Fleiri fréttir Enn deilt um ESB-frumvarp - fimmtán þingmenn á mælendaskrá Umræður standa enn yfir á þingi um frumvarp til aðildarumsóknar í ESB. Alls eru fimmtán þingmenn á mælendaskrá en Þuríður Bachman, þingkona Vinstri grænna, er nú í púlti. 14.7.2009 23:43 Segja Reykjanesbæ hugsnalega tapa fimm milljörðum á HS-sölu Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í kvöld að selja hlut sveitarfélagsins í HS Orku til Geysis Green Energy (GGE). Þá hefur meirhlutinn einnig samþykkt að kaupa hlut GGE í HS Veitum. 14.7.2009 22:59 ESB eyðir meira í auglýsingar en Coca Cola Evrópusambandið eyðir meiri pening í auglýsingakostnað á ári en frægasta vörumerki veraldar - Coca Cola. Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason á þingi nú fyrir stundu en umræðu standa enn yfir vegna frumvarps um umsókn að Evrópusambandinu. 14.7.2009 20:23 Íslensk unglingsstúlka smituð af svínaflensunni Grunur leikur á að fimmta tilfelli svínaflensunnar hafi greinst hér á landi. Fjögur ný smit hafa greinst hjá leikskólabörnum í Færeyjum. 14.7.2009 18:38 Seðlabankinn svarar ekki fyrir „einkaflipp“ yfirlögfræðingsins Ritstjóri Seðlabanka Íslands, Stefán Jóhann Stefánsson, hefur ekki viljað svara vegna álits yfirlögfræðings seðlabankans, sem var kynnt fyrir utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd í gær. Í ljós kom að álitið var alls ekki unnið fyrir Seðlabanka Íslands líkt og nefndarmenn töldu í upphafi heldur var það skoðun yfirlögfræðingsins, sem heitir Sigríður Logadóttir. Samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins í kvöld þá er notast við álit Sigríðar í áliti Seðlabanka Íslands sem mun verða kynnt á morgun. 14.7.2009 19:25 Meintir brennuvargar áfram í gæsluvarðhaldi Tveir menn sem sakaðir eru um að hafa kveikt í húsi nálægt Kleppsvegi í byrjun júní hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. ágúst. 14.7.2009 17:56 Framkvæmdir vegna undirganga við Kjalarnes hafnar Framkvæmdir við girðingu og göng undir Vesturlandsveg á Kjalarnesi voru kynntar á fundi umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í dag samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14.7.2009 18:52 Flokksmenn VG saka eigin formann um klækjastjórnmál Ellefu flokksmeðlimir Vinstri grænna, þar af einn bæjarfulltrúi á Akureyri, skrifa undir opið bréf til Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, og saka hann um að vera ómerkingur orða sinna tryggi hann frumvarpi um ESB brautargengi á þingi. 14.7.2009 17:31 Barnalán á gjalddaga sama ár og Icesave afborganir Tiltölulega stór lán eru á gjalddaga árið 2016, sama ár og afborganir af Icesave láninu eiga að hefjast. Um er að ræða lán í tvennu lagi frá árunum 1981 og 1983 að upphæð fimmtán milljónir punda í hvort skipti, alls þrjátíu milljónir. 14.7.2009 17:24 Sigmundur vill að blaðamenn komist á starfslaun Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að blaðamenn eigi tækifæri á að fá greidd starfslaun hins opinbera, líkt og sumir listamenn fá greidd. 14.7.2009 17:20 Einar K: Verið að beita sparisjóðina fantabrögðum „Það er verið að beita sparisjóðina fantabrögðum," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, inntur eftir viðbrögðum við lögum um fjármálafyrirtæki sem samþykkt voru fyrir helgi. 14.7.2009 16:06 Rússnesku kafbátarnir farnir Rússnesku kafbátarnir sem voru við Drekasvæðið norðaustur af Íslandi í liðinni viku eru farnir þaðan, að sögn Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur, forstjóra Varnarmálastofnunar. Ellisif segir að áfram verði fylgst með svæðinu enda sé það hlutverk stofnunarinnar. „Við fylgjumst með þessu eins og við gerum á hverjum degi og gerum alltaf," segir Ellisif Tinna. 14.7.2009 15:29 Keyrði dópaður og átti helling af grasi Tuttugu og eins árs gamall Akureyringur var í gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, til sjötiu þúsund króna sektar og ökuleyfissviptingu fyrir fíkniefnabrot. 14.7.2009 14:25 Ákæran í Papeyjarsmygli: Peter Rabe höfuðpaur Ákæra á hendur sex mönnum sem handteknir voru fyrir að smygla 109 kílóum af eiturlyfjum til landsins í apríl, verður þingfest í fyrramálið. Hollendingurinn Peter Rabe er ákærður fyrir að skipuleggja innflutninginn. 14.7.2009 13:54 Sjúkrabifreið valt við umferðamiðstöðina - myndir Ekið var á sjúkrabifreið á mótum Njarðargötu og Hringbrautar fyrir nokkrum mínútum með þeim afleiðingum að hún valt. Sjúkrabifreiðin var á leið í útkall í vesturbænum þegar bifreið ók inn í hliðina á honum. Sjúkraflutningamönnunum varð ekki meint af en flytja þurfti ökumann hinnar bifreiðarinnar á slysadeild til aðhlynningar. 14.7.2009 13:44 Range Rover eigendur geta þurft félagslega aðstoð Beiðnum um félagslega aðstoð í Reykjavík hefur fjölgað um 25-30% á þessu ári. Þetta kom fram á fundi félags- og tryggingamálanefndar Alþingis með Hjálparstofnun kirkjunnar, Velverðarsviði Reykjavíkurborgar og Velferðarvaktinni í morgun. Lilja Mósesdóttir, formaður félags- og 14.7.2009 13:27 Sniffari sprengdi bíl í loft upp Ungur maður brann talsvert í andliti og á höndum í gassprengingu rétt fyrir utan Akranes klukkan rúmlega þrjú aðfaranótt mánudags. Drengurinn hafði komið sér fyrir í bíl sínum með níu kílóa gaskút og ætlað að sniffa þegar hann ákvað að kveikja sér í sígarettu með fyrrgreindum afleiðingum. Mildi þykir að ekki hafi orðið dauðaslys. 14.7.2009 13:17 Róleg vika í Eyjum Það var frekar rólegt hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið og ekkert alvarlegt sem kom upp að því er kemur fram í tilkynningu. Nokkrar tilkynningar bárust þó lögreglu vegna ölvunar og stympinga en engin eftirmál hafa orðið vegna þeirra. 14.7.2009 13:03 Leggjast gegn algjörri fiskfriðun og tengdum áróðri Fjögur félög sjómanna, skipsstjóra og stýrimanna í Vestmannaeyjum hafa sent frá sér ályktun þar sem þau mótmæla niðurskurði á kvóta. Þau skora á Jón Bjarnason að endurskoða ákvörðun um leyfilegan hámarksafla fyrir næsta fiskveiðiár. 14.7.2009 12:39 Kaupþing í eigu erlendra kröfuhafa Meiri líkur en minni eru á að Kaupþing verði í eigu erlendra kröfuhafa í lok vikunnar. Fundir fara nú fram með fulltrúum kröfuhafanna, fjármálaráðuneytisins, skilanefndarinnar og erlendra ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Viðræðurnar munu vera á viðkvæmu stigi en þeim á að vera lokið fyrir 17. júlí. Nánar verður sagt frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14.7.2009 12:04 Utanríkismálanefnd vill afrit af samtali bankastjóranna Utanríkismálanefnd Alþingis hefur óskað eftir útskrift af samtali Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og bankastjóra Englandsbanka sem á að hafa sagt að ekki væri ríkisábyrgð á Icesave reikningunum. 14.7.2009 12:00 Eignaumsýsla ríkisins lögfest Frumvarp fjármálaráðherra til laga um eignaumsýslufélag ríkisins var samþykkt fyrir helgi. Í lögunum er kveðið á um heimild fjármálaráðherra til að stofna opinbert hlutafélag utan um rekstrarhæf atvinnufyrirtæki í eigu ríkisins. 14.7.2009 11:25 Kafbátaferðir hafa ekki verið ræddar við rússnesk stjórnvöld Utanríkisráðherra hefur ekki rætt umferð rússneskra kafbáta við Ísland við rússnesk stjórnvöld eða fulltrúa þeirra, samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá utanríkisráðuneytinu. 14.7.2009 11:20 Ekki mannvonska sem ræður lokun öldrunarheimilis „Það er ekki mannvonska sem ræður," segir Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnun Austurlands, um lokun öldrunarheimilisins á Djúpavogi í gær. Eins og Vísir greindi frá var aðstandendum vistmanna greint frá því að þeir gætu ekki snúið aftur á heimilið eftir sumarlokun þess. Stofnuninni yrði tafarlaust lokað vegna fjárskorts. 14.7.2009 09:55 ESB mál áfram á dagskrá í dag Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður til umræðu á Alþingi í dag en þingfundur hefst klukkan hálftvö. 14.7.2009 09:36 Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hafnarfirði í nótt og þaðan stolið verðmætum. Ekki er enn ljóst hversu miklu var stolið. 14.7.2009 07:23 Segja verksmiðjubændur brjóta rétt á kúm Dýraverndarsamband Íslands grunar að bændur, sem reka stór og sjálfvirk kúabú, fari á svig við reglur um útivist og hagbeit kúa á sumrin, og hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn um málið. 14.7.2009 07:20 Vilja að framsóknarmenn hafni ESB-umsókn Ungir framsóknarmenn í Skagafirði skora á þingmenn Framsóknarflokksins að greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 14.7.2009 07:17 Vegurinn yfir Spengisand skraufþurr Vegurinn yfir Sprengisand er orðinn svo þurr að mikill rykmökkur stígur upp í kjölfar bíla sem aka þar um. Kveður svo rammt að rykinu að þar drapst á bíl í gær því loftsían að vélinni var orðin mettuð af ryki. 14.7.2009 07:08 Hlaut brunasár um borð í skipi Maður brenndist um borð í íslensku skipi djúpt út af Faxaflóa í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir honum og flutti hún hann á slysadeild Landspítalans. 14.7.2009 07:06 Kveikt í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla Kveikt var í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla á tíunda tímanum í gærkvöldi og logaði þar eldur þegar slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og nálæg mannvirki voru ekki í hættu. 14.7.2009 06:55 Birkir Jón kýs með tillögu stjórnarinnar Alþingi Þriðji þingmaður Framsóknarflokksins hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast greiða atkvæði með tillögu meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Birkir Jón Jónsson, varaformaður flokksins, upplýsti samflokksmenn sína um það í gær að hann hygðist fylgja fordæmi Guðmundar Steingrímssonar og Sivjar Friðleifsdóttur í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 14.7.2009 06:00 Fékk blóðeitrun eftir leik á lóð borgarinnar Mikil slysahætta hefur myndast á stórri lóð í Norðlingaholti. Miklu byggingarusli hefur verið komið fyrir á lóðinni sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Þá stendur hálfkláruð blokk með stillönsum á svæðinu. Nokkur börn í hverfinu hafa slasast á svæðinu, meðal annars lá ungur drengur á spítala í nokkra daga með blóðeitrun eftir að hafa stigið þar á nagla. 14.7.2009 05:30 Gengur vel þrátt fyrir álag Mikið álag er á embætti ríkissaksóknara. Fjöldi ákærumála tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2008. Þau voru 243 árið 2005 en 486 árið 2008. Fjöldi starfsmanna við embættið, fjórtán, hefur verið nánast óbreyttur síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir þetta aukna álag. 14.7.2009 05:00 Hótelkeðja hefur áhuga á Þingvöllum Fosshótel hefði mikinn áhuga á því að reisa hótel á Þingvöllum ef það stæði til boða, að sögn Þórðar B. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Fosshótela. 14.7.2009 04:30 Íslenskt nautakjöt selst betur Alls seldust 320 tonn af íslensku nautakjöti í síðasta mánuði. Það er tæpum sex prósentum meira en á sama tíma í fyrra. 14.7.2009 04:00 Menntun í loftslagsmálum Efnt verður til samkeppni um athyglisverð verkefni á sviði loftslagsmála hjá leik- og grunnskólabörnum á Norðurlöndunum í tengslum við Norræna loftslagsdaginn sem haldinn verður 10. október. 14.7.2009 03:30 Mikilvægt að kjósa Samkvæmt könnun Capacent Gallup þá skiptir það miklu máli fyrir 76,3 prósent landsmanna að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um að sækja um aðild að Evrópusambandinu, 17,4 prósentum fannst það skipta litlu máli og 5,8 prósent svöruðu hvorki né. 14.7.2009 03:00 Minnst áhrif af 2+1 vegi Skipulagsstofnun hefur gefið það út að minnst umhverfisáhrif verði vegna breikkunar Suðurlandsvegar, verði vegurinn þrjár akreinar; svokallaður 2+1 vegur. Þetta kemur fram í mati stofnunarinnar sem kom út í gær. 14.7.2009 02:30 Sjálfboðaliðar fegra Hverfisgötu Um fjörutíu manna hópur sjálfboðaliða vinnur þessa dagana að því að taka húsin við Hverfisgötu 88 í gegn, að innan sem utan. Það eru samtökin Veraldarvinir sem hafa tekið húsin, sem eru þrjú talsins, á leigu og standsetja þau nú. 14.7.2009 02:00 Nýjum banka fagnað með veisluhöldum Nýr banki hefur tekið við Kaupþingi í Lúxemborg. Bankinn mun bera nafnið Banque Havilland. Bankinn er í eigu Rowland-fjölskyldunnar sem á meðal annars fjármálafyrirtækið Blackfish Group. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hinum nýstofnaða banka. 14.7.2009 02:00 Slitastjórn greiðir launin í dag Slitastjórn SPRON er nú heimilt að borga laun starfsmanna sinna á uppsagnarfresti. Þetta var samþykkt á Alþingi í gær með öllum greiddum atkvæðum viðstaddra þingmanna. Frumvarpið, sem flutt var af viðskiptanefnd Alþingis, var afgreitt á mettíma. Var það tekið til þriggja umræðna og samþykkt á aðeins tuttugu mínútum. 14.7.2009 01:30 Hæstiréttur klofinn í kynferðisbrotamáli Hæstiréttur Íslands klofnaði varðandi farbannsúrskurð yfir bandarískum karlmanni sem er gefið að sök að hafa haft samræði við konu með blekkingum. 13.7.2009 22:00 Davíð Oddsson útilokar ekki endurkomu í stjórnmál Í viðtali í Málefnunum á Skjá Einum fyrr í kvöld var Davíð Oddsson spurðurt hvort hann hyggði á endurkomu í stjórnmál. Hann aftók ekki að hann myndi snúa aftur í stjórnmálin. 13.7.2009 21:05 Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni Hæstiréttur Íslands staðfesti áframhaldandi farbann til 8. ágúst yfir Catalinu Mikue Ncoco sem er grunuð um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli auk þess að hafa milligöngu um vændi og fá greitt fyrir. 13.7.2009 20:39 Sjá næstu 50 fréttir
Enn deilt um ESB-frumvarp - fimmtán þingmenn á mælendaskrá Umræður standa enn yfir á þingi um frumvarp til aðildarumsóknar í ESB. Alls eru fimmtán þingmenn á mælendaskrá en Þuríður Bachman, þingkona Vinstri grænna, er nú í púlti. 14.7.2009 23:43
Segja Reykjanesbæ hugsnalega tapa fimm milljörðum á HS-sölu Meirihluti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í kvöld að selja hlut sveitarfélagsins í HS Orku til Geysis Green Energy (GGE). Þá hefur meirhlutinn einnig samþykkt að kaupa hlut GGE í HS Veitum. 14.7.2009 22:59
ESB eyðir meira í auglýsingar en Coca Cola Evrópusambandið eyðir meiri pening í auglýsingakostnað á ári en frægasta vörumerki veraldar - Coca Cola. Þetta sagði Ásmundur Einar Daðason á þingi nú fyrir stundu en umræðu standa enn yfir vegna frumvarps um umsókn að Evrópusambandinu. 14.7.2009 20:23
Íslensk unglingsstúlka smituð af svínaflensunni Grunur leikur á að fimmta tilfelli svínaflensunnar hafi greinst hér á landi. Fjögur ný smit hafa greinst hjá leikskólabörnum í Færeyjum. 14.7.2009 18:38
Seðlabankinn svarar ekki fyrir „einkaflipp“ yfirlögfræðingsins Ritstjóri Seðlabanka Íslands, Stefán Jóhann Stefánsson, hefur ekki viljað svara vegna álits yfirlögfræðings seðlabankans, sem var kynnt fyrir utanríkismálanefnd og fjárlaganefnd í gær. Í ljós kom að álitið var alls ekki unnið fyrir Seðlabanka Íslands líkt og nefndarmenn töldu í upphafi heldur var það skoðun yfirlögfræðingsins, sem heitir Sigríður Logadóttir. Samkvæmt fréttastofu Ríkisútvarpsins í kvöld þá er notast við álit Sigríðar í áliti Seðlabanka Íslands sem mun verða kynnt á morgun. 14.7.2009 19:25
Meintir brennuvargar áfram í gæsluvarðhaldi Tveir menn sem sakaðir eru um að hafa kveikt í húsi nálægt Kleppsvegi í byrjun júní hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 7. ágúst. 14.7.2009 17:56
Framkvæmdir vegna undirganga við Kjalarnes hafnar Framkvæmdir við girðingu og göng undir Vesturlandsveg á Kjalarnesi voru kynntar á fundi umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í dag samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. 14.7.2009 18:52
Flokksmenn VG saka eigin formann um klækjastjórnmál Ellefu flokksmeðlimir Vinstri grænna, þar af einn bæjarfulltrúi á Akureyri, skrifa undir opið bréf til Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, og saka hann um að vera ómerkingur orða sinna tryggi hann frumvarpi um ESB brautargengi á þingi. 14.7.2009 17:31
Barnalán á gjalddaga sama ár og Icesave afborganir Tiltölulega stór lán eru á gjalddaga árið 2016, sama ár og afborganir af Icesave láninu eiga að hefjast. Um er að ræða lán í tvennu lagi frá árunum 1981 og 1983 að upphæð fimmtán milljónir punda í hvort skipti, alls þrjátíu milljónir. 14.7.2009 17:24
Sigmundur vill að blaðamenn komist á starfslaun Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að blaðamenn eigi tækifæri á að fá greidd starfslaun hins opinbera, líkt og sumir listamenn fá greidd. 14.7.2009 17:20
Einar K: Verið að beita sparisjóðina fantabrögðum „Það er verið að beita sparisjóðina fantabrögðum," segir Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, inntur eftir viðbrögðum við lögum um fjármálafyrirtæki sem samþykkt voru fyrir helgi. 14.7.2009 16:06
Rússnesku kafbátarnir farnir Rússnesku kafbátarnir sem voru við Drekasvæðið norðaustur af Íslandi í liðinni viku eru farnir þaðan, að sögn Ellisifjar Tinnu Víðisdóttur, forstjóra Varnarmálastofnunar. Ellisif segir að áfram verði fylgst með svæðinu enda sé það hlutverk stofnunarinnar. „Við fylgjumst með þessu eins og við gerum á hverjum degi og gerum alltaf," segir Ellisif Tinna. 14.7.2009 15:29
Keyrði dópaður og átti helling af grasi Tuttugu og eins árs gamall Akureyringur var í gær dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi, til sjötiu þúsund króna sektar og ökuleyfissviptingu fyrir fíkniefnabrot. 14.7.2009 14:25
Ákæran í Papeyjarsmygli: Peter Rabe höfuðpaur Ákæra á hendur sex mönnum sem handteknir voru fyrir að smygla 109 kílóum af eiturlyfjum til landsins í apríl, verður þingfest í fyrramálið. Hollendingurinn Peter Rabe er ákærður fyrir að skipuleggja innflutninginn. 14.7.2009 13:54
Sjúkrabifreið valt við umferðamiðstöðina - myndir Ekið var á sjúkrabifreið á mótum Njarðargötu og Hringbrautar fyrir nokkrum mínútum með þeim afleiðingum að hún valt. Sjúkrabifreiðin var á leið í útkall í vesturbænum þegar bifreið ók inn í hliðina á honum. Sjúkraflutningamönnunum varð ekki meint af en flytja þurfti ökumann hinnar bifreiðarinnar á slysadeild til aðhlynningar. 14.7.2009 13:44
Range Rover eigendur geta þurft félagslega aðstoð Beiðnum um félagslega aðstoð í Reykjavík hefur fjölgað um 25-30% á þessu ári. Þetta kom fram á fundi félags- og tryggingamálanefndar Alþingis með Hjálparstofnun kirkjunnar, Velverðarsviði Reykjavíkurborgar og Velferðarvaktinni í morgun. Lilja Mósesdóttir, formaður félags- og 14.7.2009 13:27
Sniffari sprengdi bíl í loft upp Ungur maður brann talsvert í andliti og á höndum í gassprengingu rétt fyrir utan Akranes klukkan rúmlega þrjú aðfaranótt mánudags. Drengurinn hafði komið sér fyrir í bíl sínum með níu kílóa gaskút og ætlað að sniffa þegar hann ákvað að kveikja sér í sígarettu með fyrrgreindum afleiðingum. Mildi þykir að ekki hafi orðið dauðaslys. 14.7.2009 13:17
Róleg vika í Eyjum Það var frekar rólegt hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið og ekkert alvarlegt sem kom upp að því er kemur fram í tilkynningu. Nokkrar tilkynningar bárust þó lögreglu vegna ölvunar og stympinga en engin eftirmál hafa orðið vegna þeirra. 14.7.2009 13:03
Leggjast gegn algjörri fiskfriðun og tengdum áróðri Fjögur félög sjómanna, skipsstjóra og stýrimanna í Vestmannaeyjum hafa sent frá sér ályktun þar sem þau mótmæla niðurskurði á kvóta. Þau skora á Jón Bjarnason að endurskoða ákvörðun um leyfilegan hámarksafla fyrir næsta fiskveiðiár. 14.7.2009 12:39
Kaupþing í eigu erlendra kröfuhafa Meiri líkur en minni eru á að Kaupþing verði í eigu erlendra kröfuhafa í lok vikunnar. Fundir fara nú fram með fulltrúum kröfuhafanna, fjármálaráðuneytisins, skilanefndarinnar og erlendra ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Viðræðurnar munu vera á viðkvæmu stigi en þeim á að vera lokið fyrir 17. júlí. Nánar verður sagt frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2. 14.7.2009 12:04
Utanríkismálanefnd vill afrit af samtali bankastjóranna Utanríkismálanefnd Alþingis hefur óskað eftir útskrift af samtali Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og bankastjóra Englandsbanka sem á að hafa sagt að ekki væri ríkisábyrgð á Icesave reikningunum. 14.7.2009 12:00
Eignaumsýsla ríkisins lögfest Frumvarp fjármálaráðherra til laga um eignaumsýslufélag ríkisins var samþykkt fyrir helgi. Í lögunum er kveðið á um heimild fjármálaráðherra til að stofna opinbert hlutafélag utan um rekstrarhæf atvinnufyrirtæki í eigu ríkisins. 14.7.2009 11:25
Kafbátaferðir hafa ekki verið ræddar við rússnesk stjórnvöld Utanríkisráðherra hefur ekki rætt umferð rússneskra kafbáta við Ísland við rússnesk stjórnvöld eða fulltrúa þeirra, samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá utanríkisráðuneytinu. 14.7.2009 11:20
Ekki mannvonska sem ræður lokun öldrunarheimilis „Það er ekki mannvonska sem ræður," segir Einar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnun Austurlands, um lokun öldrunarheimilisins á Djúpavogi í gær. Eins og Vísir greindi frá var aðstandendum vistmanna greint frá því að þeir gætu ekki snúið aftur á heimilið eftir sumarlokun þess. Stofnuninni yrði tafarlaust lokað vegna fjárskorts. 14.7.2009 09:55
ESB mál áfram á dagskrá í dag Þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu verður til umræðu á Alþingi í dag en þingfundur hefst klukkan hálftvö. 14.7.2009 09:36
Innbrot í skartgripaverslun Brotist var inn í skartgripaverslun í Hafnarfirði í nótt og þaðan stolið verðmætum. Ekki er enn ljóst hversu miklu var stolið. 14.7.2009 07:23
Segja verksmiðjubændur brjóta rétt á kúm Dýraverndarsamband Íslands grunar að bændur, sem reka stór og sjálfvirk kúabú, fari á svig við reglur um útivist og hagbeit kúa á sumrin, og hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn um málið. 14.7.2009 07:20
Vilja að framsóknarmenn hafni ESB-umsókn Ungir framsóknarmenn í Skagafirði skora á þingmenn Framsóknarflokksins að greiða atkvæði gegn þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. 14.7.2009 07:17
Vegurinn yfir Spengisand skraufþurr Vegurinn yfir Sprengisand er orðinn svo þurr að mikill rykmökkur stígur upp í kjölfar bíla sem aka þar um. Kveður svo rammt að rykinu að þar drapst á bíl í gær því loftsían að vélinni var orðin mettuð af ryki. 14.7.2009 07:08
Hlaut brunasár um borð í skipi Maður brenndist um borð í íslensku skipi djúpt út af Faxaflóa í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send eftir honum og flutti hún hann á slysadeild Landspítalans. 14.7.2009 07:06
Kveikt í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla Kveikt var í hjólabrettapalli við Árbæjarskóla á tíunda tímanum í gærkvöldi og logaði þar eldur þegar slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og nálæg mannvirki voru ekki í hættu. 14.7.2009 06:55
Birkir Jón kýs með tillögu stjórnarinnar Alþingi Þriðji þingmaður Framsóknarflokksins hefur bæst í hóp þeirra sem hyggjast greiða atkvæði með tillögu meirihluta utanríkismálanefndar um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Birkir Jón Jónsson, varaformaður flokksins, upplýsti samflokksmenn sína um það í gær að hann hygðist fylgja fordæmi Guðmundar Steingrímssonar og Sivjar Friðleifsdóttur í þeim efnum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. 14.7.2009 06:00
Fékk blóðeitrun eftir leik á lóð borgarinnar Mikil slysahætta hefur myndast á stórri lóð í Norðlingaholti. Miklu byggingarusli hefur verið komið fyrir á lóðinni sem er í eigu Reykjavíkurborgar. Þá stendur hálfkláruð blokk með stillönsum á svæðinu. Nokkur börn í hverfinu hafa slasast á svæðinu, meðal annars lá ungur drengur á spítala í nokkra daga með blóðeitrun eftir að hafa stigið þar á nagla. 14.7.2009 05:30
Gengur vel þrátt fyrir álag Mikið álag er á embætti ríkissaksóknara. Fjöldi ákærumála tvöfaldaðist á árunum 2005 til 2008. Þau voru 243 árið 2005 en 486 árið 2008. Fjöldi starfsmanna við embættið, fjórtán, hefur verið nánast óbreyttur síðastliðin tíu ár, þrátt fyrir þetta aukna álag. 14.7.2009 05:00
Hótelkeðja hefur áhuga á Þingvöllum Fosshótel hefði mikinn áhuga á því að reisa hótel á Þingvöllum ef það stæði til boða, að sögn Þórðar B. Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Fosshótela. 14.7.2009 04:30
Íslenskt nautakjöt selst betur Alls seldust 320 tonn af íslensku nautakjöti í síðasta mánuði. Það er tæpum sex prósentum meira en á sama tíma í fyrra. 14.7.2009 04:00
Menntun í loftslagsmálum Efnt verður til samkeppni um athyglisverð verkefni á sviði loftslagsmála hjá leik- og grunnskólabörnum á Norðurlöndunum í tengslum við Norræna loftslagsdaginn sem haldinn verður 10. október. 14.7.2009 03:30
Mikilvægt að kjósa Samkvæmt könnun Capacent Gallup þá skiptir það miklu máli fyrir 76,3 prósent landsmanna að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um að sækja um aðild að Evrópusambandinu, 17,4 prósentum fannst það skipta litlu máli og 5,8 prósent svöruðu hvorki né. 14.7.2009 03:00
Minnst áhrif af 2+1 vegi Skipulagsstofnun hefur gefið það út að minnst umhverfisáhrif verði vegna breikkunar Suðurlandsvegar, verði vegurinn þrjár akreinar; svokallaður 2+1 vegur. Þetta kemur fram í mati stofnunarinnar sem kom út í gær. 14.7.2009 02:30
Sjálfboðaliðar fegra Hverfisgötu Um fjörutíu manna hópur sjálfboðaliða vinnur þessa dagana að því að taka húsin við Hverfisgötu 88 í gegn, að innan sem utan. Það eru samtökin Veraldarvinir sem hafa tekið húsin, sem eru þrjú talsins, á leigu og standsetja þau nú. 14.7.2009 02:00
Nýjum banka fagnað með veisluhöldum Nýr banki hefur tekið við Kaupþingi í Lúxemborg. Bankinn mun bera nafnið Banque Havilland. Bankinn er í eigu Rowland-fjölskyldunnar sem á meðal annars fjármálafyrirtækið Blackfish Group. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá hinum nýstofnaða banka. 14.7.2009 02:00
Slitastjórn greiðir launin í dag Slitastjórn SPRON er nú heimilt að borga laun starfsmanna sinna á uppsagnarfresti. Þetta var samþykkt á Alþingi í gær með öllum greiddum atkvæðum viðstaddra þingmanna. Frumvarpið, sem flutt var af viðskiptanefnd Alþingis, var afgreitt á mettíma. Var það tekið til þriggja umræðna og samþykkt á aðeins tuttugu mínútum. 14.7.2009 01:30
Hæstiréttur klofinn í kynferðisbrotamáli Hæstiréttur Íslands klofnaði varðandi farbannsúrskurð yfir bandarískum karlmanni sem er gefið að sök að hafa haft samræði við konu með blekkingum. 13.7.2009 22:00
Davíð Oddsson útilokar ekki endurkomu í stjórnmál Í viðtali í Málefnunum á Skjá Einum fyrr í kvöld var Davíð Oddsson spurðurt hvort hann hyggði á endurkomu í stjórnmál. Hann aftók ekki að hann myndi snúa aftur í stjórnmálin. 13.7.2009 21:05
Miðbaugsmaddaman áfram í farbanni Hæstiréttur Íslands staðfesti áframhaldandi farbann til 8. ágúst yfir Catalinu Mikue Ncoco sem er grunuð um aðild að stórfelldu fíkniefnasmygli auk þess að hafa milligöngu um vændi og fá greitt fyrir. 13.7.2009 20:39