Innlent

Kafbátaferðir hafa ekki verið ræddar við rússnesk stjórnvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Utanríkisráðuneytið hefur ekki verið í sambandi við rússnesk stjórnvöld vegna málsins. Mynd/ GVA.
Utanríkisráðuneytið hefur ekki verið í sambandi við rússnesk stjórnvöld vegna málsins. Mynd/ GVA.
Utanríkisráðherra hefur ekki rætt umferð rússneskra kafbáta við Ísland við rússnesk stjórnvöld eða fulltrúa þeirraa, samkvæmt upplýsingum sem fréttastofa hefur frá utanríkisráðuneytinu.

Greint var frá því í fjölmiðlum um helgina að rússneskur kafbátafloti hefði verið við Ísland í síðustu viku og að áhugi þeirra virtist einkum beinast að Drekasvæðinu þar sem talið er að hægt sé að finna olíu.

„Þetta hefur ekki verið tekið upp við rússnesk yfirvöld enda er okkur ekki kunnugt um að rússneskir kafbátar hafi sést innan íslenskrar lögsögu. Það verður áfram fylgst með þessum ferðum," segir Urður Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins, við fyrirspurn fréttastofu um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×