Innlent

Segja verksmiðjubændur brjóta rétt á kúm

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt. MYND/Reuters

Dýraverndarsamband Íslands grunar að bændur, sem reka stór og sjálfvirk kúabú, fari á svig við reglur um útivist og hagbeit kúa á sumrin, og hefur sent Matvælastofnun fyrirspurn um málið. Sumir þessara verksmiðjubænda, eins og farið er að kalla þá, hleypi kúnum út í gerði við fjósin, en ekki á beit. Það skerði velferð kúnna verulega, en samkvæmt relgugerð eiga þær að fá að fara á beit tvo mánuði á ári. Dýraverndunarsambandið bendir á að systursamtökin í Danmörku hafi efnt til undirskriftasöfnunar þar sem þess er krafist að allar mjólkurkýr fái að ganga til beitar á sumrin og að slíkt verði tryggt í skýrri löggjöf. Svipaða sögu sé að segja frá Svíþjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×