Innlent

Utanríkismálanefnd vill afrit af samtali bankastjóranna

Höskuldur Kári Schram skrifar
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, vill afskrift af samtali Davíðs við King.
Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, vill afskrift af samtali Davíðs við King.
Utanríkismálanefnd Alþingis hefur óskað eftir útskrift af samtali Davíðs Oddssonar, þáverandi Seðlabankastjóra og bankastjóra Englandsbanka sem á að hafa sagt að ekki væri ríkisábyrgð á Icesave reikningunum.

Davíð Oddsson, fyrrverandi seðlabankastjóri, sagði í þættinum Málefnin á Skjá einum í gær að til væri upptaka af samtali sem hann átti við bankastjóra Englandsbanka. Þar á bankastjóri Englandsbanka að hafa sagt að hann teldi að íslenska ríkið bæri ekki ábyrgð á Icesave reikningum Landsbankans.

Utanríkismálanefnd Alþingis óskaði í gær eftir útskrift af þessu samtali og var sú beiðni ítrekuð á fundi nefndarinnar í morgun. Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, segir að samtöl seðlabankastjóra milli landa séu venjulega ekki gerð opinber. „En það hefur komið fram beiðni í utanríkismálanefnd að fá útskrift af þessu símtali þáverandi seðlabankastjóra íslands og bankastjóra Englandsbanka. og nú skulum við sjá hvort það verður afhent þar. Seðlabankstjóri núverandi lýsti því á fundi nefndarinnar í gær að hann hefði ekki aðstæður til þess að afhenda þá útskrift. Það þyrfti samþykki beggja aðilana. sem hlut áttu í máli. Við sjáum hverju þetta skilar," segir Árni Þór

Í mati Seðlabankans sem kynnt var á fundi nefndarinnar í gær kemur fram að skuldir þjóðarbúsins verði um og yfir 200 prósent af vergri landsframleiðslu verði Icesave samkomulagið samþykkt. Formaður Framsóknarflokks segir þetta sýna að Íslendingar ráði ekki við Icesave. „Ef við miðum við viðmið Alþjóðagjaldeyrissjóðsins frá því í nóvember, þá eru þetta klárlega óbærilegar skuldir, ekki hægt að standa undir þeim. Ekki einu sinni hægt að halda þeim gangandi. Og það hlýtur að vera áhyggjuefni. Auk þess að mér skilst vanti inn í þessa tölu þannig að enn er ekki komin þessi endanlega niðurstaða sem menn hafa beðið svo lengi eftir," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokks.

Formaður utanríkismálanefndar telur hins vegar að þjóðin eigi fáa kosti í stöðunni. „Seðlabankinn er með lægri tölur en það sem talað hefur verið um sem hæsta mögulega þol þjóðarbúsins. Auðvitað eru þetta miklar skuldir og ég held að við vitum það öll. að þetta eru erfiðir tímar framundan. En það er álit Seðlabankans að við ráðum við þessar byrðar eins og þær eru settar fram í þeirra greinargerð og ég held að við þurfum fyrst og fremst að reyna að vinna okkur út úr þessu máli og ná sem mestri og breiðastri samstöðu um það," segir Árni Þór Sigurðsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×