Innlent

Kveiktu í hópferðabíl í Eyjum

Tveir ungir menn voru handteknir í Vestmannaeyjum undir morgun, grunaðir um að hafa kveikt í hópferðabíl, sem gjöreyðilagðist í eldinum, og var rétt kviknað í húsnæði Björgunarfélags Vestmannaeyja í leiðinni. Eldsins varð vart um klukkan hálffjögur og logaði mikill eldur í bílnum þegar slökkvilið kom á vettvang í Tangagötu. Það kom í tæka tíð til að bjarga áhaldahúsi Björgunarfélagsins, en þá voru rúður farnar að springa í því og klæðning að sviðna undan eldtungum frá bílnum. Slökkvistarf gekk vel en hópferðabíllinn er gjörónýtur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×