Fleiri fréttir Davíð vitnaði í vitlausa skýrslu - önnur gögn finnast ekki Í viðtali sem Agnes Bragadóttir tekur við Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóra, segist hann furða sig á því að stjórnvöld hafi ekki opinberað mikilvæga skýrslu sem hafi verið unnin af evrópskri nefnd á vegum OECD undir stjórn Jean Claude Trichet, núverandi seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu. 5.7.2009 15:00 Mildi að keyra á ljósastaur Maður um tvítugt sofnaði undir stýri og keyrði á ljósastaur á Óshlíðarvegi, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals um þrjúleytið í nótt. 5.7.2009 13:57 Ölvun á Humarhátíð Humarhátíðin á Höfn gekk ágætlega fyrir sig í nótt samkvæmt lögreglunni á Höfn. 5.7.2009 13:18 Orkuveitan býður völdum í lax þrátt fyrir niðurskurð Orkuveita Reykjavíkur býður kjörnum fulltrúum og völdum starfsmönnum Orkuveitunnar í laxveiði í Elliðará á besta tíma í sumar. Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Þorleifur Gunnlaugsson, sat sinn fyrsta fund hjá stjórn Orkuveitunnar á föstudaginn og lagði fram fyrirspurnir um hversu marga daga Orkuveitan hefði tekið frá, hverjum er boðið og svo hver kostnaðurinn sé af boðsferðunum. 5.7.2009 13:10 Eva Joly: Hvað ætlar Valtýr þá að rannsaka? Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í málefnum tengdum bankahruninu, segir í viðtali við Fréttastofu RÚV að hún vilji að ríkissaksóknari segi starfi sínu lausu. 5.7.2009 12:20 Utanríkisráðuneytið kannast ekki við Trichet-gögnin Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins Urður Gunnarsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við neinar skýrslur eða gögn sem Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri vísar til í Morgunblaðinu í dag. 5.7.2009 10:50 Friðsælt á hestamóti Fjórðungsmót Hestmanna á Kaldármelum hefur farið vel fram að sögn lögreglunnar á Borgarnesi. Um tvö þúsund hestamenn hafa sótt mótið. Lögreglan stöðvaði einn ökumann grunaðan um ölvunarakstur. Honum var gert að gangast undir blóðrannsókn og verður að líkindum sviptur í kjölfarið. 5.7.2009 09:55 Stútur sviptur á staðnum Einn maður var tekinn ölvaður undir stýri hjá lögreglunni á Selfossi en nóttin var erilsöm en stóráfallalaus. Ökumaðurinn ölvaði var færður á lögreglustöð og þar kom í ljós að hann var verulega yfir leyfðum mörkum. Var hann því sviptur á staðnum. 5.7.2009 09:53 Fullar fangageymslur á Írskum dögum Nóttin hjá lögreglunni á Akranesi var erilsöm en stóráfallalaus. Nokkuð var um ölvunarakstur. Þá stöðvaði lögreglan nokkra ökumenn sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. 5.7.2009 09:50 Steingrímur J. Sigfússon: Ég vona bara að Davíð hafi það gott „Ég er bara ekki búinn að lesa þetta. Það er enginn heima og Mogginn er ekki kominn í hús," sagði fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon þegar blaðamaður náði tali af honum rétt fyrir kvöldmatarleytið en þá var hann nýkominn heim úr vinnu. Hann neitaði alfarið að tjá sig um viðtalið efnislega fyrr en hann væri búinn að lesa það. 4.7.2009 19:08 Ísland ætti að viðurkenna þjóðargjaldþrot Ísland er nálægt þjóðargjaldþroti og ætti að viðurkenna það til að ná hagstæðari samningum við erlenda lánadrottna segir yfirmaður greiningardeildar Danske Bank. Erlendir lánadrottnar verði að horfast í augu við að Ísland geti ekki staðið við allar skuldbindingar sínar og því verði að fella eitthvað af þeim niður. 4.7.2009 18:41 Tveggja mánaða kvóti klárast á rúmri viku Fiskistofa áætlar að nýútgefinn strandveiðikvóti Norðvesturlands, sem átti að endast í tvo mánuði, klárist um næstu helgi. Æðisgengið kapphlaup virðist hafið um strandveiðarnar. 4.7.2009 18:49 Davíð Oddsson: Gætum stefnt í eilífðar fátækt „[...] Þetta er ótrúlegt klúður sem stjórnvöld hafa komið landinu í og við gætum stefnt hér hraðbyr í einhverja eilífðarfátækt,“ segir Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra til þrettán ára og nú síðast Seðlabankastjóri í viðtali við Agnesi Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kom út í kvöld. 4.7.2009 17:26 Davíð vill ekki borga Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú síðast Seðlabankastjóri, segist ekki vilja greiða Icesave-skuldir án þess að reynt verði að fara dómstólaleiðina á undan. Þetta kemur fram í viðtali sem Agnes Bragadóttir tók við hann í sunnudagslaði Morgunblaðsins. 4.7.2009 16:59 Tvær líkamsárásir og ólöglegur sundsprettur á Humarhátíð Mikið annríki var hjá lögreglu á Höfn í Hornafirði í nótt en þar stendur Humarhátíðin yfir. 4.7.2009 15:17 Brúarsmíði í uppnámi vegna vantrausts á íslenskum bönkum Brúarsmíði yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi er í uppnámi þar sem verktakafyrirtækið KNH ehf., þarf að staðgreiða fyrir tækjabúnaði þar sem breskt fyrirtæki treystir ekki íslenskum bönkum. Þetta kemur fram á ísfirska fréttavefnum bb.is. 4.7.2009 14:44 Herjólfi seinkar en siglir þó Seinni ferð Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs í dag fellur niður vegna bilunar í annarri aðalvél ferjunnar. 4.7.2009 14:03 Þyrla í umferðareftirliti TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við umferðareftirlit í gærkvöld og fór með lögreglunni á Hvolfsvelli alla leið austur á Hornafjörð. 4.7.2009 12:22 Lýst eftir unglingsstúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kareni Lind en hún sást síðast í gærkvöldi um átta en ekkert hefur spurst til hennar síðan. 4.7.2009 12:01 Friður á Írskum dögum Engin stórmál hafa komið upp hjá lögreglunni á Akranesi en þar fara nú í hönd útihátíðin Írskir dagar. Að sögn varðstjóra var nokkuð um ölvun og talsverður erill á lögreglu en nóttin gekk stóráfallalaust fyrir sig. 4.7.2009 09:59 Fíkniefnafundur í Borgarnesi Lögreglan á Borgarnesi stöðvaði mann sem ók undir áhrifum fíkniefna í nótt. Grunur vaknaði að finna mætti fíkniefni í bílnum og var því fíkniefnahundur fengin til þess að leita í honum. Við það fannst nokkurt magn af kannabis-efnum. 4.7.2009 09:52 Brutust inn í gáma Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna þriggja líkamsárása í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi. Allar árásirnar áttu sér stað við skemmtistaði. Lögreglan tók skýrslur af þeim sem voru á vettvangi en engin kæra liggur fyrir vegna árásanna. 4.7.2009 09:48 Ölvaður á flótta Lögreglan á Selfossi veitti ökumanni eftirför í nótt en hann sinnti ekki stöðvunarskyldu lögreglunnar. Maðurinn reyndi að stinga lögreglubifreiðina af á miklum hraða. Annar lögreglubíll náði hinsvegar að loka götu og þannig króa ökumanninn af. Eftirförin stóð stutt yfir. 4.7.2009 09:46 Hækka lægstu launin Fulltrúar allra aðildarfélaga BSRB, utan eins, og fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands (SGS) skrifuðu í gær undir kjarasamninga við ríkið. Í samningunum er tekið mið af stöðugleikasáttmálanum, og munu því aðeins lægstu launin hækka. 4.7.2009 07:00 Vinirnir reyndu að lífga hinn látna við Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu við Selá í Vopnafirði í fyrradag liggur þungt haldinn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Vinur hans lést í slysinu. 4.7.2009 06:30 Kreditkort kærir Kaupþing Kreditkort hf., umboðsaðili American Express á Íslandi, hefur farið fram á að auglýsingar Kaupþings, þar sem fjallað er um punktasöfnun á e-kortum, verði stöðvaðar. Tilefni kærunnar er blaðaauglýsingar þar sem því er haldið fram að korthafar e-korta fái punkta af innlendri veltu kortsins. 4.7.2009 06:00 Alþingi á aðeins einn kost „Það verður að klára þetta. Öðruvísi komumst við ekki í samband við erlenda fjármagnsmarkaði sem endurreisnin byggir á,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann færir, ásamt öðrum forsvarsmönnum atvinnulífsins og verkalýðsforystunnar, sömu rök og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir samþykkt frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. 4.7.2009 06:00 Rannsóknir á þefskyni þorsks Útibú Hafrannsóknastofnunarinnar á Ísafirði rannsakar um þessar mundir leiðir til að fanga þorsk í gildrur á hagkvæman hátt. Verkefnið hlaut styrk til þriggja ára frá AVS rannsóknasjóði og er samvinnuverkefni útibúsins, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., LÍÚ og Háskólans á Akureyri. 4.7.2009 05:15 Hústökur skoðaðar í dómsmálaráðuneyti Í dómsmálaráðuneytinu er verið að kanna hvernig lög um hústökur eru í nágrannalöndunum, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Enn hefur lítið sem ekkert fundist sem gefur tilefni til að endurskoða íslensk lög, en nokkuð hefur borið á hústökum síðan í bankahruninu. 4.7.2009 05:00 Neita að greiða 94 milljónir „Við erum mjög, mjög, mjög ósátt við þetta,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, um innheimtubréf frá Landsbankanum vegna gjaldeyrisláns sem sveitarfélagið tók hjá bankanum. 4.7.2009 04:30 Hafa heimild til útborgunar „Það er skilningur minn að slitastjórnin hafi fulla heimild til að greiða út laun," segir Gylfi Magnússon. Um 100 starfsmenn SPRON fengu ekki greidd laun 1. júlí. Taldi slitastjórn að ekki væri hægt að greiða út laun þar sem fyrirtækið hefði aldrei farið í greiðslustöðvun. 4.7.2009 04:00 Skipa saksóknara í stað Valtýs Skipaður verður sérstakur ríkissaksóknari sem taka mun við öllum störfum ríkissaksóknara sem tengjast á einhvern hátt bankahruninu, verði frumvarp dómsmálaráðherra sem rætt var á Alþingi í gær að lögum. 4.7.2009 03:45 Fær 29 milljónir í skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Mylluna ehf. til að greiða fyrrverandi starfsmanni tæpar 29 milljónir króna vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir árið 2005. 4.7.2009 03:00 Skuttogari vísaði á ný eldfjöll Leirkeilur eða eðjueldfjöll hafa líklega fundist í fyrsta skipti hér við land í nýafstöðnum kortlagningarleiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. Fundur þessa náttúrufyrirbæris byggir á athyglisgáfu skipstjórans á frystitogaranum Þerney RE-101. 4.7.2009 02:30 Beltin hefðu bjargað lífi 36 Á tíu ára tímabili, frá 1999 til 2008, hefði mátt forða 36 banaslysum í umferðinni hefðu þeir sem létust notað öryggisbelti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu. 4.7.2009 02:15 Bruni í Lundúnum: Sex látnir Þrjú börn og þrír fullorðnir eru látnir eftir að eldur kom upp í tólf hæða fjölbýlishúsi í Camberwell í suður-Lundúnum. Meðal hinna látnu eru þriggja vikna gamalt barn, sjö ára gamalt barn og ein kona. 3.7.2009 22:37 BSRB búið að semja við ríkið Undirritað hefur verið samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðildarfélaga BSRB við ríkið. Gildistími er til 30. nóvember 2010. Í samkomulaginu felast leiðréttingar á lægstu launum eins og gert var ráð fyrir í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar frá 25. júní. Persónu- og orlofsuppbót hækka. Þá er í samningnum sérstakt ákvæði um Starfsendurhæfingarsjóð.Í bókunum er m.a. að finna nýtt ákvæði um aðkomu aðildarfélaga BSRB að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. 3.7.2009 21:13 Starfsgreinasambandið undirritaði í dag Seinni partinn skrifaði Starfsgreinasambandið undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi við ríkissjóð. 3.7.2009 20:06 Reyna aftur eftir helgi Fulltrúar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Eflingar hafa gert hlé á samningaviðræðum fram yfir helgi. 3.7.2009 21:09 Lést í flugslysinu í Vopnafirði Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. 3.7.2009 18:35 Iðgjöld á bíla hækkað óeðlilega Iðgjöld á bíla hafa hækkað óeðlilega undanfarin ár og bótastjóðir tryggingafélaganna hafa verið misnotaðir í gegnum árin segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rökin fyrir hækkun gjaldanna á sínum tíma hafi aldrei staðist. 3.7.2009 18:30 Kóngulær og slöngur fundust í húsleit lögreglu Það var heldur óvenjuleg sjón sem blasti við lögreglumönnum þegar þeir komu í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Innandyra voru fimm snákar, fjórar köngulær, kakkalakki og ýmis önnur skordýr sem við kunnum ekki að nefna. 3.7.2009 18:02 Hannes tapaði áfrýjuninni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá 23. júní vegna húsleitar að heimili Hannesar Smárasonar. 3.7.2009 16:50 Græn orka gæti bjargað Íslandi „Menn eru farnir að borga aukalega fyrir grænt rafmagn. Það er skortur á grænni orku austan og vestanhafs þannig að það er mikill möguleiki fyrir okkur Íslendinga að nýta auðlindir okkar til útflutnings,“ segir Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur, í viðtali við Vísi en hann telur að ríkið geti haft umtalsverðar tekjur af sölu á rafmagni í samstarfi við einkaaðila í gegnum sæstreng. 3.7.2009 16:41 Vinnuskólinn fékk umhverfismerkið Grænfánann Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut í dag umhverfismerkið Grænfánann sem er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn var dreginn að húni á Miklatúni fyrr í dag og af því tilefni sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, að ekki þurfi að kvíða framtíðinni fyrst hinir ungu starfsmenn vinnuskólans ætli að starfa í anda sjálfbærrar þróunar og gæta þess að öll skref verði græn. 3.7.2009 16:34 Sjá næstu 50 fréttir
Davíð vitnaði í vitlausa skýrslu - önnur gögn finnast ekki Í viðtali sem Agnes Bragadóttir tekur við Davíð Oddsson, fyrrum seðlabankastjóra, segist hann furða sig á því að stjórnvöld hafi ekki opinberað mikilvæga skýrslu sem hafi verið unnin af evrópskri nefnd á vegum OECD undir stjórn Jean Claude Trichet, núverandi seðlabankastjóra Seðlabanka Evrópu. 5.7.2009 15:00
Mildi að keyra á ljósastaur Maður um tvítugt sofnaði undir stýri og keyrði á ljósastaur á Óshlíðarvegi, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals um þrjúleytið í nótt. 5.7.2009 13:57
Ölvun á Humarhátíð Humarhátíðin á Höfn gekk ágætlega fyrir sig í nótt samkvæmt lögreglunni á Höfn. 5.7.2009 13:18
Orkuveitan býður völdum í lax þrátt fyrir niðurskurð Orkuveita Reykjavíkur býður kjörnum fulltrúum og völdum starfsmönnum Orkuveitunnar í laxveiði í Elliðará á besta tíma í sumar. Borgarfulltrúi Vinstri grænna, Þorleifur Gunnlaugsson, sat sinn fyrsta fund hjá stjórn Orkuveitunnar á föstudaginn og lagði fram fyrirspurnir um hversu marga daga Orkuveitan hefði tekið frá, hverjum er boðið og svo hver kostnaðurinn sé af boðsferðunum. 5.7.2009 13:10
Eva Joly: Hvað ætlar Valtýr þá að rannsaka? Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í málefnum tengdum bankahruninu, segir í viðtali við Fréttastofu RÚV að hún vilji að ríkissaksóknari segi starfi sínu lausu. 5.7.2009 12:20
Utanríkisráðuneytið kannast ekki við Trichet-gögnin Upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins Urður Gunnarsdóttir segist í samtali við fréttastofu ekki kannast við neinar skýrslur eða gögn sem Davíð Oddsson fyrrverandi seðlabankastjóri vísar til í Morgunblaðinu í dag. 5.7.2009 10:50
Friðsælt á hestamóti Fjórðungsmót Hestmanna á Kaldármelum hefur farið vel fram að sögn lögreglunnar á Borgarnesi. Um tvö þúsund hestamenn hafa sótt mótið. Lögreglan stöðvaði einn ökumann grunaðan um ölvunarakstur. Honum var gert að gangast undir blóðrannsókn og verður að líkindum sviptur í kjölfarið. 5.7.2009 09:55
Stútur sviptur á staðnum Einn maður var tekinn ölvaður undir stýri hjá lögreglunni á Selfossi en nóttin var erilsöm en stóráfallalaus. Ökumaðurinn ölvaði var færður á lögreglustöð og þar kom í ljós að hann var verulega yfir leyfðum mörkum. Var hann því sviptur á staðnum. 5.7.2009 09:53
Fullar fangageymslur á Írskum dögum Nóttin hjá lögreglunni á Akranesi var erilsöm en stóráfallalaus. Nokkuð var um ölvunarakstur. Þá stöðvaði lögreglan nokkra ökumenn sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. 5.7.2009 09:50
Steingrímur J. Sigfússon: Ég vona bara að Davíð hafi það gott „Ég er bara ekki búinn að lesa þetta. Það er enginn heima og Mogginn er ekki kominn í hús," sagði fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon þegar blaðamaður náði tali af honum rétt fyrir kvöldmatarleytið en þá var hann nýkominn heim úr vinnu. Hann neitaði alfarið að tjá sig um viðtalið efnislega fyrr en hann væri búinn að lesa það. 4.7.2009 19:08
Ísland ætti að viðurkenna þjóðargjaldþrot Ísland er nálægt þjóðargjaldþroti og ætti að viðurkenna það til að ná hagstæðari samningum við erlenda lánadrottna segir yfirmaður greiningardeildar Danske Bank. Erlendir lánadrottnar verði að horfast í augu við að Ísland geti ekki staðið við allar skuldbindingar sínar og því verði að fella eitthvað af þeim niður. 4.7.2009 18:41
Tveggja mánaða kvóti klárast á rúmri viku Fiskistofa áætlar að nýútgefinn strandveiðikvóti Norðvesturlands, sem átti að endast í tvo mánuði, klárist um næstu helgi. Æðisgengið kapphlaup virðist hafið um strandveiðarnar. 4.7.2009 18:49
Davíð Oddsson: Gætum stefnt í eilífðar fátækt „[...] Þetta er ótrúlegt klúður sem stjórnvöld hafa komið landinu í og við gætum stefnt hér hraðbyr í einhverja eilífðarfátækt,“ segir Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra til þrettán ára og nú síðast Seðlabankastjóri í viðtali við Agnesi Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kom út í kvöld. 4.7.2009 17:26
Davíð vill ekki borga Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú síðast Seðlabankastjóri, segist ekki vilja greiða Icesave-skuldir án þess að reynt verði að fara dómstólaleiðina á undan. Þetta kemur fram í viðtali sem Agnes Bragadóttir tók við hann í sunnudagslaði Morgunblaðsins. 4.7.2009 16:59
Tvær líkamsárásir og ólöglegur sundsprettur á Humarhátíð Mikið annríki var hjá lögreglu á Höfn í Hornafirði í nótt en þar stendur Humarhátíðin yfir. 4.7.2009 15:17
Brúarsmíði í uppnámi vegna vantrausts á íslenskum bönkum Brúarsmíði yfir Mjóafjörð í Ísafjarðardjúpi er í uppnámi þar sem verktakafyrirtækið KNH ehf., þarf að staðgreiða fyrir tækjabúnaði þar sem breskt fyrirtæki treystir ekki íslenskum bönkum. Þetta kemur fram á ísfirska fréttavefnum bb.is. 4.7.2009 14:44
Herjólfi seinkar en siglir þó Seinni ferð Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs í dag fellur niður vegna bilunar í annarri aðalvél ferjunnar. 4.7.2009 14:03
Þyrla í umferðareftirliti TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við umferðareftirlit í gærkvöld og fór með lögreglunni á Hvolfsvelli alla leið austur á Hornafjörð. 4.7.2009 12:22
Lýst eftir unglingsstúlku Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Kareni Lind en hún sást síðast í gærkvöldi um átta en ekkert hefur spurst til hennar síðan. 4.7.2009 12:01
Friður á Írskum dögum Engin stórmál hafa komið upp hjá lögreglunni á Akranesi en þar fara nú í hönd útihátíðin Írskir dagar. Að sögn varðstjóra var nokkuð um ölvun og talsverður erill á lögreglu en nóttin gekk stóráfallalaust fyrir sig. 4.7.2009 09:59
Fíkniefnafundur í Borgarnesi Lögreglan á Borgarnesi stöðvaði mann sem ók undir áhrifum fíkniefna í nótt. Grunur vaknaði að finna mætti fíkniefni í bílnum og var því fíkniefnahundur fengin til þess að leita í honum. Við það fannst nokkurt magn af kannabis-efnum. 4.7.2009 09:52
Brutust inn í gáma Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna þriggja líkamsárása í miðborg Reykjavíkur í nótt. Þá var einnig tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi. Allar árásirnar áttu sér stað við skemmtistaði. Lögreglan tók skýrslur af þeim sem voru á vettvangi en engin kæra liggur fyrir vegna árásanna. 4.7.2009 09:48
Ölvaður á flótta Lögreglan á Selfossi veitti ökumanni eftirför í nótt en hann sinnti ekki stöðvunarskyldu lögreglunnar. Maðurinn reyndi að stinga lögreglubifreiðina af á miklum hraða. Annar lögreglubíll náði hinsvegar að loka götu og þannig króa ökumanninn af. Eftirförin stóð stutt yfir. 4.7.2009 09:46
Hækka lægstu launin Fulltrúar allra aðildarfélaga BSRB, utan eins, og fulltrúar Starfsgreinasambands Íslands (SGS) skrifuðu í gær undir kjarasamninga við ríkið. Í samningunum er tekið mið af stöðugleikasáttmálanum, og munu því aðeins lægstu launin hækka. 4.7.2009 07:00
Vinirnir reyndu að lífga hinn látna við Maðurinn sem slasaðist í flugslysinu við Selá í Vopnafirði í fyrradag liggur þungt haldinn í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Vinur hans lést í slysinu. 4.7.2009 06:30
Kreditkort kærir Kaupþing Kreditkort hf., umboðsaðili American Express á Íslandi, hefur farið fram á að auglýsingar Kaupþings, þar sem fjallað er um punktasöfnun á e-kortum, verði stöðvaðar. Tilefni kærunnar er blaðaauglýsingar þar sem því er haldið fram að korthafar e-korta fái punkta af innlendri veltu kortsins. 4.7.2009 06:00
Alþingi á aðeins einn kost „Það verður að klára þetta. Öðruvísi komumst við ekki í samband við erlenda fjármagnsmarkaði sem endurreisnin byggir á,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann færir, ásamt öðrum forsvarsmönnum atvinnulífsins og verkalýðsforystunnar, sömu rök og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra fyrir samþykkt frumvarps um ríkisábyrgð vegna Icesave-samninganna. 4.7.2009 06:00
Rannsóknir á þefskyni þorsks Útibú Hafrannsóknastofnunarinnar á Ísafirði rannsakar um þessar mundir leiðir til að fanga þorsk í gildrur á hagkvæman hátt. Verkefnið hlaut styrk til þriggja ára frá AVS rannsóknasjóði og er samvinnuverkefni útibúsins, Hraðfrystihússins Gunnvarar hf., LÍÚ og Háskólans á Akureyri. 4.7.2009 05:15
Hústökur skoðaðar í dómsmálaráðuneyti Í dómsmálaráðuneytinu er verið að kanna hvernig lög um hústökur eru í nágrannalöndunum, segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra. Enn hefur lítið sem ekkert fundist sem gefur tilefni til að endurskoða íslensk lög, en nokkuð hefur borið á hústökum síðan í bankahruninu. 4.7.2009 05:00
Neita að greiða 94 milljónir „Við erum mjög, mjög, mjög ósátt við þetta,“ segir Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri Akraness, um innheimtubréf frá Landsbankanum vegna gjaldeyrisláns sem sveitarfélagið tók hjá bankanum. 4.7.2009 04:30
Hafa heimild til útborgunar „Það er skilningur minn að slitastjórnin hafi fulla heimild til að greiða út laun," segir Gylfi Magnússon. Um 100 starfsmenn SPRON fengu ekki greidd laun 1. júlí. Taldi slitastjórn að ekki væri hægt að greiða út laun þar sem fyrirtækið hefði aldrei farið í greiðslustöðvun. 4.7.2009 04:00
Skipa saksóknara í stað Valtýs Skipaður verður sérstakur ríkissaksóknari sem taka mun við öllum störfum ríkissaksóknara sem tengjast á einhvern hátt bankahruninu, verði frumvarp dómsmálaráðherra sem rætt var á Alþingi í gær að lögum. 4.7.2009 03:45
Fær 29 milljónir í skaðabætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Mylluna ehf. til að greiða fyrrverandi starfsmanni tæpar 29 milljónir króna vegna vinnuslyss sem hann varð fyrir árið 2005. 4.7.2009 03:00
Skuttogari vísaði á ný eldfjöll Leirkeilur eða eðjueldfjöll hafa líklega fundist í fyrsta skipti hér við land í nýafstöðnum kortlagningarleiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar. Fundur þessa náttúrufyrirbæris byggir á athyglisgáfu skipstjórans á frystitogaranum Þerney RE-101. 4.7.2009 02:30
Beltin hefðu bjargað lífi 36 Á tíu ára tímabili, frá 1999 til 2008, hefði mátt forða 36 banaslysum í umferðinni hefðu þeir sem létust notað öryggisbelti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umferðarstofu. 4.7.2009 02:15
Bruni í Lundúnum: Sex látnir Þrjú börn og þrír fullorðnir eru látnir eftir að eldur kom upp í tólf hæða fjölbýlishúsi í Camberwell í suður-Lundúnum. Meðal hinna látnu eru þriggja vikna gamalt barn, sjö ára gamalt barn og ein kona. 3.7.2009 22:37
BSRB búið að semja við ríkið Undirritað hefur verið samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi aðildarfélaga BSRB við ríkið. Gildistími er til 30. nóvember 2010. Í samkomulaginu felast leiðréttingar á lægstu launum eins og gert var ráð fyrir í stöðugleikasáttmála aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar frá 25. júní. Persónu- og orlofsuppbót hækka. Þá er í samningnum sérstakt ákvæði um Starfsendurhæfingarsjóð.Í bókunum er m.a. að finna nýtt ákvæði um aðkomu aðildarfélaga BSRB að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins. 3.7.2009 21:13
Starfsgreinasambandið undirritaði í dag Seinni partinn skrifaði Starfsgreinasambandið undir samning um framlengingu og breytingar á kjarasamningi við ríkissjóð. 3.7.2009 20:06
Reyna aftur eftir helgi Fulltrúar Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar og Eflingar hafa gert hlé á samningaviðræðum fram yfir helgi. 3.7.2009 21:09
Lést í flugslysinu í Vopnafirði Einn helsti forystumaður íslenskra flugmála á síðari árum, Hafþór Hafsteinsson, lést í flugslysinu í Vopnafirði í gær þegar lítil einshreyfilsvél rakst á rafmagnsstreng og brotlenti. Félagi Hafþórs liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi en þeir voru báðir reyndir atvinnuflugmenn. 3.7.2009 18:35
Iðgjöld á bíla hækkað óeðlilega Iðgjöld á bíla hafa hækkað óeðlilega undanfarin ár og bótastjóðir tryggingafélaganna hafa verið misnotaðir í gegnum árin segir framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Rökin fyrir hækkun gjaldanna á sínum tíma hafi aldrei staðist. 3.7.2009 18:30
Kóngulær og slöngur fundust í húsleit lögreglu Það var heldur óvenjuleg sjón sem blasti við lögreglumönnum þegar þeir komu í íbúð í fjölbýlishúsi á höfuðborgarsvæðinu á dögunum. Innandyra voru fimm snákar, fjórar köngulær, kakkalakki og ýmis önnur skordýr sem við kunnum ekki að nefna. 3.7.2009 18:02
Hannes tapaði áfrýjuninni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms Reykjavíkur frá 23. júní vegna húsleitar að heimili Hannesar Smárasonar. 3.7.2009 16:50
Græn orka gæti bjargað Íslandi „Menn eru farnir að borga aukalega fyrir grænt rafmagn. Það er skortur á grænni orku austan og vestanhafs þannig að það er mikill möguleiki fyrir okkur Íslendinga að nýta auðlindir okkar til útflutnings,“ segir Friðrik Hansen Guðmundsson, verkfræðingur, í viðtali við Vísi en hann telur að ríkið geti haft umtalsverðar tekjur af sölu á rafmagni í samstarfi við einkaaðila í gegnum sæstreng. 3.7.2009 16:41
Vinnuskólinn fékk umhverfismerkið Grænfánann Vinnuskóli Reykjavíkur hlaut í dag umhverfismerkið Grænfánann sem er alþjóðlegt verkefni sem ætlað er að auka umhverfismennt og styrkja umhverfisstefnu í skólum. Grænfáninn var dreginn að húni á Miklatúni fyrr í dag og af því tilefni sagði Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, að ekki þurfi að kvíða framtíðinni fyrst hinir ungu starfsmenn vinnuskólans ætli að starfa í anda sjálfbærrar þróunar og gæta þess að öll skref verði græn. 3.7.2009 16:34