Innlent

Rændi laskað heimili daginn eftir Suðurlandsskjálftann

Skjálftinn fór gríðarlega illa með mörg hús á síðasta ári.
Skjálftinn fór gríðarlega illa með mörg hús á síðasta ári.

Maður var dæmdur í mánaðarlangt fangelsi fyrir að ræna heimili í Hveragerði daginn eftir Suðurlandsskjálftann í maí á síðasta ári.

Lögreglan kom að manninum þar sem hann var búinn að fara með þýfið og fela í runna nálægt húsinu. Meðal þess sem hann tók var kastspjót og nætursjónauki auk fartölvu og fleiri verðmæta.

Lögreglan handtók manninn og fann síðan bifreið í hans eigu. Í honum fundust skammbyssa, haglabyssa og skotfæri.

Maðurinn sagði fyrir rétti að vinir hans hefðu átt heima í húsinu sem hann var sakaður um að stela úr. Hann sagði að þegar hann kom að húsinu hafi það verið að hrunið komið og illa farið. Hann hafi í kjölfarið ákveðið að bjarga hlutum úr húsinu.

Sjálfur taldi hann að húsið hefði orðið fyrir einhverskonar árás. Spurður hvort hann hafi ekki vitað að deginum áður hefði Suðurlandsskjálftinn hefði riðið yfir sagði hinn dæmdi að hann hefði setið að sumbli í Hvalfirðinum og því ekki orðið var við skjálftann.

Í niðurstöðu dómsins segir að útskýringar hans um að hafa ekki vitað af skjálftanum væru ótrúlegar, í raun einstaklega fáránlegar í ljósi þess að ekkert annað var rætt í fjölmiðlum næstu daga en umfjöllun um skjálftann.

Var hann dæmdur í mánaðarlangt, óskilorðsbundið fangelsi fyrir brot sín en hann hefur margsinnis komist í kast við lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×