Innlent

Mildi að keyra á ljósastaur

Ótrúleg mildi að ökumaðurinn fór ekki fram af brúninni og þaðan ofan í ískalt hafið. Mynd/Ingólfur Þ.
Ótrúleg mildi að ökumaðurinn fór ekki fram af brúninni og þaðan ofan í ískalt hafið. Mynd/Ingólfur Þ.

Maður um tvítugt sofnaði undir stýri og keyrði á ljósastaur á Óshlíðarvegi, milli Bolungarvíkur og Hnífsdals um þrjúleytið í nótt.

Hann slapp með minniháttar meiðsl en mildi þykir að hann hafi keyrt á ljósastaur því annars hefði hann farið út í sjó þar sem vegurinn er töluvert brattur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×