Innlent

Krefst viðtals í Kastljósinu

Ástþór Magnússon ætlar að reka útvarpsstjóra.
Ástþór Magnússon ætlar að reka útvarpsstjóra.
Lýðræðishreyfingin krefst að fá án tafar aðgengi að Kastljósi Ríkisútvarpsins til að kynna nýja hugmyndafræði um notkun hraðbanka í beinu og milliliðalausu lýðræði.

Ástþór Magnússon, formaður Lýðræðishreyfingarinnar, segir að stjórnendur RÚV hafi útilokað Lýðræðishreyfinguna frá ríkisfjölmiðlunum og virðist ætla að þröngva gömlum og úreltum stjórnmálum uppá þjóðina.

Tugir manns hafa nú skrifað undir risastórt uppsagnarbréf til Páls Magnússonar útvarpsstjóra sem verður afhent með mótmælaaðgerð í útvarpshúsinu við Efstaleiti kl. 14 mánudaginn 16 mars.

Þess er krafist að Lýðræðishreyfingin fá tafarlausan aðgang að RÚV til að kynna stefnumál sín í komandi kosningum sem eru:

1. Beint og milliliðalaust lýðræði:

* Allir Íslenskir ríkisborgarar geti sent Alþingi tillögu að nýju lagafrumvarpi sem skal tekið til umföllunar ef stutt undirskriftum 1% kjósenda. Alþingismenn og ráðherrar geti einnig átt frumkvæði að nýjum frumvörpum.

* Þingmenn fari með umræðu og nefndarstörf vegna frumvarpa á Alþingi og kynni fyrir þjóðinni m.a. á rafrænu þjóðþingi og vefsvæði.

* Tilbúin frumörp lögð fyrir þjóðþing Alþingis til atkvæðagreiðslu t.d. 1.maí og 1.des ár hvert.

* Hraðbankakerfið (sem nú er eign ríkisins) verði nýtt sem kjörklefar fyrir rafrænt þjóðþing.

* Ef nauðsyn krefur geti Alþingi samþykkt bráðabirgðalög sem gilda fram að næsta þjóðþingi.

* Þingmenn fara með atkvæði þeirra sem ekki óska að neyta atkvæðisréttar á þjóðþingi Alþingis.

2. Tillaga að breytingum á Alþingi og ríkisstjórn:

* Þingmönnum fækkað í 31.

* Landið verði eitt kjördæmi.

* Þingmenn verði valdir í persónukosningum.

* Alþingi velur ráðherraefni á faglegum forsendum. Forseti, sem þjóðkjörinn umboðsmmaður lýðsins og eftirlitsaðili fyrir virku lýðræði, skipar síðan ráðherra og veitir þeim lausn eins og nú er.

* Ráðherrar sitji ekki á Alþingi.

* Ráðning dómara og æðstu embættismanna verði staðfest af þjóðþingi Alþingis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×