Innlent

Hópnauðgun kærð til lögreglunnar

Fjórir karlmenn af erlendu bergi brotnu hafa verið kærðir fyrir að nauðga tvítugri stúlku aðfaranótt laugardags. Fulltrúi kynferðisbrotadeildarinnar, Svanhvít Ingólfsdóttir staðfestir þetta í samtali við Vísi.

Einn maður hefur verið handtekinn vegna málsins og yfirheyrður en hann neitar sök staðfastlega. Stúlkan var rænulítil sökum ölvunar þegar meint nauðgun á að hafa átt sér stað en lögreglufulltrúi kynferðisbrotadeildarinnar vill ekki gefa upp frekari málsatvik í málinu. Hún segir málið erfitt viðureignar og því sé tekið mjög alvarlega.

Alls fimm nauðganir eða kynferðisbrot eru til rannsóknar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekkert þeirra mála er sambærilegt við þetta mál sem lögreglan rannsakar nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×