Lífeyrissjóðir hafna hugmyndum Sjálfstæðisflokksins 1. júlí 2009 15:11 Stjórn Landssamtaka lífeyrissjóða frá því í maí s.l. Landssamtök lífeyrissjóða eru andvíg hugmyndum um að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað þess að skatturinn sé innheimtur við greiðslu lífeyris eins og viðgengist hefur frá upphafi. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem lagt hefur þessa leið til sem lið í að leysa mikinn halla á ríkissjóði næstu árin. Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson hefur einkum hvatt til þess að skattheimtu af lífeyrisgreiðslum verði breytt. Í tilkynningu frá samtökunum segir að stjórn samtakanna fjallaði um málið í tilefni af tillögu til þingsályktunar þar að lútandi þar sem meðal annars er gengið út frá því að kerfisbreyting í skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna geti aflað ríkissjóði allt að 40 milljörðum króna án þess að skerða ráðstöfunartekjur launamanna og eftirlaunafólks. Stjórnin telur að þegar á heildina er litið geti hún ekki mælt með slíkum breytingum sem lið i ráðstöfunum við endurreisn efnahagslífsins og bendir í því sambandi á eftirfarandi: Styrkur og megineinkenni lífeyriskerfis Íslendinga er sá að hver kynslóð stendur undir eigin lífeyri með sparnaði í stað þess að velta vandanum yfir á næstu kynslóðir, líkt og sumar þjóðir gera. Um víða veröld er horft til íslenska lífeyriskerfisins sem fyrirmyndar, þessa svokallaða þriggja stoða kerfis sem Alþjóðabankinn mælir með að tekið verði upp sem víðast. Stoðirnar þrjár eru almannatryggingar, lífeyrissjóðir og séreignarsparnaður. Stórfelldar breytingar á grunnforsendum lífeyriskerfisins eru mjög til þess fallnar að veikja tiltrú á kerfinu, jafnvel þó hugsaðar séu til skamms tíma þegar erfiðleikar steðja að. Íslenska lífeyriskerfið, sem byggist á sjóðsöfnun, stuðlar að því að gera fyrirtækin samkeppnishæfari en ella af því þau þurfa ekki að afla verðmæta til að standa undir risavöxnum lífeyrisútgjöldum sem fylgja því að Íslendingar eldast hlutfallslega, rétt eins og aðrir Vesturlandabúar, með tilheyrandi álagi á eftirlaunakerfin. Ef af kerfisbreytingunni verður munu ráðstöfunartekjur lífeyrissjóða minnka og sjóðirnir verða því ekki jafn burðugir og áður til að fjármagna nýsköpun í atvinnulífi, uppfylla lánsfjárþörf ríkis og sveitarfélaga og byggja upp fjármálamarkaðinn til lengri tíma litið. Skattlagning inngreiðslu í lífeyrissjóði er andstæð þeirri meginreglu Evrópusambandsins að lífeyrir skuli vera skattskyldur en hvorki iðgjöld né fjármagnstekjur. Í lauslegri könnun Landssamtaka lífeyrissjóða í fimmtán ESB-ríkjum kom í ljós að einungis í tveimur þeirra er skattur innheimtur af iðgjaldi (inngreiðslu í lífeyrissjóð)... Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða eru andvíg hugmyndum um að inngreiðslur í lífeyrissjóði verði skattlagðar í stað þess að skatturinn sé innheimtur við greiðslu lífeyris eins og viðgengist hefur frá upphafi. Það er Sjálfstæðisflokkurinn sem lagt hefur þessa leið til sem lið í að leysa mikinn halla á ríkissjóði næstu árin. Þingmaðurinn Tryggvi Þór Herbertsson hefur einkum hvatt til þess að skattheimtu af lífeyrisgreiðslum verði breytt. Í tilkynningu frá samtökunum segir að stjórn samtakanna fjallaði um málið í tilefni af tillögu til þingsályktunar þar að lútandi þar sem meðal annars er gengið út frá því að kerfisbreyting í skattlagningu lífeyrissjóðsgreiðslna geti aflað ríkissjóði allt að 40 milljörðum króna án þess að skerða ráðstöfunartekjur launamanna og eftirlaunafólks. Stjórnin telur að þegar á heildina er litið geti hún ekki mælt með slíkum breytingum sem lið i ráðstöfunum við endurreisn efnahagslífsins og bendir í því sambandi á eftirfarandi: Styrkur og megineinkenni lífeyriskerfis Íslendinga er sá að hver kynslóð stendur undir eigin lífeyri með sparnaði í stað þess að velta vandanum yfir á næstu kynslóðir, líkt og sumar þjóðir gera. Um víða veröld er horft til íslenska lífeyriskerfisins sem fyrirmyndar, þessa svokallaða þriggja stoða kerfis sem Alþjóðabankinn mælir með að tekið verði upp sem víðast. Stoðirnar þrjár eru almannatryggingar, lífeyrissjóðir og séreignarsparnaður. Stórfelldar breytingar á grunnforsendum lífeyriskerfisins eru mjög til þess fallnar að veikja tiltrú á kerfinu, jafnvel þó hugsaðar séu til skamms tíma þegar erfiðleikar steðja að. Íslenska lífeyriskerfið, sem byggist á sjóðsöfnun, stuðlar að því að gera fyrirtækin samkeppnishæfari en ella af því þau þurfa ekki að afla verðmæta til að standa undir risavöxnum lífeyrisútgjöldum sem fylgja því að Íslendingar eldast hlutfallslega, rétt eins og aðrir Vesturlandabúar, með tilheyrandi álagi á eftirlaunakerfin. Ef af kerfisbreytingunni verður munu ráðstöfunartekjur lífeyrissjóða minnka og sjóðirnir verða því ekki jafn burðugir og áður til að fjármagna nýsköpun í atvinnulífi, uppfylla lánsfjárþörf ríkis og sveitarfélaga og byggja upp fjármálamarkaðinn til lengri tíma litið. Skattlagning inngreiðslu í lífeyrissjóði er andstæð þeirri meginreglu Evrópusambandsins að lífeyrir skuli vera skattskyldur en hvorki iðgjöld né fjármagnstekjur. Í lauslegri könnun Landssamtaka lífeyrissjóða í fimmtán ESB-ríkjum kom í ljós að einungis í tveimur þeirra er skattur innheimtur af iðgjaldi (inngreiðslu í lífeyrissjóð)...
Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“