Innlent

Íslensk unglingsstúlka smituð af svínaflensunni

Kristín María Birgisdóttir skrifar

Grunur leikur á að fimmta tilfelli svínaflensunnar hafi greinst hér á landi. Fjögur ný smit hafa greinst hjá leikskólabörnum í Færeyjum.

Samkvæmt heimildum fréttastofu er um unglingsstúlku að ræða sem nýlega kom heim frá Bandaríkjunum og er jafnvel talið að aðstandandi stúkunnar hafi smitast af henni.

Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, vildi ekki tjá sig um málið í dag en sagði yfirlýsingar að vænta strax á morgun. Hann sagði þó ljóst búast megi við því að að tilfellum fari að fjölga hér þar sem flensan er að breiða úr sér um allan heim.

Fjögur ný smit hafa greinst í Færeyjum og eru tilfellin þar orðin fimm. Þrjú leikskólabörn í bænum Hoyvík eru smituð en 18 sýni voru tekin þar fyrir helgi. Sá sem fyrstur greindist var faðir barns á leiksskólanum. Þá er kona sem sat við hlið mannsins í flugvél sem var að koma erlendis frá líklega smituð.

Yfirvöld í Bangkok í Tailandi lokuðu í dag hundruðum skóla í kjölfar þess að heilbriðisráðherra landsins tilkynnti um þrjú ný dauðsföll sem rakin eru til svínaflensunnar. Dauðsföll þar eru nú orðin 24.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×