttastofa RÚV neyddist til að hætta við að flytja nánari fréttir úr yfirliti Kaupþings yfir helstu skuldunauta bankans eftir að sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á umfjöllun RÚV um málið. Úrskurður sýslumanns féll fimm mínútum áður en fréttatími RÚV hófst. 1.8.2009 19:13 Tíu stærstu skulduðu rúmlega 1500 milljarða Tíu stærstu viðskiptavinir Kaupþings skulduðu bankanum rúmlega fimmtán hundruð milljarða króna samkvæmt lánayfirliti frá því í lok september í fyrra. Þetta eru tæplega þreföld fjárlög ríkissjóðs. 1.8.2009 15:47 Formaður BÍ: Aldrei samfélagssátt um lögbann Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að aldrei verði sátt í samfélaginu um þetta lögbann, almenningsálitið sé á móti því. 1.8.2009 20:01 Óshlíðargöng nánast á áætlun Framkvæmdir við Óshlíðargöng ganga vel og eru nánast á áætlun. Lokið hefur verið við að sprengja rúmlega áttatíu prósent af göngunum. 1.8.2009 18:57 Grunur um íkveikju á Vatnsstíg Gunur leikur á að kveikt hafi verið í mannlausu húsi við Vatnsstíg í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 1.8.2009 18:55 Sjá næstu 50 fréttir
Ræningja enn leitað Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn tveggja manna, líklega um tvitugt, sem frömdu vopnað rán í verslun 10-11 í Skipholti í Reykjavík laust fyrir hádegi í gær. Þeir ógnuðu tveimur afgreiðslumönnum með hnífum, stungu á sig verðmætum og komust undan á bláum smábíl. 4.8.2009 07:18
Umferðin gekk vel í gær Umferð gekk vel til höfuðborgarinnar í gær, þrátt fyrir talsverðan þunga lengst af deginum. Strax upp úr kvöldmat tók verulega að draga úr umfeðrinni, sem var heldur meiri um Suðurlandsveg en Vesturlandsveg. 4.8.2009 07:17
Innbrotaalda í Reykjavík um helgina Á fimmta tug innbrota og þjófnaða hafa verið kærðir til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina, sem er talsvert meira en undanfarnar verslunarmannahelgar. Meðal annars var brotist inn í fyrirtæki, íbúðarhúsnæði, sumarhús og bíla. 4.8.2009 07:02
Tveir slösuðust á Hringbraut Tveir menn slösuðust þegar bíll þeirra hafnaði uppi á hringtorgi fyrir framan JL húsið vestast á Hringbraut í Reykjavík á þriðja tímanum í nótt. Þeir voru fluttir á Slysadeild til aðhlynningar og er ökumaðurinn grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. 4.8.2009 07:00
14 ára á stolnum bíl Lögreglan á Seofossi handtók tvo fjórtán ára pilta laust eftir miðnætti, eftir að hafa stöðvað þá á stolnum bíl rétt utan við bæinn. Þeir voru að sjálfsögðu réttindalausir líka, auk þess sem bíllinn var bremsulaus þannig að lögregla lét flytja hann brott með kranabíl. 4.8.2009 06:57
Forkastanlegt og heimskulegt lögbann Lögbann Kaupþings á fréttaflutning Ríkisútvarpsins um lánamál stærstu viðskiptavina bankans er forkastanlegt og heimskulegt segir formaður viðskiptanefndar Alþlingis. Hún segir að ef breyta þurfi lögunum um bankaleynd til að koma í veg fyrir svona vitleysisgang þá sé það brýnt. 3.8.2009 18:43
Um helmingur landsmanna styður ríkisstjórnina Tæpur helmingur þjóðarinnar styður ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur minnkar síðan í júní. 3.8.2009 18:00
Hundur drapst í vélhjólaslysi Umferð er farin að þyngjast verulega bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Umferð hefur þó gengið mjög vel og er ekki vitað til þess að nein alvarleg slys hafi orðið. 3.8.2009 16:59
Umferð gengur vel Umferð til Reykjavíkur hefur gengið vel það sem af er degi og hefur lögreglunni ekki borist tilkynning um nein slys. Lögreglumenn í Borgarnesi segja að umferðin hafi verið róleg í morgun. Upp úr eitt hafi hún tekið að þyngjast örlítið. Lögreglumenn á Selfossi segja að umferð um Suðurlandsveg sé ekki enn tekin að þyngjast og geta þeir sér þess til að fólk fresti heimkomum úr helgarferðum vegna góðs veðurs. 3.8.2009 14:58
Mótmæla lögbanni á fréttir Ríkisútvarpsins Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna á Ríkisútvarpinu mótmæla lögbanni á fréttir Ríkisútvarpsins sem byggja á gögnum frá lánanefnd Kaupþings í aðdraganda efnahagshrunsins. 3.8.2009 19:18
Kaupþing friðþægir fyrir stjórnvöld Markmiðið með greiðsluaðlögunúrræði Kaupþings er að tryggja greiðsluvilja lántakenda og þar með rekstrargrundvöll bankans. Jafnvel virðist sem markmiðið sé einnig að fría stjórnvöld frá þeirri ábyrgð að tefla fram raunverulegum og sanngjörnum kerfisbundnum lausnum fyrir heimilin í landinu. Þannig skapi þetta úrræði ákveðna friðþægingu fyrir stjórnvöld. 3.8.2009 16:20
Lögreglan óskar aðstoðar við rannsókn 11-11 ránsins Tveir menn voru við vinnu í 11-11 versluninni þegar tveir menn vopnaðir hnífum ógnuðu þeim og flúðu á brott með þýfi. Starfsmennina sakaði ekki, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. 3.8.2009 13:01
Sjúkraflutningamenn vara við akstri undir áhrifum áfengis Sjúkraflutningamenn á Suðurlandi vilja brýna það fyrir ferðalöngum sem hyggja á heimferðir í dag eftir verslunarmannahelgina að ganga úr skugga um að ökumenn séu allsgáðir. 3.8.2009 12:07
Vopnað rán í 11-11 Tveir menn réðust vopnaðir hníf inn í 11-11 verslun í Skipholti um ellefuleytið í morgun. Mennirnir eru taldir vera um tvítugt. Þeir ógnuðu starfsfólki verslunarinnar, tóku með sér eitthvað þýfi og óku svo á brott á bláleitum smábíl. Lögreglumaður sem fréttastofa náði tali af sagðist ekki vita hversu mikið þýfi hefði verið tekið úr versluninni. 3.8.2009 12:01
Þrjú kynferðisbrot til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi Tvær nauðganir og ein nauðgunartilraun eru til rannsóknar hjá lögreglunni á Selfossi eftir helgina. Fimmtán ára stúlka kærði nauðgun til lögreglunnar á laugardagsmorgun. 3.8.2009 09:59
Tvö umferðaróhöpp á Akureyri Bíll keyrði útaf við Fagraskóg á Ólafsfjarðarvegi á milli Akureyrar og Dalvíkur undir morgun. Engin slys urðu á fólki. 3.8.2009 09:47
Tvö kynferðisbrotamál í Vestmannaeyjum Tvö kynferðisbrotamál voru tilkynnt til lögreglunnar í Vestmannaeyjum í morgun. Brotin beindust í báðum tilfellum gegn ungum konum. Annað málið er enn í rannsókn en lögreglan segir að í hinu tilfellinu hafi hugsanlega verið um tilraun til nauðgunar að ræða. Þá var lögreglu tilkynnt um líkamsárás þegar karlmaður var sleginn í andlitið undir morgun. 3.8.2009 09:27
Brotist inn í fjögur hús í Reykjavík Brotist var inn í fjögur hús í Reykjavík í nótt. Eitt þeirra var við Keilufell í Breiðholti. Þar vöknuðu húsráðendur við þrusk um sexleytið í morgun. Þegar fólkið gáði að hvað um var að vera sá það að búið var að róta í öllu þeirra dóti og tveir bíllyklar höfðu verið teknir. 3.8.2009 09:10
Segir Kaupþingslán bera keim af markaðsmisnotkun Miklar líkur eru á að lán Kaupþings til stærstu lántakenda séu ólögmæt og bera þau keim af markaðsmiðsnotkun. Þetta segir framkvæmdastjóri Samtaka fjárfesta og jafnframt að stór hluti útlána bankans hafi verið til að kaupa hlutabréf í Kaupþingi og Existu til að halda uppi verði í félögunum tveimur. 2.8.2009 18:33
Afgreiddi þrefaldan íbúafjölda bæjarins á Færeyskum dögum Met féll á veitingastaðnum Við Fjöruborðið á Stokkseyri um helgina, en staðurinn afgreiddi um 800 humarskammta í gær og hafði afgreitt 700 þegar blaðamaður hafði samband klukkan rúmlega níu í kvöld. 2.8.2009 21:25
Nýfundin verk eftir Mozart leikin á hans eigin píanó Mozart var undrabarn. Hann byrjaði að spila tónlist aðeins þriggja ára gamall og að semja tónverk fimm ára. Talið er að hann hafi verið sjö eða átta ára gamall þegar hann samdi verkin sem kynnt voru í dag. 2.8.2009 19:17
Fleiri en tíu þúsund í Fjölskyldugarðinum Mikill mannfjöldi sótti Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í dag en þar var sannkölluð rjómablíða. Meðal þeirra sem stigu á stokk voru Skoppa og Skrítla, Glanni glæpur úr Latabæ og hljómsveitin Stuðmenn. 2.8.2009 19:13
Falsaður Kjarval í umferð Falsaðir tvöþúsund krónaseðlar hafa fundist í nokkrum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan rannsakar málið. 2.8.2009 19:00
Meira en milljarður til framkvæmdasjóðs aldraðra Landsmenn greiða rúman milljarð í framkvæmdasjóð aldraðra í ár en sjóðnum er ætlað að byggja upp og efla öldrunarþjónustu í landinu. 2.8.2009 18:45
Smábátaeigendur efast um lögmæti tvöföldunar vaxta Smábátaeigendur, sem vilja láta frysta lán sín áfram, eru ósáttir við að frystingin hafi það í för með sér að vextir lánanna hækki um allt að hundrað prósent og að myntbreyting verði gerð á lánunum. Framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda efast um lögmæti aðgerðanna. 2.8.2009 18:39
Segir mörg félög á lánalistanum ekkert til saka unnið Bankastjóri Nýja Kaupþings segir brýnt að vernda trúnaðarupplýsingar um viðskiptavini bankans og því hafi verið krafist lögbanns á birtingu gagna um lánafyrirgreiðslur til þeirra. Formaður Blaðamannafélagsins segir ljóst að breyta þurfi lögum um bankaleynd hyggist bankinn beita þessum rökum áfram. 2.8.2009 18:27
Slapp furðuvel eftir mótorhjólaslys Mótorhjólamaður sem fór út af Þingvallaveginum um þrjú leytið í dag virðist hafa sloppið furðuvel, að því er vakthafandi læknir á slysadeild segir. 2.8.2009 17:17
Einn handtekinn vegna nauðgunar á Kirkjubæjarklaustri Lögreglunni á Hvolsvelli hefur borist kæra vegna nauðgunar sem átti sér stað á Kirkjubæjarklaustri snemma í morgun. Einn hefur verið handtekinn, en frumrannsókn á málinu stendur yfir. 2.8.2009 14:49
Laminn illa í Eyjum 24 ára gamall þjóðhátíðargestur hefur kært líkamsárás til lögreglu. Hann bar skarðan hlut frá borði eftir átök við annan mann í morgun og hlaut brotna tönn, nefbrot og skurð í andliti. 2.8.2009 14:06
Ein besta þjóðhátíð frá upphafi Birgir Guðjónsson, formaður þjóðhátíðarnefndar, var nýkominn inn í Herjólfsdal þegar fréttastofa náði tali af honum. 2.8.2009 13:47
Útilokar ekki Facebook siðareglur blaðamanna „Það er alveg umhugsunarefni að blaðamenn eigi að setja sér einhverjar siðareglur hvað svona varðar," segir Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, um tilvitnanir í Facebook síður fólks. 2.8.2009 12:34
Logaði glatt í gámi - myndir Kveikt var í ruslagámi fullum af timbri við Brúarland í Mosfellsbæ svo skíðlogaði um ellefu leytið í gærkvöldi. 2.8.2009 11:08
Mjólkurlítrinn hækkar um átta krónur Í gær tók gildi ákvörðun verðlagsnefndar búvöru frá því tíunda júlí síðastliðinn um verðbreytingar á mjólkurvöru sem undir nefndina heyrir. 2.8.2009 09:57
Ein líkamsárás á Ísafirði Allt fór að mestu vel fram á Ísafirði í nótt, en ein líkamsárás var kærð eftir nóttina. 2.8.2009 09:46
Fimm fluttir á sjúkrahús eftir útafakstur Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll þeirra fór út af Vesturlandsvegi við Hótel Venus í Borgarnesi rétt fyrir átta í morgun. 2.8.2009 09:34
Veist að lögreglu í Eyjum Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir nótttina. Veist var að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af ölvuðu fólkið og var lögreglumaður sleginn. 2.8.2009 09:30
Logandi kamrar á Akureyri Erill var hjá lögreglunni á Akureyri í nótt, en fjórir gistu fangageymslur. 2.8.2009 09:27
Mikil ölvun á Flúðum Það var mikið að gera í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt, einkum á Flúðum þar sem fjöldi fólks er samankominn og mikil ölvun. 2.8.2009 09:23
Ölvaðir leggja sig í miðbænum Það var minna að gera hjá lögreglunni í Reykjavík en venjulega í nótt. 2.8.2009 09:15
Kaupþing hvetur aðra miðla til að fjarlægja efni Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings hvetja aðra fjölmiðla en RÚV til að virða lögbann sýslumanns og hætta tafarlaust fréttaflutningi sem byggist á yfirlitsglærum lánanefndar bankans og fjarlægja efni sem þegar hefur verið birt. Lögbanninu verði fylgt eftir gagnvart öðrum fjölmiðlum ef tilefni verður til. 1.8.2009 19:32
Kaupþing fékk lögbann á umfjöllun RÚV Fréttastofa RÚV neyddist til að hætta við að flytja nánari fréttir úr yfirliti Kaupþings yfir helstu skuldunauta bankans eftir að sýslumaðurinn í Reykjavík setti lögbann á umfjöllun RÚV um málið. Úrskurður sýslumanns féll fimm mínútum áður en fréttatími RÚV hófst. 1.8.2009 19:13
Tíu stærstu skulduðu rúmlega 1500 milljarða Tíu stærstu viðskiptavinir Kaupþings skulduðu bankanum rúmlega fimmtán hundruð milljarða króna samkvæmt lánayfirliti frá því í lok september í fyrra. Þetta eru tæplega þreföld fjárlög ríkissjóðs. 1.8.2009 15:47
Formaður BÍ: Aldrei samfélagssátt um lögbann Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, segir að aldrei verði sátt í samfélaginu um þetta lögbann, almenningsálitið sé á móti því. 1.8.2009 20:01
Óshlíðargöng nánast á áætlun Framkvæmdir við Óshlíðargöng ganga vel og eru nánast á áætlun. Lokið hefur verið við að sprengja rúmlega áttatíu prósent af göngunum. 1.8.2009 18:57
Grunur um íkveikju á Vatnsstíg Gunur leikur á að kveikt hafi verið í mannlausu húsi við Vatnsstíg í miðbæ Reykjavíkur í gærkvöldi. 1.8.2009 18:55
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent