Innlent

Róleg vika í Eyjum

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti ekki að snúast í mörgu í síðustu viku.
Lögreglan í Vestmannaeyjum þurfti ekki að snúast í mörgu í síðustu viku.
Það var frekar rólegt hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í vikunni sem leið og ekkert alvarlegt sem kom upp að því er kemur fram í tilkynningu. Nokkrar tilkynningar bárust þó lögreglu vegna ölvunar og stympinga en engin eftirmál hafa orðið vegna þeirra.

Þá voru tvö eignaspjöll tilkynnt; annarsvegar á bifreið sem var rispuð og hinsvegar rúðubrot. Lögregla biður þá sem veitt geta upplýsingar um málin að hafa samband.

Tvö minniháttar umferðaróhöpp urðu, en auk þeirra liggja sex kærur fyrir vegna brota á umferðarlögum - einkum fyrir að gleyma bílbeltinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×