Innlent

Framkvæmdir vegna undirganga við Kjalarnes hafnar

Kjalarnes.
Kjalarnes.

Framkvæmdir við girðingu og göng undir Vesturlandsveg á Kjalarnesi voru kynntar á fundi umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar í dag samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar, Ólafur Bjarnason, að framkvæmdirnar mæti þeim kröfum sem gerðar eru um aukið öryggi gagnvart gangandi umferð á þessu svæði. Íbúar hafa mótmælt hástöfum vanbúnaði á öryggi íbúa í hverfinu sökum umferðar í gengum Kjalarnesið.

Framkvæmdir við girðinguna eru þegar hafnar og undirbúningur vegna undirganga er vel á veg kominn en göngin verða gerð í haust. Vegagerðin gerir undirgöngin en Reykjavíkurborg leggur göngustíg að þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×