Innlent

Gjaldeyrisfrumvarpið samþykkt um miðnætti í gær

Alþingi.
Alþingi.

Frumvarp til laga, sem miða að því að útflytjendur komist ekki hjá skilaskyldu á gjaldeyri, varð að lögum undir miðnætti í gærkvöldi. Það var samþykkt með 31 atkvæði Samfylkingar, Vinstri grænna, Frjálslyndra og Framsóknarflokks, en þingmenn Sjálfstæðisflokks sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Frumvarpið var lagt fram undir kvöld í gær og afgeitt úr efnahags- og skattanefnd um tíuleytið. Talið er að með því að víkja sér undan skilaskyldu á gjaldeyri sé stuðlað að frekari veikingu krónunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×