Innlent

Fjögur umferðaróhöpp í gærkvöldi

Allir sluppu ómeiddir úr fjórum umferðaróhöppum sem urðu suðvestanlands í gærkvöldi þegar víða varð mjög hált í slyddu og krapa. Fjórir sluppu þegar bíll valt út af Biskupstungnabraut um kvöldmatarleytið.

Þá valt bíll út af Reykjanesbraut á móts við Vogaafleggjara um níuleytið þar sem fjórir sluppu ómeiddir. Jeppi hafnaði síðan inni í strætisvagnabiðskýli við Langarima í Grafarvogi, en sem betur fer var enginn í biðskýlinu, sem eyðilagðist. Loks hafnaði bíll á ljósastaur við Reykjanesbraut af það miklu afli að staurinn brotnaði, en engan sakaði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×