Fleiri fréttir

Kaupþing fer fram á lögbann

Ríkisútvarpinu hefur verið tilkynnt um að væntanleg sé lögbannsbeiðni frá Kaupþingi til að stöðva frekari birtingu upplýsinga úr leyniglærum Kaupþings um skuldunauta bankans, að því er fram kemur á fréttavef RÚV.

Tíu þúsund manns á unglingalandsmóti

Hátt í tíu þúsund manns eru á unglingalandsmóti UMFÍ sem fram fer á Sauðarkróki. Að sögn mótshaldara hefur allt gengið að óskum. Keppendur eru 1550 og keppt er í níu greinum. Langflestir keppendur eru í knattspyrnu eða hátt í 800 en einnig keppir mikill fjöldi í körfubolta og fjálsum.

Eva Joly fordæmir Breta vegna Icesave

Eva Joly ráðgjafi sérstaks saksóknara vegna bankahrunsins fordæmir framferði Breta í Icesave málinu og átelur einnig Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og ESB í harðorðri grein í Morgunblaðinu í dag.

Þrír gistu fangageymslur á Selfossi

Talsvert var um ölvun og óspektir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Lögregla þurfti meðal annars að hafa afskipti af fólki vegna slagsmála og drykkjuláta á Flúðum og Úthlíð.

Skjálftavirkni á Krýsuvíkursvæðinu

Nokkuð snarpur jarðskjálfti var á Krýsuvíkursvæðinu um korteri fyrir miðnætti í gær, líkt og Vísir greindi frá. Skjálftinn mældist 3,1 að styrk og átti upptök sín um fjóra kílómetra austur af Keili. Sjálftinn fannst víða á höfuðborgarsvæðinu.

Erill hjá lögreglu á Akureyri

Tveir gistu fangageymslur vegna ölvunar og óspekta hjá lögreglunni á Akureyri í nótt. Mikil fjöldi er í bænum á hátíðinni Ein með öllu og var töluverður erill var hjá lögreglunni.

Nauðgun kærð í Eyjum

Grunur leikur á að rúmlega tvítugri stúlku hafi verið nauðgað á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í nótt. Stúlkan leitaði á lögreglustöðina í Vestmannaeyjum undir morgun og kærði atvikið. Hún gat gefið greinagóða lýsingu á manninum en hann er þó ekki fundinn. Stúlkan var flutt á neyðarmóttöku fyrir kynferðisbrot á sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum þar sem hún er nú. Lögreglan vinnur að rannsókn málsins.

Lánasjóðssvikarar: Peð í íslenskri mafíu

Grunur leikur á að fjórir ungir fjársvikarar, sem nú sitja í gæsluvarðhaldi, hafi tekið svikin að sér til að fjármagna skipulagða glæpastarfsemi sér eldri manna sem fengu þá til verksins. Þeir hafi verið viðbúnir því að taka skellinn fyrir brotin og sitja inni. Féð, nokkrir tugir milljóna, er enn ófundið og er alls óvíst hvort það finnst nokkurn tíma.

Svíar: Lánið verði ekki notað í Icesave

Það eru fyrst og fremst Svíar sem standa harðir á því að Íslendingar gangi frá Icesave-samningnum áður en lánið verður veitt. Í skilmálum vegna lánsins, sem lagðir voru fyrir sænska þingið 2. júlí, kemur skýrt fram að Svíar ganga út frá því að Íslendingar standi við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Frestun AGS gæti fælt kröfuhafa frá bönkunum

„Ég óttast að þetta fæli kröfuhafana frá því að verða eigendur að bönkunum. Það er erfitt að ætla að verða eigandi banka þegar þú veist ekki hver aðkoma stjórnvalda er að bankakerfinu," segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, um frestun Alþjóðagjaldeyris-sjóðsins (AGS) á lánveitingu til Íslands.

Enginn brennumannanna játar að hafa kveikt eldinn

Þrír menn, sem ákærðir eru fyrir að kveikja í húsi við Kleppsveg í júní og stofna lífi manns sem var þar inni í hættu, neita því allir og benda hver á annan. Þetta kom fram við aðalmeðferð málsins í gær.

Þjóðhátíð sett í blíðskaparveðri

Mikill fjöldi fólks er nú samankominn á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum. Stöðugur straumur fólks hefur verið í Heimaey síðustu daga. Hátíðin var sett í gær í blíðskaparveðri.

Birgitta Jónsdóttir: Óbein kúgun

„Ég held að AGS hefði aldrei getað sagt að hann myndi ekki veita okkur lánið út af Ice-save af því að þá hefði verið ljóst að verið væri að misbeita sjóðnum," segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Borgarahreyfingar, um frestun endurskoðunar AGS á málefnum Íslands. Henni finnst sjóðurinn óbeint vera að kúga okkur til þess að taka við skuldbindingum sem við getum ekki staðið undir eins og stendur.

Pólitíkin réði fyrirtöku AGS að lokum

„Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur aldrei verið með hótanir í mín eyru,“ sagði Jóhanna Sigurðardóttir á blaðamannafundi í gær spurð hvort AGS hafi haft í hótunum við íslensk stjórnvöld um að fyrirtaka sjóðsins myndi frestast ef ekki yrði gengið frá Icesave.

Landslið samkynhneigðra: Erum litla liðið sem allir elska

„Þetta hefur verið ein allsherjar gargandi snilld frá upphafi til enda. Við erum litla liðið sem allir elska hérna í Kaupmannahöfn,“ segir Jón Þór Þorleifsson, stjórnarmaður í Styrmi, íþróttafélagi samkynhneigðra, og sundkappi.

Eldur á Vatnsstíg slökktur

Búið er að slökkva allan yfirborðseld í húsi á Vatnsstíg, sem stóð í ljósum logum fyrr í kvöld.

Jarðskjálfti fannst út á Seltjarnarnes

Jarðskjálfti reið yfir um korter í ellefu rúma fjóra kílómetra austur af Keili. Skjálfinn var 3,1 að stærð samkvæmt sjálfvirkum skjálftamælingum Veðurstofunnar og fannst inn til Reykjavíkur, allt út á Seltjarnarnes.

Björn Bjarnason undirbýr þátt á ÍNN

Björn Bjarnason er þegar tekinn til við að undirbúa sjónvarpsþátt sinn á ÍNN. Í nýjustu dagbókarfærslunni á heimasíðu hans segist hann hafa farið inn á stöðina til að lesa inn stutta tilkynningu í tilefni af því að þáttur hans hefur göngu sína á ÍNN þann 19. ágúst.

Samstilltar sprengjur drápu 29

29 létust og fleiri er 130 slösuðust í samstilltri sprengjusyrpu utan við ýmsar moskur í Bagdad, höfuðborg Írak, í dag. Sprengjurnar sprungu þegar múslimar yfirgáfu moskurnar eftir bænagjörð, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Ætla ekki að hjálpa Kaupþingi að fela óhreint tau

Í svarbréfi sem forsvarsmaður heimasíðunnar WikiLeak sendi lögmannateymi Kaupþings þverneitar hann að taka upplýsingar um lántakendur bankans út af síðunni líkt og lögmennirnir höfðu beðið hann um.

Ástráður gefur tíu þúsund smokka í ágúst

Þeir sem stigu um borð í Herjólf í dag fengu óvæntan glaðning þegar læknanemar færðu þeim smokka að gjöf inn í helgina að sögn Júlíusar Kristjánssonar, formanns verkefnisins Ástráðs.

Bróðir meints fjársvikara vill fá hann heim til Íslands

Bróðir manns sem situr í bresku fangelsi fyrir fjármálamisferli biður þjóðina um að lána sér pening svo bróðir hans komist til konu sinnar og átta mánaða gamals barns. Til að ganga laus gegn tryggingu þarf fjölskyldan að reiða fram tuttugu milljónir króna.

Karlar gegn nauðgunum

Karlahópur Feministafélags Íslands verður með átak gegn nauðgun á útíhátíðum um helgina.

Fjársvik í nafni Blindrafélagsins

Blindrafélag Íslands íhugar að leggja fram kæru á hendur manni sem í heimildarleysi sendi innheimtuseðla á mörg hundruð styrktaraðila. Maðurinn ætlaði með þessu að nýta sér nafn Blindrafélagsins til að verða sér úti um pening.

Óþægilegt ef lánum seinkar, verra að hafna Icesave

Krónan hrynur og fer niður fyrir allt sem við höfum áður þekkt, lífskjör versna og atvinnuleysi eykst ef Íslendingar neita að borga Icesave. Þetta segir Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor. Hann segir að töf á lánum til Íslands sé óþægileg en sviðsmyndin verði hins vegar hrikaleg ef engin lán berast.

Birgitta fjarlægði bloggfærslu: Finnst athyglin viðbrigði

"Ég tók hana út því ég ætlaði aðeins að skoða þetta betur. Maður vill alls ekki vera að hvetja til þess að fólk sé að fá flensuna," segir Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar í samtali við fréttastofu.

Umferð orðin mikil og þétt

Umferð út úr bænum er nú orðin mikil og þétt, en gengur vel, samkvæmt upplýsingum frá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Engin óhöpp hafa komið upp á ef undan er skilin bílvelta sem varð rétt upp úr tvö á Álftanesvegi, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni

Björgólfur Guðmundsson - frá upphafi til enda

Honum var eitt sinn lýst í Financial Times sem áhrifamesta viðskiptamanni landsins. Hann náði hæstu hæðum þar sem hann prýddi lista Forbes tímaritsins yfir auðugustu menn heimsins.

Hús á Vatnsstíg í ljósum logum

Hús á Vatnsstíg stendur í ljósum logum og leggur reykinn yfir miðbæinn, samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni Vísis á staðnum. Eldurinn er á efri hæð hússins, en þetta mun vera sama hús og hústökufólk lagði undir sig fyrr á árinu.

Fjör á Reykjavíkurflugvelli

Það var líf og fjör á Reykjavíkurflugvelli í dag þar sem skemmtanaþyrstir Íslendingar biðu eftir flugi til Eyja.

Sjá næstu 50 fréttir