Innlent

Mjólkurlítrinn hækkar um átta krónur

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Mjólk - og nóg af henni.
Mjólk - og nóg af henni. Mynd/Pjetur
Í gær tók gildi ákvörðun verðlagsnefndar búvöru frá því tíunda júlí síðastliðinn um verðbreytingar á mjólkurvöru sem undir nefndina heyrir.

Lítrinn af mjólk hækkar um átta krónur, kílóið af skyri einnig, kílóið af mjólkurbússmjöri hækkar um sautján krónur og ostur sem undir nefndina heyrir um rúmar þrjátíu krónur.

Rjómi í hálfslítra fernum lækkar hins vegar um rúmar tvær og hálfa krónu.

Hér er þó eingöngu að ræða um heildsöluverð á þessum vörum, en smásöluverðlagning allra mjólkurvara er frjáls.

Mjólkurverð til bænda breytist ekki að sinni og verður áfram rúm 71 króna á lítrann.

Nánar um breytingarnar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×