Innlent

Ölvaður á flótta

Lögreglan á Selfossi veitti ökumanni eftirför í nótt en hann sinnti ekki stöðvunarskyldu lögreglunnar. Maðurinn reyndi að stinga lögreglubifreiðina af á miklum hraða. Annar lögreglubíll náði hinsvegar að loka götu og þannig króa ökumanninn af. Eftirförin stóð stutt yfir.

Maðurinn reyndist verulega ölvaður. Í kjölfarið var skýrsla tekin af manninum og bíllyklarnir gerðir upptækir.

Þá var annar ökumaður tekinn ölvaður í nótt.

Talsvert er um ferðamenn í umdæmi lögreglunnar á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni hafa tjaldsvæðin í Þjórsárdal og Úthlíð þurft að vísa fólki frá vegna fjölmennis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×