Innlent

Slasaðist alvarlega í átökum

Lögreglustöðin á Akureyri.
Lögreglustöðin á Akureyri.

Karlmaður á sextugsaldri meiddist alvarlega í andliti í átökum í heimahúsi á Akureyri í gærkvöldi. Hann var þar ásamt manni á svipuðu reki og var vín haft um hönd. Þeim sinnaðist með þessum afleiðingum, en hinum slasaða tókst að hringja í lögreglu. Hann var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri og dvelur þar enn, en árásarmaðurinn gistir fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. Lögregla rannsakar málið sem stórfellda líkamsárás.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×