Fleiri fréttir

Stjórnarskrárfrumvarp úr nefnd í andstöðu við minnihluta

Frumvarp um breytingar á stjórnarskránni sem tekist hefur verið á um í sérnefnd um stjórnarskrármál undanfarið, hefur verið afgreitt úr nefndinni. Björn Bjarnason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kvaddi sér hljóðs á þingi í dag og sagði að ekki hafi verið fullreynt um að ná samkomulagi innan nefndarinnar.

Tölvuóværa lætur á sér kræla í dag

Þriðja afbrigðið af tölvuóværunni Conficker C, eða Downadup, vaknar til lífsins að hluta til í dag 1. apríl en hún lamar vírusvarnir og uppfærslur á vélum eftir sýkingu. Dæmi eru um að fyrirtæki hér á landi hafi lenti í vandræðum vegna Conficker óværunnar.

Opnaði sumarvef ÍTR

Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri opnaði sumarvef ÍTR í Ráðhúsi Reykjavíkur í morgun.

Enn finnst kannabis - 220 plöntur í Hafnarfirði

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í húsi í Hafnarfirði í nótt. Í tilkynningu segir að við húsleit hafi fundist um 220 kannabisplöntur á ýmsum stigum ræktunar.

Röskva boðar til setuverkfalls

„Það sem við leggjum til er að Háskólinn taki aftur upp sumarannir," segir Rösvkuliðinn og lögfræðineminn Sigurður Kári Árnason, sem hvetur nema til þess að' fjölmenna fyrir utan skrifstofu háskólarektors á morgun. Tilgangurinn er að fá uppteknar sumarannir í Háskóla Íslands þannig þeir tíu þúsund nemar sem eru í fullu námi og á námslánum geti iðkað nám sitt í stað þess að fara út á dauflegan atvinnumarkaðinn.

AGS gerir ekki athugasemdir við áherslubreytingar ríkisstjórnar

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn gerir ekki athugasemdir við áherslubreytingar nýrrar ríkisstjórnar, meðan hún heldur sig innan ramma samkomulags stjórnvalda við sjóðinn. Þetta sagði fjármálaráðherra á fundi fjárlaganefndar í morgun. Ingimar Karl Helgason.

Breyting á lögum um sérstakan saksóknara tekur gildi í dag

Breyting á lögum um embætti sérstaks saksóknara tekur gildi í dag, 1. apríl. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að með lögunum eru heimildir embættisins til þess að kalla eftir upplýsingum og gögnum gerðar ótvíræðar.

31 sagt upp hjá B&L og IH

Bílaumboðin B&L og Ingvar Helgason sögðu upp 31 starfsmanni hjá þeim í gær en uppsagnirnar koma í kjölfar flutnings umboðanna niður í Sævarhöfða þar sem sölurnar hafa nú aðsetur.

Steingrímur J. viðurkennir óheppilegt orðalag í Icesave málinu

Steingrímur J. Sigfússon segir engin áform um einkavæðingu bankanna. „Og alls ekki með sama hætti og árið 2002. Sú hörmungarsaga verður ekki endurtekin." Þetta sagði Steingrímur í svari við fyrirspurn sjálfstæðismanna á opnum fundi í fjárlaganefnd nú rétt í þessu. Steingrímur vék einnig að Icesave málinu og viðurkenndi óheppilegt orðalag þegar hann sagði von á glæsilegri niðurstöðu í málinu.

Ungmenni ákærð fyrir að ræna leigubílstjóra og skera mann

Tveir piltar hafa verið ákærðir fyrir að ræna leigubílstjóra í júlí á síðasta ári. Piltarnir eru sautján og átján ára gamir. Þeir slógu leigubílstjórann ítrekað í andlitið auk þess sem lögðu hníf að hálsi hans og hótuðu að drepa hann. Höfðu þeir þúsund krónur upp úr krafsinu auk farsíma leigubílstjórans.

Kynna nýjan bjór í Kringlunni í dag

Bjórframleiðandinn nIcebrew hefur samið við Bruggsmiðjuna, sem framleiðir hina sívinsælu bjórtegund Kalda, um að Bruggsmiðjan sjái um að markaðssetja á íslenskum markaði tvær bjórtegundir sem nIcebrew hefur

Hópnauðgun kærð til lögreglunnar

Fjórir karlmenn af erlendu bergi brotnu hafa verið kærðir fyrir að nauðga tvítugri stúlku aðfaranótt laugardags. Fulltrúi kynferðisbrotadeildarinnar, Svanhvít Ingólfsdóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Óttast pólitískan leik með stjórnarskrána

Ragnhildur Helgadóttir, lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík, segist telja að breið samstaða verði að vera um breytingar á stjórnarskránni eigi þær að ganga í gegn. Þetta kemur fram í umsögn sem Ragnhildur sendi sérnefnd um stjórnarskrármál vegna stjórnskipunarfrumvarpsins sem liggur fyrir nefndinni.

Slasaðist alvarlega í átökum

Karlmaður á sextugsaldri meiddist alvarlega í andliti í átökum í heimahúsi á Akureyri í gærkvöldi. Hann var þar ásamt manni á svipuðu reki og var vín haft um hönd. Þeim sinnaðist með þessum afleiðingum, en hinum slasaða tókst að hringja í lögreglu.

Gjaldeyrisfrumvarpið samþykkt um miðnætti í gær

Frumvarp til laga, sem miða að því að útflytjendur komist ekki hjá skilaskyldu á gjaldeyri, varð að lögum undir miðnætti í gærkvöldi. Það var samþykkt með 31 atkvæði Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og Framsóknarflokks, en þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Kveiktu í hópferðabíl í Eyjum

Tveir ungir menn voru handteknir í Vestmannaeyjum undir morgun, grunaðir um að hafa kveikt í hópferðabíl, sem gjöreyðilagðist í eldinum, og var rétt kviknað í húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja í leiðinni.

Björgunarsveitarmaður nær ekinn niður

Minnstu munaði að ekið yrði á björgunarsveitarmann frá Hveragerði, sem var að aðstoða ökumann í vanda á Hellisheiði síðdegis í gær. Í sunnlendingi.is er haft eftir félaga mannsins að hann hafi í raun verið mjög heppinn að verða ekki fyrir bíl, sem kom aðvífandi þegar bjrögunarmenn voru að koma öðrum bíl upp á veginn.

Fjögur umferðaróhöpp í gærkvöldi

Allir sluppu ómeiddir úr fjórum umferðaróhöppum sem urðu suðvestanlands í gærkvöldi þegar víða varð mjög hált í slyddu og krapa. Fjórir sluppu þegar bíll valt út af Biskupstungnabraut um kvöldmatarleytið.

Segja hótanir hafa stöðvað frumvarp

Þingmenn Sjálfstæðisflokks komu í gær í veg fyrir að frumvarp um stjórnarskrárbreytingar yrði afgreitt úr nefnd í gærkvöldi eins og til stóð. Þeir hótuðu að koma í veg fyrir að frumvarp sem ætlað var að stoppa í götin á gjaldeyrishöftunum yrði afgreitt úr þinginu fyrir morgun.

Sólkerfið í miðbænum

Sólarhrings-vefvarp, uppsetning líkans af sólkerfinu í miðbæ Reykjavíkur og stjörnuskoðunarkvöld er meðal þess sem stjörnuáhugafólk hefur um að velja í tengslum við verkefnið 100 stundir af stjörnufræði, sem stendur yfir frá 2. til 5. apríl næstkomandi.

Galdeyrishöftin hert

Hert gjaldeyrishöft voru samþykkt rétt fyrir miðnætti á Alþingi. Sjálfstæðismenn sátu hjá. Frumvarpinu var dreift í dag og fjallaði um að koma böndum á gjaldeyrisleka sem fjármálaráðherra taldi veikja krónuna.

Sjálfstæðimenn sitja hjá - Framsókn með

Frumvarp um aukin gjaldeyrishöft verða að öllum líkindum samþykkt síðar í kvöld, eða í nótt. Umræða hófst um málið klukkan tíu í kvöld eftir að forseti Alþingis hafði frestað fundum nokkrum sinnum.

Eimskip tapaði sex milljörðum á þremur mánuðum

Eimskip tapaði sex og hálfum milljarði frá nóvember fram í janúarlok eða fjörtíu milljónum evra samkvæmt nýlegu uppgjöri sem félagið sendi frá sér nú í kvöld. Félagið tapaði litlu minna fyrir ári síðan, eða rétt tæpum 39 milljónum evra.

Baldur Þórhallsson: Á framboðslista Samfylkingarinnar

Stjórnmálaprófessorinn Baldur Þórhallsson mun taka sjötta sætið á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður samkvæmt fullyrðingum fréttamannsins Sigurjóns M. Egilssonar sem bloggar á eyjunni.

Bílvelta í Árborg

Umferðaróhapp var við Biskupstungnabraut í Árborg þegar fólksbíll fór út af veginum og valt. Fjórir voru í bílnum en engum varð meint af að sögn varðstjóra lögreglunnar

Brutu ekki lög

„Viðbrögð okkar eru hin sömu og þegar lögin voru sett í desember. Við styðjum það ef það þarf til að styrkja gengið og ná hér niður vöxtum og verðbólgu, að setja svona höft á um skamman tíma, þá verði það gert,“ segir Friðrik J. Arngrímsson um frumvarp ríkisstjórnarinnar heft gjaldeyrishöft.

Skólameistari vissi um barnaklámsrannsókn

Skólameistari Menntaskólans í Kópavogi var kunnugt um að lögregla rannsakaði kennara við skólann fyrir að hafa mikið magn barnakláms í sinni vörslu. Þrátt fyrir tilmæli yfirvalda til skólameistarans um að rétt væri að endurskoða starfsvettvang kennarans var ekkert aðhafst og hélt kennarinn áfram að kenna nemendum skólans.

Öryrkjar og útrásavíkingar í skattarannsókn

Öryrkjar og útrásarvíkingar eru meðal þeirra sem skatturinn rannsakar nú vegna gruns um að hafa komið sér undan því að greiða skatt með því að nota erlend greiðslukort.

Gjaldeyrisfrumvarpi vísað til efnahags- og skattanefndar

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti fyrir frumvarpi ríkisstjórnarinnar um aukin gjaldeyrishöft þegar að þingfundur hófst á nýjan leik klukkan hálfsjö. Hann sagði að væri að ræða afar mikilvægar og óumflýjanlegar ráðstafanir að hálfu stjórnvalda. Núverandi ástand væri óviðunandi.

Banna útflutningsviðskipti í krónum

Fram til 30. nóvember 2010 verður viðskiptaverð vöru skráð í erlendum gjaldmiðli á útflutningsskýrslu nái frumvarp ríkisstjórnarinnar um breytingar á tollalögum og lögum um gjaldeyrismál fram að ganga. Samkvæmt því verða útflutningsviðskipti í krónum bönnuð. Frumvarpinu er ætlað að tryggja að markmiði um styrkingu gengis íslensku krónunnar verði betur náð.

Framboðslistar Samfylkingarinnar samþykktir

Framboðslistar Samfylkingarinnar í Reykjavík norður og suður voru samþykktir í kvöld. Það var fulltrúaráð Samfylkingarinnar sem samþykktu þá á Grand Hótel í kvöld. Ranghermt var fyrr í kvöld að Baldur þórhallsson, stjórnmálaprófessor við Háskóla Íslands væri í framboði í Reykjavík suður, hann er í sjötta sæti í norðurkjördæmi.

Olían lekur upp úr Drekasvæðinu

Gervihnattamyndir benda til þess að olía leki af hafsbotni og til yfirborðs á bletti sunnarlega á Drekasvæðinu. Þetta kom fram á ársfundi Orkustofnunar í Reykjavík í dag. Bresk-hollenskt fyrirtæki, sem sérhæfir sig í olíu- og málmleit með gervihnöttum, fann olíulekann nýlega en hann þykir styrkja vísbendingar um að olíu sé að finna á Drekanum.

Afleiðingar kreppu ekki fullljósar

Afleiðingar efnhagsþrenginganna eru einungis að litlu leyti komnar í ljós gagnvart einstaklingum og fjölskyldum. Þetta kemur fram í skýrslu stýrihóps ríkisstjórnarinnar um áhrif bankahrunsins á heimilin. Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðaráætlun sína í velferðarmálum.

Geðhjálp vil segja sig úr Öryrkjabandalaginu

Stjórn Geðhjálpar íhugar að segja félagið úr Öryrkjabandalaginu komið það ekki til móts við aukna þjónustu við geðfatlaða í búsetuúrræðum á vegums bandalagsins. Tillaga þess eðlis var samþykkt á aðalfundi Geðhjálpar nú um helgina. Í greinagerð sem fylgdi tillögunni segir að Geðhjálp hafi fengið nóg af mannréttindabrotum, eins og það er orðað í greinargerðinni sjálfri. Ástæðan fyrir hugsanlegri úrsögn er fyrst og fremst vegna ágreinings um viðeigandi þjónustu við geðfatlaða, s.s. heimahjúkrun og fleira.

Alþingi afneiti krónunni

„Ég tel að einn þjóð geti varla afneitað eigin gjaldeyri meira en svo að neita að taka við honum fyrir eigin útflutning,“ segir Vilhjálmur Egilsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífins um frumvarp ríkisstjórnarinnar.

Störf borgarstarfsmanna í óvissu

Minnihlutinn í borgarstjórn sat hjá við afgreiðslu á endurskoðaðri fjárhagsáætlun í dag. Í bókun borgarfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingarinnar segir að störf borgarstarfsmanna séu í óvissu á flestum sviðum borgarinnar og ljóst að kennurum fækki næsta haust. Borgarfulltrúarnir telja að leiðarljós aðgerðaráætlunar frá því í haust sé í uppnámi.

Illfært á Hellisheiðinni

Hjálparsveit Skáta í Hveragerði vill vara fólk við slæmri færð á Hellisheiðinni en sveitin er nú að störfum við að aðstoða fólk sem hefur farið út af veginum vegna færðarinnar.

Þingfundi frestað til hálfsex

Guðbjartur Hannesson, forseti Alþingis, frestaði þingfundi sem átti að hefjast klukkan fimm til hálfsex. Samkvæmt heimildum fréttastofu verður tilkynnt um breytingar á reglum um gjaldeyrishöft.

Fimm handteknir vegna fíkniefnamála

Nokkur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöld og nótt. Fimm karlmenn voru handteknir í Reykjavík vegna málanna, tveir í miðborginni, tveir í Laugardal og einn í Grafarvogi. Í fórum fjögurra þeirra fundust ætluð fíkniefni en sá fimmti var undir áhrifum fíkniefna. Sá síðasttaldi var stöðvaður við akstur í Laugardal en farþegi í bílnum var með fíkniefni í fórum sínum.

Tekist á um endurskoðaða fjárhagsáætlun

Borgarfulltrúar tókust á um endurskoðaða fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2009 á aukafundi borgarstjórnar í dag. Hanna Birna Kristjánsdóttir, borgarstjóri, sagði að áætlanir virðist ætli að standa. Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingar, gagnrýndi að minnihlutinn hafi ekki fengið aðgang að vinnugögnum við endurskoðun fjárhagsáætlunar.

Óttast um öryggi fólks

Mikillar óánægju gætir með þá ákvörðun að breyta fyrirkomulagi sjúkraflutninga í Rangárþingi.

Össur og Miliband í hreinskiptum viðræðum um Icesave

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra átti í dag fund í Lundúnum með breskum starfsbróður sínum, David Miliband eins og áður hefur verið greint frá. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir að ráðherrarnir hafi átt hreinskiptnar og uppbyggilegar viðræður um óleyst úrlausnarefni og tvíhliða samskipti ríkjanna.

Utankjörfundur færist í Laugardalshöll

Kosning utan kjörfundar vegna Alþingiskosninganna 25. apríl 2009 hófst á sýslumönnum um allt land um miðjan mars, en gengið verður til kosninga eftir 25 daga. 166 hafa greitt atkvæði í Reykjavík og þá hafa 73 atkvæði borist bréfleiðis, að sögn Bergþóru Sigmundsdóttur kjörstjóra hjá sýslumanninum í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir