Innlent

Óshlíðargöng nánast á áætlun

Kristín María Birgisdóttir og Hafþór Gunnarsson skrifar

Framkvæmdir við Óshlíðargöng ganga vel og eru nánast á áætlun. Lokið hefur verið við að sprengja rúmlega áttatíu prósent af göngunum.

Undirbúningur að framkvæmdum hófst í maí í fyrra en byrjað var að bora í ágúst sama ár. Göngin eru rúmir 5 kílómetrar að lengd og liggja frá Ísafirði til Bolungarvíkur.

Um fjörutíu manns vinna við göngin á hverjum tíma. Alls koma þó á milli 60-70 manns að verkinu sjálfu.

Íslenskir aðalverktakar ásamt svissneska fyrirtækinu Marty contractors áttu lægsta boðið í göngin upp á tæpa 3,5 milljarð króna.

Nokkur deila hefur verið um nafið á göngunum en Bolvíkingar vilja kalla þau Bolungavíkurgöng. Ísfirðingar vilja hins vegar halda nafninu óbreyttu.

Einar Hrafn Hjálmarsson aðstoðarstaðarstjóri við jarðgöngin segir framkvæmdir ganga ágætlega.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×