Innlent

Fullar fangageymslur á Írskum dögum

Írskir dagar frá árinu 2007.
Írskir dagar frá árinu 2007.

Nóttin hjá lögreglunni á Akranesi var erilsöm en stóráfallalaus. Nokkuð var um ölvunarakstur. Þá stöðvaði lögreglan nokkra ökumenn sem grunaðir eru um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna.

Fangageymslur lögreglunnar voru yfirfullar í alla nótt. Hátíðin Írskir dagar hefur gengið mjög vel að sögn lögreglunnar en þúsundir manna eru í bænum auk heimamanna.

Hátíðin hefur verið vel sótt en friðsöm. Hátíðin vakti athygli fyrir nokkrum árum þegar hún varð fyrir barðinu á svokallaðri SMS-hátíð þar sem drukkin ungmenni komu saman og ollu talsverum usla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×