Innlent

Þótti reynsla Jónínu áhugaverð

Eva Joly og Jónína Ben áttu stuttan fund fyrr í dag.
Eva Joly og Jónína Ben áttu stuttan fund fyrr í dag.
Fundur Jónínu Benediktsdóttur og Evu Joly var stuttur en áhugaverður að sögn Jóns Þórissonar, aðstoðarmanns Evu Joly. Evu Joly þótti áhugavert að heyra Jónínu tala um reynslu sína. Vísir greindi frá því seinni partinn að Eva Joly hefði sést ganga til fundar við Jónínu Benediktsdóttur. Jón segir að engar nýjar upplýsingar hafi komið fram á þeim fundi. „Það þekkja allir Jónínu Benediktsdóttur og hafa heyrt hennar sögu. Evu Joly þótti áhugavert að heyra um reynslu hennar. Það er hinsvegar engin niðurstaða eða neitt svoleiðis eftir þennan fund," segir Jón. Jón vildi að öðru leyti eki tjá sig um fundinn. „Eva Joly er að hitta hér allskonar fólk án þess að það sé nokkuð fréttnæmt.“



Fleiri fréttir

Sjá meira


×