Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. september 2025 07:01 Helsta von Úkraínu er að Bandaríkin grípi til aðgerða gegn Rússum, til að þvinga þá að samningaborðinu. Getty/NurPhoto/Kristian Tuxen Ladegaard Berg Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við ABC í gær að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði fengið nákvæmlega það sem hann vildi þegar Donald Trump Bandaríkjaforseti bauð honum til fundar í Alaska fyrir nokkrum vikum. „Og það er synd... Pútín vill ekki hitta mig en hann vill gjarnan hitta forseta Bandaríkjanna, til að geta sýnt öllum myndskeið og myndir af því að hann sé þarna,“ sagði Selenskí. „Hann getur komið til Kænugarðs,“ sagði Selenskí, þegar sjónvarpskonan Martha Raddatz benti á að Pútín hefði boðið honum að koma til fundar við sig í Moskvu. „Ég get ekki farið til Moskvu á meðan landið mitt sætir daglegum eldflaugaárásum... hann skilur það,“ bætti hann við. Hann væri reiðubúinn til að funda með Pútín hvenær sem er, en ekki í Rússlandi. Selenskí sagði í gær að það væri afar mikilvægt að bandamenn Úkraínu svöruðu fordæmalausri árás Rússa um helgina með afgerandi hætti. Sagðist hann reiða sig á afdráttarlaus viðbrögð Bandaríkjanna. Keith Kellogg, sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði í gær að árás Rússa væri ekki til marks um að þeir hefðu áhuga á því að binda enda á átökin við samningaborðið. Sjálfur var Trump spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort hann væri reiðubúinn til að auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og svaraði hann játandi. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um mögulegar útfærslur. Forsetinn sagði einnig að von væri á ónefndum Evrópuleiðtogum í Hvíta húsið í dag og á morgun og þá hygðist hann ræða við Pútín á næstunni. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og Evrópa gætu farið þá leið að leggja viðbótartolla á útflutning ríkja sem keyptu olíu af Rússum. Þannig væri hægt að þrengja að þeim efnahagslega og þvinga þá að samningaborðinu. Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
„Og það er synd... Pútín vill ekki hitta mig en hann vill gjarnan hitta forseta Bandaríkjanna, til að geta sýnt öllum myndskeið og myndir af því að hann sé þarna,“ sagði Selenskí. „Hann getur komið til Kænugarðs,“ sagði Selenskí, þegar sjónvarpskonan Martha Raddatz benti á að Pútín hefði boðið honum að koma til fundar við sig í Moskvu. „Ég get ekki farið til Moskvu á meðan landið mitt sætir daglegum eldflaugaárásum... hann skilur það,“ bætti hann við. Hann væri reiðubúinn til að funda með Pútín hvenær sem er, en ekki í Rússlandi. Selenskí sagði í gær að það væri afar mikilvægt að bandamenn Úkraínu svöruðu fordæmalausri árás Rússa um helgina með afgerandi hætti. Sagðist hann reiða sig á afdráttarlaus viðbrögð Bandaríkjanna. Keith Kellogg, sendifulltrúi Bandaríkjaforseta í málefnum Úkraínu, sagði í gær að árás Rússa væri ekki til marks um að þeir hefðu áhuga á því að binda enda á átökin við samningaborðið. Sjálfur var Trump spurður að því í Hvíta húsinu í gær hvort hann væri reiðubúinn til að auka viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum og svaraði hann játandi. Engar upplýsingar hafa hins vegar fengist um mögulegar útfærslur. Forsetinn sagði einnig að von væri á ónefndum Evrópuleiðtogum í Hvíta húsið í dag og á morgun og þá hygðist hann ræða við Pútín á næstunni. Scott Bessent, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í gær að Bandaríkin og Evrópa gætu farið þá leið að leggja viðbótartolla á útflutning ríkja sem keyptu olíu af Rússum. Þannig væri hægt að þrengja að þeim efnahagslega og þvinga þá að samningaborðinu.
Úkraína Bandaríkin Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila