Innlent

Veist að lögreglu í Eyjum

Lögreglumenn með eftirlit.
Lögreglumenn með eftirlit. Mynd/Guðmundur Þ. Steinþórsson

Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum eftir nótttina. Veist var að lögreglumönnum sem höfðu afskipti af ölvuðu fólkið og var lögreglumaður sleginn.

Sex fíkniefnamál komu upp í gær og í nótt og hafa því alls sextán fíkniefnamál komið upp um helgina. Lögregla segir nóttina í nótt hafa verið rólegri en þá á undan.

Fjölmenni er í Herjólfsdal en í gær voru tíu þúsund manns á hátíðinni og enn streymir fólk að. Flestir skemmtu sér vel í gærkvöldi þegar haldin var flugeldasýning.

Vel viðraði á meðan en um fjögur leytið í nótt fór að rigna og skriðu þá margir í tjöld sín eða fóru heim í hús. Sól og blíða er nú í Eyjum. Í kvöld verður brekkursöngur en sunnudagskvöldið er yfirleitt fjölmennasta og stærsta kvöld hátíðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×