Innlent

Hnífstunguárás: Maður áður dæmdur fyrir morðtilraun

Óhugnanlegur glæpavettvangur.
Óhugnanlegur glæpavettvangur.

Meintur hnífstungumaður sem var handtekinn á Akureyri á föstudagskvöldinu heitir Hans Alfreð Kristjánsson og var dæmdur fyrir morðtilraun á Húsavík árið 2006.

Hans Alfreð var handtekinn á föstudaginn eftir að vegfarendur höfðu tilkynnt til lögreglu um alblóðugan mann á Hafnarstrætinu en hann hafði verið stungin ofarlega í líkamann.

Lögreglan mætti á vettvang en með þeim var sérsveitarmaður. Þeir fundu Hans Alfreð ásamt konu á sextugsaldri í íbúð í húsi þar sem fórnalambið hafði gengið út alblóðugt.

Hans Alfreð og konan voru handtekinn en ekki reyndist unnt að yfirheyra þau vegna ölvunarástands sama kvöld.

Hans var á reynslulausn þegar hann stakk manninn, sem var á sextugsaldri.

Það var árið 2006 sem Hans Alfreð, sem er á fimmtugsaldri, var handtekinn eftir að hafa stungið konu í bakið.

Þá var hann líka ákærður fyrir að hafa reynt að stinga mann sem hún var með, láta undir höfuð leggjast að bjarga þeim úr brennandi húsinu, ógna lögreglu með hnífi og hella bensíni yfir sömu konu með það að augnamiði að kveikja í henni. Hann var sýknaður af því öllu.

Síðast var hann dæmdur fyrir að vera með lítilræði af fíkniefnum á sér á skemmtistaðnum Amor á Akureyri.

Maðurinn hefur hafið afplánun þar sem hann rauf skilorð með hnífstungunni.

Sá sem var stungin er á batavegi en hann særðist ekki lífshættulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×