Innlent

Stálu tómum bjórkútum

Mikið var um pústra á Akureyri.
Mikið var um pústra á Akureyri.
Brotist var inn í félagsheimili Karlakórs Akureyrar um klukkan þrjú í nótt og höfðu innbrotsþjófarnir á brott með sér áfengi og nokkra tóma bjórkúta sem þeir væntanlega hafa talið að væru fullir. Lögreglan handtók mennina skömmu síðar en um var að ræða tvo tvítuga karlmenn. Töluverð ölvun var í miðbæ Akureyrar í nótt og mikið um pústra en alls fengu fimm að gista fangageymslur að sögn lögreglu.

Á Suðurnesjum var einn tekinn fyrir ölvun við akstur og annar vegna gruns um fíkniefnaakstur. Að öðru leyti var nóttin róleg suður með sjó.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×