Fleiri fréttir Tveir í gæsluvarðhald - fimm handteknir Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní næstkomandi, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. 9.6.2009 14:40 Vill að kröfuhafar bankanna taki við rekstri þeirra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Alþingi í dag að hann teldi best að kröfuhafar bankanna, sem í raun eiga bankanna, taki við rekstri þeirra. Þetta sagði hann eftir fyrirspurn frá nafna sínum Erni Rúnarssyni í fyrirspurnartíma. Sigmundur Ernir spurði formann Framsóknarflokksins hvaða lærdóm hann hefði af einkavæðingu bankanna og hvernig hann sæi fyrir sér eignarhald á nýju ríkisbönkunum. 9.6.2009 14:22 Norræn ráðstefna þvagfæraskurðlækna í Reykjavík Búist er við fimmhundruð þvagfæraskurðlæknum og þvagfærahjúkrunarfræðingum á Hilton Nordica næstu helgi, 10-13 júní. 9.6.2009 14:20 Fá ekki upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag að mikil þrautarganga hefði verið að fá aðila á fundi viðskiptanefndar til þess að upplýsa um stöðu mála. Hann sagði meðal annars að í morgun hefðu aðilar á vegum Fjármálaeftirlitsins sagt á fundi að ekki væri ein einasta leið að upplýsa háttvirta þingmenn um hver staðan væri varðandi gömlu bankanna. 9.6.2009 13:58 Kona lést í eldsvoðanum á Kljáströnd Kona á níræðisaldri lést í bruna í sumarbústað á Kljáströnd skammt frá Grenvík í morgun. Slökkviliðinu í Grýtubakkahreppi barst tilkynning um eldinn um hálf níu leytið í morgun. Konan var ásamt eiginmanni sínum inni í bústaðnum þegar eldurinn kom upp en maðurinn var fluttur með brunasár á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. 9.6.2009 11:50 Reykvélin: Aftur reykur í sömu flugvél Flugvél frá Icelandair á leið til Bergen var snúið við í morgun vegna reyklyktar í farþegarými. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. 9.6.2009 11:36 Ofbeldisseggur í fjögurra mánaða fangelsi Tuttugu og þriggja ára gamall maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjvíkur í morgun. 9.6.2009 11:19 Íbúi heyrði fyrst af eldsvoðanum í fréttunum „Ég vaknaði upp við lætin. Síðan bölvaði ég í hljóði og hugsaði með mér af hverju menn gætu ekki bara farið að vinna klukkan átta eins og allir aðrir," segir íbúi í blokkinni við Einivelli sem kviknaði í snemma í morgun. Par var flutt með reykeitrun á sjúkrahús en íbúinn sem Vísir ræddi við bjó beint fyrir neðan þau. 9.6.2009 10:55 Þrír dæmdir dópsmyglarar handteknir í gær Fíkniefnalögreglan handtók í gær þrjá þekkta dópsmyglara í tengslum við rannsókn á gríðarlega umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hinir handteknu eru Sigurður Ólason, Rúnar Ben Maitsland og Ársæll Snorrason. 9.6.2009 10:25 Inflúensufaraldur: Annað tilfelli á Íslandi Sextugur karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur greinst með inflúensu A (H1N1) og er það annað tilfelli veikinnar sem staðfest er hér á landi. Hann er á batavegi. Fylgst er með fjölskyldu og fleirum sem viðkomandi hefur umgengist eftir heimkomuna en smit hjá öðrum hefur ekki verið staðfest. 9.6.2009 10:12 Setja fram aðgerðir vegna ástandsins í efnahagsmálum Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu um nauðsynlegar aðgerðir í ljósi alvarlegs ástands í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þingflokkurinn stendur allur að tillögunni. Í henni eru settar fram hugmyndir að lausnum og aðgerðum sem mikilvægt er að ráðist verið í hið allra fyrsta. Íslenska þjóðin upplifir nú samdrátt og atvinnuleysi og við þessu þarf að bregðast hratt. 9.6.2009 10:03 Einn á leið á slysadeild eftir bruna í sumarbústað Slökkviliðið á Akureyri var beðið um aðstoð frá Slökkviliðinu á Grenivík rétt fyrir klukkan 9:00 í morgun vegna bruna í sumarbústað á Kljáströnd. Samkvæmt slökkviliðinu á Akureyri er búið að slökkva eldinn en einn maður er á leið á slysadeild slasaður eftir brunann. 9.6.2009 09:15 Tveir ammoníaklekar í gær Kalla þurfti til lögreglu og slökkvilið í gærkvöldi vegna ammoníaksleka í Ísverksmiðjunni í Grundarfirði. Tveir menn sem voru að störfum í verksmiðjunni þegar lekans varð vart munu ekki hafa hlotið skaða af. 9.6.2009 07:10 Eldsvoði á Einivöllum - tveir með snert af reykeitrun Eldur kom upp í fjögurra herbergja íbúð á Einivöllum í Hafnarfirði. Tveir voru í íbúðinni og voru þeir fluttir á slysadeild með snert af reykeitrun. Að sögn slökkviliðs gekk slökkvistarfið vel en tilkynnt var um eldinn klukkan tuttugu mínútur yfir fimm og voru menn að ljúka störfum um sexleytið. 9.6.2009 06:19 Stjórnin beðin um útfærslur Aðilar vinnumarkaðarins ræddu í gær við stjórn og stjórnarandstöðu um það hvernig hægt væri að tryggja stöðugleika þrátt fyrir þær ögranir sem bíða þjóðarinnar í ríkisfjármálum. „Við kölluðum eftir því að þeir færu í gegnum þessar stærðir og leituðu leiða með okkur í öllum þessum málum,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, eftir fundinn. „Mér heyrðist á viðbrögðum að þeir hefðu hug á því.“ Hann segir ASÍ vilja fá að sjá útfærslu ráðuneytanna á því hvað eigi að gera í ríkisfjármálunum næstu ár til lengri og skemmri tíma. 9.6.2009 06:00 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór fram á það á Alþingi í gær að þjóðin fengi að greiða atkvæði um samninginn um Icesave-lánið. Þingmenn Borgarahreyfingar hafa áður lýst sömu skoðun. 9.6.2009 06:00 Vinsælasta grillkjötið Um tvö tonn af hrefnukjöti hafa selst í verslunum Krónunnar en það kom fyrst í búðir um mánaðamótin. „Þetta er alveg glæsilegt, salan er núna um þrisvar sinnum meiri en síðast,“ segir Ólafur Júlíusson, sölustjóri Krónunnar. 9.6.2009 06:00 Á móti erfðabreyttu byggi Náttúrulækningafélag Íslands leggst alfarið gegn því að fyrirtækinu Orf líftækni ehf. verði veitt leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi sem inniheldur lyfjaprótín. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Eins og fram hefur komið í fréttum stefnir Orf líftækni ehf. að því að hefja slíka ræktun í Gunnarsholti í sumar. 9.6.2009 06:00 Sömu kröfur gerðar til bankastjóranna Tveir voru metnir mjög vel hæfir í stöðu Seðlabankastjóra, Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson, en þrír voru metnir vel hæfir. Þeirra á meðal voru Yngvi Örn Kristinsson og Tryggvi Pálsson. Báðir sóttu þeir einnig um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra og voru metnir mjög vel hæfir til hennar. Sömu hæfniskröfur eru gerðar til seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. 9.6.2009 04:45 Hústökufólk á Fríkirkjuvegi 11 - myndir Um níuleytið í kvöld var lögreglan kölluð að Fríkirkjuvegi 11 þar sem hústökufólk hafði brotist inn. Um var að ræða rúmlega tuttugu manna hóp. 8.6.2009 22:48 Búið að rýma Fríkirkjuveg 11 Búið er að rýma Fríkirkjuveg 11 en um 25 manna hópur fólks braust þar inn fyrr í kvöld. 8.6.2009 22:17 Ammoníaksleki í ísverksmiðju Grundarfirði Kalla þurfti til Lögreglu og Slökkvilið í kvöld vegna ammoníaksleka í Ísverksmiðjunni í Grundarfirði. Tveir menn sem voru að störfum í verksmiðjunni þegar lekans var vart munu ekki hafa hlotið skaða af. 8.6.2009 23:53 Segja Vinstri Græna senda flugumenn á mótmæli Á vef Frjálslynda flokksins er því haldið fram að Vinstri Grænir hafi verið með útsendara á mótmælunum sem áttu sér stað á Austurvelli í dag. Þeir hafi ekki verið þar til að mótmæla Icesave samkomulaginu, heldur til að hrópa kaldhæðnislegar athugasemdir. 8.6.2009 21:26 Búið að stöðva ammóníakleka á Grenivík Slökkviliðsmönnum frá Akureyri hefur tekist að stöðva ammoníakleka sem kom upp í togaranum Frosta sem liggur við bryggju á Grenivík, að því er fram kemur á fréttavefnum Akureyri.net. 8.6.2009 21:01 Utanríkisráðherrar norðurlandana hittast á morgun Utanríkisráðherrar Norðurlandanna funda í Reykjavík á morgun, að því er fram kemur í frétt á vef Utanríkisráðuneytisins 8.6.2009 20:47 Fáni við breska sendiráðið skorinn niður Breski fáninn sem blaktir vanalega að húni við Breska sendiráðið var skorinn niður í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. 8.6.2009 19:39 Vill að Samkeppniseftirlitið kanni hækkanir olíufélaga í lok maí Olíufélögin hafa í tæpar tvær vikur ofrukkað viðskiptavini sína um milljónir króna. Þau lækkuðu verðið í dag og ætla að minnsta kosti tvö þeirra að endurgreiða það sem var oftekið. Framkvæmdastjóri FÍB ætlar óska eftir því að Samkeppniseftirlitið rannsaki hækkanir olíufélaganna í lok maí. 8.6.2009 18:50 Versti samningur sem íslensk ríkisstjórn hefur hugleitt að skrifa undir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins var harðorður í umræðum um Icesavesamningana á Alþingi fyrr í dag. Hann sagði að annaðhvort hefðum við ríkisstjórn sem áttaði sig ekki á grundvallaratriðum í efnahagsmálum eða þá ríkisstjórn sem væri vísvitandi að blekkja þingið. 8.6.2009 16:57 N1 harmar oftekinn bensínskatt - gróði fer í góðgerðarmál N1 harmar oftekinn bensínskatt samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu frá sér. Þar kemur fram að þeir hafi lækkað bensínið um 12.5 krónur. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að oftekinn upphæð muni renna til góðgerðarmála. 8.6.2009 16:36 Skriflegt samkomulag um Icesave í október Steingrímur J. Sigfússon flutti munnlega skýrslu varðandi Icesave-samningana á Alþingi fyrir stundu. Þar fór hann yfir aðdraganda Icesave reikninganna og sagði vandasamt að finna upphafspunktinn í því máli. 8.6.2009 16:04 Brotist inn í Fríkirkjuveg 11 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning þess efnis nú í kvöld að um 20 manns höfðu brotið sér leið inn í Fríkirkjuveg 11. Lögreglan er mætt að svæðið. 8.6.2009 21:16 Róleg stemning á Fríkirkjuvegi Að sögn Lögreglu er róleg stemning við Fríkirkjuveg þar sem að 20-25 manns brutust inn um níuleytið í kvöld. Enginn hefur verið handtekinn. 8.6.2009 21:52 Mótmælendum fækkar - kveikt á neyðarblysum Alls voru fimm mótmælendur handteknir og færðir á lögreglustöðina á Austurvelli fyrr í dag. Þeim var gefið að sök að hafa óhlýðnast skipunum lögreglunnar. 8.6.2009 16:14 SAS-farþegar til Osló Farþegar sem voru með flugvél SAS sem þurfti að lenda í Bergen vegna bilunar í hreyfli, eru komnir til Osló með öðru flugi, samkvæmt Bryndísi Torfadóttur, framkvæmdastjóra SAS hér á landi. 8.6.2009 16:05 Mótmælendur handteknir - flugeld kastað að lögreglu Lögreglan er búinn að handtaka nokkrar aðila á Austurvelli samkvæmt Agli Bjarnasyni, yfirlögregluþjóns sem er með yfirumsjón með laðgerðum á Austurvelli. 8.6.2009 15:51 Indefence hópurinn: Bretar beittu okkur þrýstingi í Icesavesamningum Átta meðlimir hins svokallað Indefence hóps áttu fund með Svavari Gestssyni sem fór fyrir Icesave samninganefndinni í morgun. Ólafur Elíasson einn af meðlimum hópsins segir að eftir fundinn hafi þeir endanlega sannfærst um að samningarnir séu afar slæmir og það sé algjörlega óhugsandi að þingmenn geti með samvisku sinni skrifað undir fyrirliggjandi samkomulag. Hann segist hafa fengið það staðfest hjá einum af æðstu embættismönnum þjóðarinnar að Bretar hafi beitt okkur alþjóðlegum þrýstingi í samningaviðræðunum. 8.6.2009 15:11 100 á Icesave-mótmælum Hundrað manns eru mættir á Austurvöll til þess að mótmæla Icesave-samkomulaginu sem var undirritað á miðnætti aðfaranótti laugardags. 8.6.2009 14:50 Flugvél frá Íslandi nauðlenti í Bergen Farþegaþota frá SAS sem er að fljúga frá Reykjavík til Osló nauðlenti í Flesland í Bergen vegna bilunar í hreyfli. 8.6.2009 14:29 Lýðvarpið: Mótmæli í beinni Lýðvarpið FM100.5 sendir út frá Austurvelli klukkan þrjú í dag. Í tikynningu frá Lýðarpinu segir að Steingrímur J Sigfússon sé lifandi dæmi um svikin kosningaloforð. Það og fleira verður til umræðu í sérstakri útsendingu Lýðvarpsins sem verður útvarpað beint frá mótmælunum um klukkan þrjú í dag. 8.6.2009 13:54 N1 bíður átekta - Olís lækkar Hermann Guðmundsson forstjóri N1 segist bíða eftir svari frá fjármálaráðuneytinu varðandi vörugjaldshækkunina en Skeljungur tilkynnti um 12,5 króna lækkun á eldsneyti fyrr í dag. Framkvæmdarstjóri vörustýringarsviðs hjá Olís segir að bensín hjá þeim muni lækka um sömu krónutölu í dag. 8.6.2009 13:35 Hnífstunguárás: Maður áður dæmdur fyrir morðtilraun Meintur hnífstungumaður sem var handtekinn á Akureyri á föstudagskvöldinu heitir Hans Alfreð Kristjánsson og var dæmdur fyrir morðtilraun en hann var sýknaður af íkveikju á Húsavík árið 2006. 8.6.2009 13:34 Flugeldadólgar héldu vöku fyrir þingkonu og syni Lögreglan fékk tilkynningu um klukkan fimm í morgun um að óprúttnir aðilar hefðu kveikt í skottertu. Fjölmargir vöknuðu við herlegheitin og meðal annars þingkona Borgarahreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir. 8.6.2009 12:08 12 þúsund mótmæla Icesave samningum á Facebook Tæplega tólf þúsund manns hafa skráð sig í hóp á samskiptavefnum Facebook gegn Icesave samkomulaginu en hópurinn var stofnaður á föstudag. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mun flytja munnlega skýrslu um samkomulagið á Alþingi í dag en á sama tíma hefur verið boðað til mótmælastöðu við Alþingishúsið. 8.6.2009 11:59 Skeljungur viðurkennir mistök - lækka bensín um 12,5 krónur tímabundið Endanleg tollafgreiðsla bensíns leiddi í ljós að hækkun þann 29. maí sl. var ótímabær. Í ljósi mistakanna verður bensínverð lækkað í dag hjá Skeljungi um 12,5 krónur. Bensínverð mun hækka síðar í mánuðinum þegar tollabreyting kemur til framkvæmda. 8.6.2009 11:56 Lýst eftir þykkum rauðhærðum manni frá Þorlákshöfn Lögreglan á Selfossi rannsakar líkamsárás sem átti sér stað þann 22. mars. Þá á maður að hafa ráðist á unga stúlku með þeim hætti að hann tók hana á loft og skellti á bakið í götuna. 8.6.2009 11:54 Sjá næstu 50 fréttir
Tveir í gæsluvarðhald - fimm handteknir Tveir karlmenn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. júní næstkomandi, grunaðir um aðild að skipulagningu á innflutningi á fíkniefnum til landsins auk peningaþvættis. 9.6.2009 14:40
Vill að kröfuhafar bankanna taki við rekstri þeirra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði á Alþingi í dag að hann teldi best að kröfuhafar bankanna, sem í raun eiga bankanna, taki við rekstri þeirra. Þetta sagði hann eftir fyrirspurn frá nafna sínum Erni Rúnarssyni í fyrirspurnartíma. Sigmundur Ernir spurði formann Framsóknarflokksins hvaða lærdóm hann hefði af einkavæðingu bankanna og hvernig hann sæi fyrir sér eignarhald á nýju ríkisbönkunum. 9.6.2009 14:22
Norræn ráðstefna þvagfæraskurðlækna í Reykjavík Búist er við fimmhundruð þvagfæraskurðlæknum og þvagfærahjúkrunarfræðingum á Hilton Nordica næstu helgi, 10-13 júní. 9.6.2009 14:20
Fá ekki upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag að mikil þrautarganga hefði verið að fá aðila á fundi viðskiptanefndar til þess að upplýsa um stöðu mála. Hann sagði meðal annars að í morgun hefðu aðilar á vegum Fjármálaeftirlitsins sagt á fundi að ekki væri ein einasta leið að upplýsa háttvirta þingmenn um hver staðan væri varðandi gömlu bankanna. 9.6.2009 13:58
Kona lést í eldsvoðanum á Kljáströnd Kona á níræðisaldri lést í bruna í sumarbústað á Kljáströnd skammt frá Grenvík í morgun. Slökkviliðinu í Grýtubakkahreppi barst tilkynning um eldinn um hálf níu leytið í morgun. Konan var ásamt eiginmanni sínum inni í bústaðnum þegar eldurinn kom upp en maðurinn var fluttur með brunasár á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. 9.6.2009 11:50
Reykvélin: Aftur reykur í sömu flugvél Flugvél frá Icelandair á leið til Bergen var snúið við í morgun vegna reyklyktar í farþegarými. Að sögn Guðjóns Arngrímssonar, upplýsingafulltrúa Icelandair. 9.6.2009 11:36
Ofbeldisseggur í fjögurra mánaða fangelsi Tuttugu og þriggja ára gamall maður var dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjvíkur í morgun. 9.6.2009 11:19
Íbúi heyrði fyrst af eldsvoðanum í fréttunum „Ég vaknaði upp við lætin. Síðan bölvaði ég í hljóði og hugsaði með mér af hverju menn gætu ekki bara farið að vinna klukkan átta eins og allir aðrir," segir íbúi í blokkinni við Einivelli sem kviknaði í snemma í morgun. Par var flutt með reykeitrun á sjúkrahús en íbúinn sem Vísir ræddi við bjó beint fyrir neðan þau. 9.6.2009 10:55
Þrír dæmdir dópsmyglarar handteknir í gær Fíkniefnalögreglan handtók í gær þrjá þekkta dópsmyglara í tengslum við rannsókn á gríðarlega umfangsmiklu fíkniefnamáli. Hinir handteknu eru Sigurður Ólason, Rúnar Ben Maitsland og Ársæll Snorrason. 9.6.2009 10:25
Inflúensufaraldur: Annað tilfelli á Íslandi Sextugur karlmaður á höfuðborgarsvæðinu hefur greinst með inflúensu A (H1N1) og er það annað tilfelli veikinnar sem staðfest er hér á landi. Hann er á batavegi. Fylgst er með fjölskyldu og fleirum sem viðkomandi hefur umgengist eftir heimkomuna en smit hjá öðrum hefur ekki verið staðfest. 9.6.2009 10:12
Setja fram aðgerðir vegna ástandsins í efnahagsmálum Þingflokkur sjálfstæðismanna hefur lagt fram þingsályktunartillögu um nauðsynlegar aðgerðir í ljósi alvarlegs ástands í efnahagsmálum þjóðarinnar. Þingflokkurinn stendur allur að tillögunni. Í henni eru settar fram hugmyndir að lausnum og aðgerðum sem mikilvægt er að ráðist verið í hið allra fyrsta. Íslenska þjóðin upplifir nú samdrátt og atvinnuleysi og við þessu þarf að bregðast hratt. 9.6.2009 10:03
Einn á leið á slysadeild eftir bruna í sumarbústað Slökkviliðið á Akureyri var beðið um aðstoð frá Slökkviliðinu á Grenivík rétt fyrir klukkan 9:00 í morgun vegna bruna í sumarbústað á Kljáströnd. Samkvæmt slökkviliðinu á Akureyri er búið að slökkva eldinn en einn maður er á leið á slysadeild slasaður eftir brunann. 9.6.2009 09:15
Tveir ammoníaklekar í gær Kalla þurfti til lögreglu og slökkvilið í gærkvöldi vegna ammoníaksleka í Ísverksmiðjunni í Grundarfirði. Tveir menn sem voru að störfum í verksmiðjunni þegar lekans varð vart munu ekki hafa hlotið skaða af. 9.6.2009 07:10
Eldsvoði á Einivöllum - tveir með snert af reykeitrun Eldur kom upp í fjögurra herbergja íbúð á Einivöllum í Hafnarfirði. Tveir voru í íbúðinni og voru þeir fluttir á slysadeild með snert af reykeitrun. Að sögn slökkviliðs gekk slökkvistarfið vel en tilkynnt var um eldinn klukkan tuttugu mínútur yfir fimm og voru menn að ljúka störfum um sexleytið. 9.6.2009 06:19
Stjórnin beðin um útfærslur Aðilar vinnumarkaðarins ræddu í gær við stjórn og stjórnarandstöðu um það hvernig hægt væri að tryggja stöðugleika þrátt fyrir þær ögranir sem bíða þjóðarinnar í ríkisfjármálum. „Við kölluðum eftir því að þeir færu í gegnum þessar stærðir og leituðu leiða með okkur í öllum þessum málum,“ sagði Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, eftir fundinn. „Mér heyrðist á viðbrögðum að þeir hefðu hug á því.“ Hann segir ASÍ vilja fá að sjá útfærslu ráðuneytanna á því hvað eigi að gera í ríkisfjármálunum næstu ár til lengri og skemmri tíma. 9.6.2009 06:00
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, fór fram á það á Alþingi í gær að þjóðin fengi að greiða atkvæði um samninginn um Icesave-lánið. Þingmenn Borgarahreyfingar hafa áður lýst sömu skoðun. 9.6.2009 06:00
Vinsælasta grillkjötið Um tvö tonn af hrefnukjöti hafa selst í verslunum Krónunnar en það kom fyrst í búðir um mánaðamótin. „Þetta er alveg glæsilegt, salan er núna um þrisvar sinnum meiri en síðast,“ segir Ólafur Júlíusson, sölustjóri Krónunnar. 9.6.2009 06:00
Á móti erfðabreyttu byggi Náttúrulækningafélag Íslands leggst alfarið gegn því að fyrirtækinu Orf líftækni ehf. verði veitt leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi sem inniheldur lyfjaprótín. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá félaginu. Eins og fram hefur komið í fréttum stefnir Orf líftækni ehf. að því að hefja slíka ræktun í Gunnarsholti í sumar. 9.6.2009 06:00
Sömu kröfur gerðar til bankastjóranna Tveir voru metnir mjög vel hæfir í stöðu Seðlabankastjóra, Már Guðmundsson og Arnór Sighvatsson, en þrír voru metnir vel hæfir. Þeirra á meðal voru Yngvi Örn Kristinsson og Tryggvi Pálsson. Báðir sóttu þeir einnig um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra og voru metnir mjög vel hæfir til hennar. Sömu hæfniskröfur eru gerðar til seðlabankastjóra og aðstoðarseðlabankastjóra. 9.6.2009 04:45
Hústökufólk á Fríkirkjuvegi 11 - myndir Um níuleytið í kvöld var lögreglan kölluð að Fríkirkjuvegi 11 þar sem hústökufólk hafði brotist inn. Um var að ræða rúmlega tuttugu manna hóp. 8.6.2009 22:48
Búið að rýma Fríkirkjuveg 11 Búið er að rýma Fríkirkjuveg 11 en um 25 manna hópur fólks braust þar inn fyrr í kvöld. 8.6.2009 22:17
Ammoníaksleki í ísverksmiðju Grundarfirði Kalla þurfti til Lögreglu og Slökkvilið í kvöld vegna ammoníaksleka í Ísverksmiðjunni í Grundarfirði. Tveir menn sem voru að störfum í verksmiðjunni þegar lekans var vart munu ekki hafa hlotið skaða af. 8.6.2009 23:53
Segja Vinstri Græna senda flugumenn á mótmæli Á vef Frjálslynda flokksins er því haldið fram að Vinstri Grænir hafi verið með útsendara á mótmælunum sem áttu sér stað á Austurvelli í dag. Þeir hafi ekki verið þar til að mótmæla Icesave samkomulaginu, heldur til að hrópa kaldhæðnislegar athugasemdir. 8.6.2009 21:26
Búið að stöðva ammóníakleka á Grenivík Slökkviliðsmönnum frá Akureyri hefur tekist að stöðva ammoníakleka sem kom upp í togaranum Frosta sem liggur við bryggju á Grenivík, að því er fram kemur á fréttavefnum Akureyri.net. 8.6.2009 21:01
Utanríkisráðherrar norðurlandana hittast á morgun Utanríkisráðherrar Norðurlandanna funda í Reykjavík á morgun, að því er fram kemur í frétt á vef Utanríkisráðuneytisins 8.6.2009 20:47
Fáni við breska sendiráðið skorinn niður Breski fáninn sem blaktir vanalega að húni við Breska sendiráðið var skorinn niður í dag samkvæmt heimildum fréttastofu. 8.6.2009 19:39
Vill að Samkeppniseftirlitið kanni hækkanir olíufélaga í lok maí Olíufélögin hafa í tæpar tvær vikur ofrukkað viðskiptavini sína um milljónir króna. Þau lækkuðu verðið í dag og ætla að minnsta kosti tvö þeirra að endurgreiða það sem var oftekið. Framkvæmdastjóri FÍB ætlar óska eftir því að Samkeppniseftirlitið rannsaki hækkanir olíufélaganna í lok maí. 8.6.2009 18:50
Versti samningur sem íslensk ríkisstjórn hefur hugleitt að skrifa undir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins var harðorður í umræðum um Icesavesamningana á Alþingi fyrr í dag. Hann sagði að annaðhvort hefðum við ríkisstjórn sem áttaði sig ekki á grundvallaratriðum í efnahagsmálum eða þá ríkisstjórn sem væri vísvitandi að blekkja þingið. 8.6.2009 16:57
N1 harmar oftekinn bensínskatt - gróði fer í góðgerðarmál N1 harmar oftekinn bensínskatt samkvæmt tilkynningu sem þeir sendu frá sér. Þar kemur fram að þeir hafi lækkað bensínið um 12.5 krónur. Þá segir ennfremur í tilkynningunni að oftekinn upphæð muni renna til góðgerðarmála. 8.6.2009 16:36
Skriflegt samkomulag um Icesave í október Steingrímur J. Sigfússon flutti munnlega skýrslu varðandi Icesave-samningana á Alþingi fyrir stundu. Þar fór hann yfir aðdraganda Icesave reikninganna og sagði vandasamt að finna upphafspunktinn í því máli. 8.6.2009 16:04
Brotist inn í Fríkirkjuveg 11 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning þess efnis nú í kvöld að um 20 manns höfðu brotið sér leið inn í Fríkirkjuveg 11. Lögreglan er mætt að svæðið. 8.6.2009 21:16
Róleg stemning á Fríkirkjuvegi Að sögn Lögreglu er róleg stemning við Fríkirkjuveg þar sem að 20-25 manns brutust inn um níuleytið í kvöld. Enginn hefur verið handtekinn. 8.6.2009 21:52
Mótmælendum fækkar - kveikt á neyðarblysum Alls voru fimm mótmælendur handteknir og færðir á lögreglustöðina á Austurvelli fyrr í dag. Þeim var gefið að sök að hafa óhlýðnast skipunum lögreglunnar. 8.6.2009 16:14
SAS-farþegar til Osló Farþegar sem voru með flugvél SAS sem þurfti að lenda í Bergen vegna bilunar í hreyfli, eru komnir til Osló með öðru flugi, samkvæmt Bryndísi Torfadóttur, framkvæmdastjóra SAS hér á landi. 8.6.2009 16:05
Mótmælendur handteknir - flugeld kastað að lögreglu Lögreglan er búinn að handtaka nokkrar aðila á Austurvelli samkvæmt Agli Bjarnasyni, yfirlögregluþjóns sem er með yfirumsjón með laðgerðum á Austurvelli. 8.6.2009 15:51
Indefence hópurinn: Bretar beittu okkur þrýstingi í Icesavesamningum Átta meðlimir hins svokallað Indefence hóps áttu fund með Svavari Gestssyni sem fór fyrir Icesave samninganefndinni í morgun. Ólafur Elíasson einn af meðlimum hópsins segir að eftir fundinn hafi þeir endanlega sannfærst um að samningarnir séu afar slæmir og það sé algjörlega óhugsandi að þingmenn geti með samvisku sinni skrifað undir fyrirliggjandi samkomulag. Hann segist hafa fengið það staðfest hjá einum af æðstu embættismönnum þjóðarinnar að Bretar hafi beitt okkur alþjóðlegum þrýstingi í samningaviðræðunum. 8.6.2009 15:11
100 á Icesave-mótmælum Hundrað manns eru mættir á Austurvöll til þess að mótmæla Icesave-samkomulaginu sem var undirritað á miðnætti aðfaranótti laugardags. 8.6.2009 14:50
Flugvél frá Íslandi nauðlenti í Bergen Farþegaþota frá SAS sem er að fljúga frá Reykjavík til Osló nauðlenti í Flesland í Bergen vegna bilunar í hreyfli. 8.6.2009 14:29
Lýðvarpið: Mótmæli í beinni Lýðvarpið FM100.5 sendir út frá Austurvelli klukkan þrjú í dag. Í tikynningu frá Lýðarpinu segir að Steingrímur J Sigfússon sé lifandi dæmi um svikin kosningaloforð. Það og fleira verður til umræðu í sérstakri útsendingu Lýðvarpsins sem verður útvarpað beint frá mótmælunum um klukkan þrjú í dag. 8.6.2009 13:54
N1 bíður átekta - Olís lækkar Hermann Guðmundsson forstjóri N1 segist bíða eftir svari frá fjármálaráðuneytinu varðandi vörugjaldshækkunina en Skeljungur tilkynnti um 12,5 króna lækkun á eldsneyti fyrr í dag. Framkvæmdarstjóri vörustýringarsviðs hjá Olís segir að bensín hjá þeim muni lækka um sömu krónutölu í dag. 8.6.2009 13:35
Hnífstunguárás: Maður áður dæmdur fyrir morðtilraun Meintur hnífstungumaður sem var handtekinn á Akureyri á föstudagskvöldinu heitir Hans Alfreð Kristjánsson og var dæmdur fyrir morðtilraun en hann var sýknaður af íkveikju á Húsavík árið 2006. 8.6.2009 13:34
Flugeldadólgar héldu vöku fyrir þingkonu og syni Lögreglan fékk tilkynningu um klukkan fimm í morgun um að óprúttnir aðilar hefðu kveikt í skottertu. Fjölmargir vöknuðu við herlegheitin og meðal annars þingkona Borgarahreyfingarinnar, Birgitta Jónsdóttir. 8.6.2009 12:08
12 þúsund mótmæla Icesave samningum á Facebook Tæplega tólf þúsund manns hafa skráð sig í hóp á samskiptavefnum Facebook gegn Icesave samkomulaginu en hópurinn var stofnaður á föstudag. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mun flytja munnlega skýrslu um samkomulagið á Alþingi í dag en á sama tíma hefur verið boðað til mótmælastöðu við Alþingishúsið. 8.6.2009 11:59
Skeljungur viðurkennir mistök - lækka bensín um 12,5 krónur tímabundið Endanleg tollafgreiðsla bensíns leiddi í ljós að hækkun þann 29. maí sl. var ótímabær. Í ljósi mistakanna verður bensínverð lækkað í dag hjá Skeljungi um 12,5 krónur. Bensínverð mun hækka síðar í mánuðinum þegar tollabreyting kemur til framkvæmda. 8.6.2009 11:56
Lýst eftir þykkum rauðhærðum manni frá Þorlákshöfn Lögreglan á Selfossi rannsakar líkamsárás sem átti sér stað þann 22. mars. Þá á maður að hafa ráðist á unga stúlku með þeim hætti að hann tók hana á loft og skellti á bakið í götuna. 8.6.2009 11:54