Innlent

Fimm fluttir á sjúkrahús eftir útafakstur

Borgarnes. Mynd úr safni.
Borgarnes. Mynd úr safni. Mynd/Vilhelm

Fimm voru fluttir á sjúkrahús eftir að bíll þeirra fór út af Vesturlandsvegi við Hótel Venus í Borgarnesi rétt fyrir átta í morgun.

Að sögn lögreglu er ekki vitað hvort bíllinn hafi farið veltu en hann er stórskemmdur.

Fimm strákar á þrítugsaldri voru í bílnum. Þær upplýsingar fengust á sjúkrahúsinu á Akranesi að drengirnir væru í ágætu ásigkomulagi og enginn alvarlega slasaður. Þeir eru enn í læknisskoðun og gert er ráð fyrir að þeir verði útskrifaðir í dag.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×