Innlent

Segja umræðu um Vaðlaheiðargöng ómálefnalega

Vaðlaheiði
Vaðlaheiði Mynd/ Vilhelm

Stjórn Eyþings hvetur samgönguráðherra til að standa við þau áform að ráðast í gerð Vaðlaheiðaganga. Þetta kemur fram í samþykkt stjórnarinnar.

Stjórnin segir nauðsynlegt að ráðast í verkefni á borð við Vaðlaheiðagöng til að skapa nauðsynlega innspýtingu í atvinnulíf þjóðarinnar.

Þá segir jafnframt: „Stjórn Eyþings harmar þá ómálefnalegu umræðu sem átt hefur sér stað um Vaðlaheiðargöng og ákvörðun samgönguráðherra að undanförnu. Það er rangt sem haldið hefur verið fram að ákvörðun um gerð Vaðlaheiðarganga muni tefja framgang annarra mikilvægra samgönguframkvæmda. Það er einnig rangt að ákvörðun samgönguráðherra sé ekki tekin á faglegum forsendum. Rétt er einnig að halda því sérstaklega til haga að gert er ráð fyrir að veggjöld standi undir að lágmarki helmingi kostnaðar við gerð Vaðlaheiðarganga. Það gerir framkvæmdina enn fýsilegra en ella við þær efnahagsaðstæður sem við búum við í dag.

Stjórn Eyþings hefur fullan skilning á að víða, ekki síst á SV-horni landsins, er beðið með óþreyju eftir mikilvægum samgöngubótum. Stjórnin væntir jákvæðra viðhorfa gagnvart þeirri mikilvægu framkvæmd sem Vaðlaheiðargöng eru í augum íbúa á Norðausturlandi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×