Fleiri fréttir

Finnur og Sigrún komin til Íslands

Félagarnir Finnur og Sigrún eru komnir til Íslands. Það væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að fyrr í vetur settu breskir fuglafræðingar á vegum The Wildfowl & Wetlands Trust gervihnattasenda

Karl Georg sýknaður af ákæru um fjársvik

Karl Georg Sigurbjörnsson, lögmaður, sem ákærður var fyrir að hafa blekkt Sigurð Þórðarson, fyrrverandi ríkisendurskoðanda til að selja stofnfjárbréf í Sparisjóði Hafnarfjarðar á 25 milljónir hvert í stað 45 milljóna, var í dag sýknaður í Héraðdómi Reykjavíkur.

Logos vann lögfræðiálit fyrir Baug

Faglegur framkvæmdarstjóri lögfræðistofunnar Logos, Gunnar Sturluson, stendur við það að lögmenn stofunnar hafi aldrei unnið fyrir Baug í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér rétt fyrir hádegi. Í frétt sem birtist frá Vísi fyrr í morgun kom fram að hæstaréttarlögmaðurinn Hákon Árnason hafi verið falið að sjá um undirbúning fyrir málshöfðun Baugs gegn ríkinu árið 2005.

Stjórnlagaþingið myndi kosta 1700 milljónir króna

Stjórnlagaþing sem starfar í eitt og hálft ár líkt og frumvarp sem lagt hefur verið fram um breytingar á stjórnskipunarlögum gerir ráð fyrir mun kosta tæpar 1732 milljónir króna. Þetta kemur fram í kostnaðarmati frá fjármálaráðuneytinu, en málið var rætt á fundi sérnefndar um stjórnarskrármál í morgun.

Engin búinn að kæra hjá Samfylkingu í SV

Engin kæra hefur borist vegna þeirra sem greiddu atkvæði í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi, og reyndust síðan ekki vera á kjörskrá. Stjórn kjördænmisráðsins og kjördæmisráðið í heild koma saman til fundar í kvöld.

Framkvæmd forvals VG gagnrýnd

Frambjóðendur í forvali Vinstri Grænna í Norðvesturkjördæmi gagnrýna framkvæmd forvalsins. Jón Bjarnason, alþingismaður, hafi einn haft aðgang að félagaskrá og því haft forskot á aðra frambjóðendur. Framkvæmdastýra flokksins segir að enginn frambjóðandi hafi haft nýjustu félagaskrá í höndum.

Facebook sparaði frambjóðendum auglýsingakostnað

Það voru ekki allir sem eyddu fúlgum fjár í þá miklu prófkjörsbaráttu sem lauk um helgina. Þannig greindi Rósa Guðbjartsdóttir, sem er nýliði í hópi efstu manna á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, frá því á facebook í gær að hún hefði varið tæpum 150 þúsund krónum í sína prófkjörsbaráttu.

Jón Baldvin ekki í formannsslaginn

Jón Baldvin Hannibalsson mun ekki bjóða sig fram til formanns Samfylkingarinnar né taka sæti eftir að hafa hafnað í þrettánda sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík. Þetta kom fram í pistli sem Jón Baldvin ritaði á vefsvæði Pressunar (pressan.is).

Pólverjar enn langfjölmennastir

Þann 1. janúar 2009 voru skráðir hérlendis 24.379 erlendir ríkisborgarar. Á heimasíðu Hagstofunnar segir að það samsvari fjölgun um 958 manns frá sama tíma í fyrra. Hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda var 7,6% í ársbyrjun 2009 samanborið við 7,4% ári áður.

Logos vann víst fyrir Baug

Lögfræðistofan Logos fór með skaðabótamál gegn íslenska ríkinu fyrir hönd Baugs Group árið 2005. Það gengur þvert á ummæli Gunnars Sturlusonar, lögfræðings Logos sem sagði í viðtali við Vísi á föstudaginn að lögmenn stofunnar hefðu ekki starfað fyrir Baug.

Krefst viðtals í Kastljósinu

Lýðræðishreyfingin krefst að fá án tafar aðgengi að Kastljósi Ríkisútvarpsins til að kynna nýja hugmyndafræði um notkun hraðbanka í beinu og milliliðalausu lýðræði.

Lítil breyting á ESB-afstöðu

Nánast engin breyting hefur orðið á afstöðu almennings til umsóknar Íslands að Evrópusambandinu í nýjustu viðhorfskönnun Fréttablaðsins, samanborið við næstsíðustu könnun blaðsins í febrúar. 45 og hálft prósent vilja að Ísland sæki um aðild en 54 og hálft prósent eru því andvíg. Afstaðan er nokkuð jöfn eftir kynjum, en fylgi við umsókn er talsvert meira á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni.

Grásleppuvertíð á fullt

Grásleppuvertíðin er komin í fullan gang fyrir norðan land en hún byrjar síðar vestur af landinu. Vertíðin má standa í 55 daga. Ef veiðin nemur um það bil átta þúsund tunnum af söltuðum hrognum gæti aflaverðmætið orðið um sjö hundruð milljónir króna og vertíðin skapað um það bil 600 sjómönnum atvinnu á meðan hún stendur.

Tæpur fjórðungur veit um tryggingasvikara

Tæplega fjórðungur aðspurðra sagðist vita um einhvern, sem hafi svikið fé út út tryggingafélagi, samkvæmt könnun Gallup fyrir samtök fjármálafyrirtækja. 87 prósent töldu tryggingasvik alvarlegt brot og rúmlega helmingur var tilbúinn til að greina frá slíku, ef nafnleyndar yrði gætt.

Ók á vegrið

Ökumaður slapp ómeiddur þegar jeppi hans rann utan í víravegrið í Svínahrauni á Suðurlandsvegi í gærkvöldi. Vegriðið eyðilagðist á um það bil 50 metra kafla og bíllinn skemmdist töluvert, en var ökufær eftir atvikið. Töluverð hálka var á vettvangi þegar þetta gerðist.

Innbrotsþjófar enn á ferð

Brotist var inn í tvo sumarbústaði í landi Klausturhóla í Grímsnesi í nótt og þaðan stolið sjónvörpum og raftækjum. Í báðum tilvikum spenntu þjófarnir upp glugga og komust þannig inn.

Áminna ekki vegna úrvinda flugmanna

Engin áminning var veitt vegna brota flugfélagsins Jet-X á reglum um hvíldartíma flugmanna þegar þota félagsins endaði utan brautar á Keflavíkurflugvelli haustið 2007. Þetta kemur fram í svörum Flugmálastjórnar til Fréttablaðsins.

Engin breyting á viðhorfi til aðildarumsóknar

Nánast engin breyting hefur orðið á afstöðu almennings gagnvart því að Ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu frá könnun Fréttablaðsins í febrúar. 45,5 prósent segjast nú vilja að Ísland sæki um aðild, á meðan 54,5 eru því mótfallin. Í lok febrúar studdu 46,1 prósent að Ísland myndi sækja um aðild að Evrópusambandinu, en 53,9 prósent voru því andvíg.

Vilja færa eignir til Keflavíkurflugvallar ohf.

Enn er unnið að því að koma saman stofnefnahagsreikningi Keflavíkurflugvallar ohf., nýs opinbers hlutafélags á Keflavíkurflugvelli. Stefnt er á framhaldsstofnfund fyrir lok mars þar sem efnahagsreikningurinn verður kynntur, segir Jón Gunnarsson, stjórnarformaður félagsins.

Útlendingar í fasteignafjötrum

Fjöldi útlendinga sem vilja flytja úr landi leitar aðstoðar hjá starfsmönnum Alþjóðahúss þar sem þeir eru bundnir af eignum sínum hérlendis sem þeir geta hvorki selt né leigt.

Sjálfstæðisflokkur á móti skylduskráningu

Sjálfstæðisflokkur sker sig frá öðrum flokkum í afstöðu sinni til reglna um skráningu á fjárhagslegum hagsmunum þingmanna. Hann vill að þingmenn ákveði sjálfir hvort þeir skrái þessar upplýsingar eða ekki. Rætt verður um reglurnar í forsætisnefnd Alþingis í dag.

Trúfélag móður ekki ráðandi

Dómsmálaráðherra, Ragna Árnadóttir, mun taka ákvæðið um að barn fylgi trúfélagi móður til endurskoðunar. Þetta er gert í kjölfar álits Jafnréttisstofu um að ákvæðið stangist á við jafnréttislög.

Safnað fyrir innanlandsaðstoð

„Okkar markmið er að hvert mannsbarn á Íslandi gefi 100 krónur," segir Vilborg Oddsdóttir hjá Hjálparstarfi kirkjunnar um landssöfnun sem hefst í dag í samstarfi við Rauða kross Íslands. Vilborg segir söfnunina vera tilkomna vegna aukinnar þarfar á aðstoð innanlands í kjölfar breyttra aðstæðna í landinu og er miðað við að safna 32 milljónum króna ef allir landsmenn taka þátt.

Ræða misbeitingu valds

Indefence-hópurinn svonefndi, sem efndi í vetur til undirskriftasöfnunar á netinu til að mótmæla ákvörðun breskra stjórnvalda að beita hryðjuverkavarnalögum gegn íslenskum bönkum og stjórnvöldum í októ­ber síðastliðnum, mun á morgun, þriðjudag, afhenda þær rúmlega 83.000 undirskriftir sem safnast hafa við athöfn í breska þinginu í Westminster í Lundúnum.

Starfsmenn Granda vilja fá launauppbót

„Að sjálfsögðu mun ég ræða þetta við forráðamenn Granda,“ segir Sigurður Bessason, formaður verkalýðsfélagsins Eflingar. Hann var spurður um viðbrögð við ákvörðun stjórnar HB-Granda um að greiða eigendum 150 milljónir í arð, en hagnaður af fyrirtækinu nam einum 2,3 milljörðum á síðasta ári. Áður umsömdum launahækkunum verkafólks, upp á 13.500 krónur, var frestað nýlega, í ljósi efnahagsástandsins.

Engir biðlistar lengur hjá dagforeldrum

„Það fækkar börnum hjá okkur, frá og með októ­ber, þegar heimgreiðslurnar koma á og bankahrunið verður. Það er eiginlega ekkert hringt og leitað eftir plássum," segir Ólöf Lilja Sigurðardóttir sem situr í stjórn Barnavistunar, félags dagforeldra í Reykjavík.

Færri í fitusog og dýrari brjóstastækkanir

„Við vitum að það er aðallega yngra fólkið sem fer í silíkonaðgerðir og fitusog. Þetta eru tvær algengustu fegrunaraðgerðirnar sem framkvæmdar eru og það hefur dregið úr báðumm. Það er tölvuvert minni eftirspurn en hefur verið," segir Guðmundur M.Stefánsson lýtalæknir hjá Domus Medica. Fréttablaðið hringdi í nokkra lýtalækna hér í bæ og samkvæmt lauslegri könnun blaðsins virðist sem yngra fólk haldi að sér höndum og minni eftirspurn sé eftir fitusogsaðgerðum hjá hópnum undir fertugu.

Birkir Jón sigraði Höskuld

Birkir Jón Jónsson er nýr oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Kosið var um átta efstu sætin á lista flokksins á kjördæmaþingi á Egilsstöðum í dag. Höskuldur Þórhallsson varð annar og Hulda Aðalbjarnardóttir hafnaði í þriðja sæti.

Arnbjörg unir niðurstöðunni

,,Ég hafði vonast til þess að fá annað sætið áfram en þetta er það sem flokksmenn völdu og þá er bara að taka því," segir Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokkins. Hún beið lægri hlut fyrir Tryggva Þór Herbertssyni í baráttu um annað sætið í prófkjöri flokksins í Norðausturkjördæmi en úrslit voru tilkynnt síðdegis.

Leikskólastarfsmaður sló fimm ára gamlan dreng

Borgaryfirvöld virðast ekki geta rekið leikskólastarfsmann úr starfi þrátt fyrir að hann hafi ítrekað slegið fimm ára gamlan dreng. Móðir drengsins er reið og segir að drengurinn þori ekki lengur að mæta í skólann.

Jón Baldvin er pappírstígrisdýr

Björn Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að niðurstaðan í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík breyti Jóni Baldvini Hannibalssyni í pappírstígrisdýr.

Prófkjör Samfylkingarinnar í Kraganum er í uppnámi

Svo gæti farið að röð frambjóðenda í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi breytist, ef tæplega 150 atkvæði sem lýst voru ógild verða talin með, eins og krafa er uppi um. Fjöldi manns sem taldi sig vera í flokknum reyndist ekki vera á kjörskrá.

Lítil endurnýjun í prófkjörum flokkanna

Krafan um endurnýjun skilaði sér ekki inn í prófkjör sjálfstæðismanna og Samfylkingar í gær að mati stjórnmálafræðings. Sitjandi þingmenn Sjálfstæðisflokksins röðuðu sér alls staðar í efstu sætin.

150 þungavigtarmenn í Samfylkingunni skora á Jóhönnu

Líklegt er talið að Jóhanna Sigurðardóttir lýsi yfir formannsframboði sínu í Samfylkingunni á allra næstu dögum. Á föstudag var henni afhent áskorun frá 150 þungavigtarmönnum og konum í flokknum um að bjóða sig fram og í gær fékk hún yfirburðarkosningu í fyrsta sæti í prófkjöri flokksins í Reykjavík.

Hálka á Reykjanesbraut

Hálkublettir og éljagangur eru á Reykjanesbraut og á höfuðborgarsvæðinu. Á Hellisheiði og Þrengslum er snjókoma og hálka. Á Suðurlandi eru víða hálkublettir, að fram kemur í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Tryggvi felldi þingflokksformanninn

Tryggvi Þór Herbertsson, hagfræðingur og fyrrum efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, hafnaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Hann sigraði Arnbjörgu Sveinsdóttur þingflokksformann með rúmlega 350 atkvæða mun. Kristján Þór Júlíusson, núverandi oddviti, fékk örugga kosningu í fyrsta sætið.

Saksóknari fær ekki skýrslur um gömlu bankana

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari sem ætlað er að rannsaka grun um refsiverða háttsemi í aðdraganda bankahrunsins hefur sökum bankaleyndar ekki fengið aðgang að þeim gögnum sem hann telur nauðsynlegt að embætti sitt fái. Um er að ræða skýrslur endurskoðunarfyrirtækja um gömlu bankana dagana fyrir og eftir fall þeirra í október. Skýrslunar eru nú í vörslu Fjármálaeftirlitsins.

Kristján efstur - Tryggvi í 2. sæti

Kristján Þór Júlíusson er í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi þegar talinn hafa verið 1000 atkvæði. Tryggi Þór Herbertsson, hagfræðingur, er í öðru sæti. Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður, er í þriðja sæti. Tryggvi hefur 154 atkvæða forskot á Arnbjörgu.

Krafa um endurnýjun og öfluga talsmenn

Stefanía Óskarsdóttir, stjórnmálafræðingur, telur að niðurstöður í prófkjörum Sjálfstæðisflokksins í gær endurspegli annarsvegar kröfu um endurnýjun og hinsvegar vilja flokksmanna um að hafa atkvæðamikla og öfluga talsmenn í forystu. Hún segir að Samfylkingarfólk hafi refsað Össuri Skarphéðinssyni og að Jón Baldvin Hannibalsson geti gefið frá sér frekari stjórnmáladrauma.

Feðginum hafnað

Feðginunum Jóni Baldvini Hannibalssyni og Kolfinnu Baldvinsdóttir vegnaði ekki vel í prófkjörum Samfylkingarinnar og Vinstri grænna í gær. Báðum var hafnað.

Frambjóðandi veit ekki í hvaða sæti hann lenti

,,Ég hef ekki frekar en aðrir sem höfnuðu neðar en 12. sæti ekki hugmynd um hvort ég hafnaði í 13. sæti eða 29. sæti. Þessi leynd er afar sérkennileg og alveg ástæðulaus," segir Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og varaþingmaður. Hún sóttist eftir 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík en var ekki meðal 12 efstu.

Jón sigraði - Grímur varð sjötti

Talningu atkvæða úr prófkjöri Vinstri grænna Norðvesturkjördæmi er lokið. Jón Bjarnason, þingmaður og oddvitaði flokksins í kjördminu, sigraði örugglega. Grímur Atlason fyrrum bæjarstjóri í Bolungarvík og núverandi bæjarstjóri Dalabyggðar hafnaði í sjötta sæti.

Ólöf Nordal: Slakur árangur kvenna kemur á óvart

Ólöf Nordal, sem hafnaði í fjórða sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir að það hafi komið sér á óvart að konur skyldu ekki fá betri kosningu í prófkjörinu í gær. Ólöf er eina konan í efstu sex sætunum

Sjá næstu 50 fréttir