Innlent

Steingrímur J. Sigfússon: Ég vona bara að Davíð hafi það gott

Steingrímur J. Sigfússon vinnur á daginn og grillar á kvöldin.
Steingrímur J. Sigfússon vinnur á daginn og grillar á kvöldin.

„Ég er bara ekki búinn að lesa þetta. Það er enginn heima og Mogginn er ekki kominn í hús," sagði fjármálaráðherrann Steingrímur J. Sigfússon þegar blaðamaður náði tali af honum rétt fyrir kvöldmatarleytið en þá var hann nýkominn heim úr vinnu. Hann neitaði alfarið að tjá sig um viðtalið efnislega fyrr en hann væri búinn að lesa það.

Í viðtalinu heldur Davíð Oddsson því fram að Steingrímur, auk Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur sem og Jóhanna Sigurðardóttir, hafi stórskaðað hagsmuni Íslendinga með því að gefa út yfirlýsingar um að ríkið stæði straum af Icesave.

„Nú? Er hann búinn að gleyma undirskriftinni í haust?" spurði Steingrímur þá hissa og vísaði til þess þegar Davíð, þá seðlabankastjóri, skrifaði undir samning við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um skuldbindingar Íslendinga varðandi Icesave.

„Ég er bara alveg rólegur yfir þessu. Ég er bara að fara að grilla. Ég athuga þetta kannski á morgun," sagði Steingrímur sem virðist gefa lítið fyrir viðtalið og sagði enga ástæðu til þess að svara Davíð.

„Ég vona bara einlæglega að hann hafi það gott," sagði Steingrímur að lokum.

Til áréttingar þá kom fram í viðtali sem var skrifað eftir Steingrími í gær að hann sæi enga ástæðu til þess að svara ellilífeyrisþeganum Davíð. Það skolaðist lítillega til og var skilningurinn sá að Steingrímur óskaði þess að Davíð hefði það gott verandi orðinn ellilífeyrisþegi. Hafi orðalagið skilist þannig að Steingrímur hlustaði ekki á ellilífeyrisþega, þá er það mistök hjá Vísi.


Tengdar fréttir

Davíð Oddsson: Gætum stefnt í eilífðar fátækt

„[...] Þetta er ótrúlegt klúður sem stjórnvöld hafa komið landinu í og við gætum stefnt hér hraðbyr í einhverja eilífðarfátækt,“ segir Davíð Oddsson fyrrum forsætisráðherra til þrettán ára og nú síðast Seðlabankastjóri í viðtali við Agnesi Bragadóttur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins sem kom út í kvöld.

Maó formaður fylgist með Davíð

Óhætt er að kalla nýjasta viðtali hennar Agnesar Bragadóttur við Davíð Oddsson pólitíska bombu í samfélaginu. Fyrrum forsætisráðherrann, seðlabankastjórinn og formaður Sjálfstæðisflokksins lætur gamminn geysa með miklum krafti.

Davíð vill ekki borga

Davíð Oddsson, fyrrverandi forsætisráðherra og nú síðast Seðlabankastjóri, segist ekki vilja greiða Icesave-skuldir án þess að reynt verði að fara dómstólaleiðina á undan. Þetta kemur fram í viðtali sem Agnes Bragadóttir tók við hann í sunnudagslaði Morgunblaðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×