Innlent

Logaði glatt í gámi - myndir

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Það skíðlogaði í gámnum.
Það skíðlogaði í gámnum. Mynd/Haukur Eyþórsson
Kveikt var í ruslagámi fullum af timbri við Brúarland í Mosfellsbæ svo skíðlogaði um ellefu leytið í gærkvöldi.

Ljósmyndarinn Haukur Eyþórsson var á staðnum og náði myndum af brunanum, en að hans sögn brást slökkvilið fljótt við og slökkti eldinn á augabragði.

Slökkvistarfið gekk hratt.Mynd/Haukur Eyþórsson
Skóglendi umhverfis íþróttasvæði Mosfellsbæjar var að hans sögn hætt komið, en tréin næst gámnum munu hafa sviðnað nokkuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×