Innlent

Logos vann lögfræðiálit fyrir Baug

Logos vann lögfræðiálit fyrir Baug.
Logos vann lögfræðiálit fyrir Baug.

Faglegur framkvæmdarstjóri lögfræðistofunnar Logos, Gunnar Sturluson, stendur við það að lögmenn stofunnar hafi aldrei unnið fyrir Baug í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér rétt fyrir hádegi. Í frétt sem birtist frá Vísi fyrr í morgun kom fram að hæstaréttarlögmaðurinn Hákon Árnason hafi verið falið að sjá um undirbúning fyrir málshöfðun Baugs gegn ríkinu árið 2005.

Í yfirlýsingu Gunnars segir: „Að gefnu tilefni skal einnig tekið fram að stofan var með til skoðunar eitt afmarkað skaðabótamál fyrir Baug á árinu 2005 og var Héraðsdómi Reykjavíkur að sjálfsögðu gerð grein fyrir því. Önnur verkefni sem stofan hefur unnið að og Baugur tengist með óbeinum hætti voru fá og er öllum lokið."

Þegar haft var samaband við Gunnar sagði hann að Hákon hafi unnið lögfræðiálit fyrir Baug um grundvöll þess að Baugur færi í skaðabótamál gegn ríkinu. Hákon hafi skilað lögfræðiáliti á fundi og þar með hafi afskiptum lögmannsins lokið í málinu. Skaðabótakrafan rataði aldrei fyrir héraðsdóm. Að auki hefur Hákon látið af störfum fyrir Logos.

„Okkar trúnaður liggur hjá kröfuhöfum í þrotabú Baugs og hlutverk skiptastjóra er að gæta jafnræðis kröfuhafa og ítrustu hagsmuni. Það munum við að sjálfsögðu gera," sagði Gunnar þegar haft var samband við hann vegna málsins.

Í yfirlýsingu Gunnars segir ennfremur: „Rangt er að Gunnar Sturluson faglegur framkvæmdastjóri LOGOS hafi sagt að lögmannsstofan hafi aldrei unnið fyrir Baug. Hið rétta er að Gunnar sagði við visir.is að stofan hefði „ekki starfað sem lögmenn fyrir Baug" og við þá yfirlýsingu er staðið að fullu."

Vísir áréttar að tilvitnun Morgunblaðsins í frétt Vísis sem birtist í morgun var ónákvæm, ummæli Gunnars birtust orðrétt, eins og hann setur þau fram í yfirlýsingunni, í viðtali við Vísi á föstudaginn.

Í niðurlagi yfirlýsingarinnar segir að héraðsdómi hafi verið kunnugt um þessi tengsl þegar ákvörðunin var tekin.


Tengdar fréttir

Lögmenn LOGOS ekki vanhæfir í Baugsmáli

Gunnar Sturluson faglegur framkvæmdarstjóri lögmannsstofunnar LOGOS telur stofuna ekki vanhæfa til þess að fjalla um málefni Baugs Group. Erlendur Gíslason einn af eigendum stofunnar var skipaður skiptastjóri Baugs í morgun. Hann segir 55 lögfræðinga starfa hjá stofunni og þó einn starfsmaður sem starfi hjá LOGOS í London hafi eitt sinn unnið fyrir Baug geri það stofuna ekki vanhæfa.

Logos vann víst fyrir Baug

Lögfræðistofan Logos fór með skaðabótamál gegn íslenska ríkinu fyrir hönd Baugs Group árið 2005. Það gengur þvert á ummæli Gunnars Sturlusonar, lögfræðings Logos sem sagði í viðtali við Vísi á föstudaginn að lögmenn stofunnar hefðu ekki starfað fyrir Baug.

Lögmaður LOGOS skipaður skiptastjóri Baugs

Erlendur Gíslason lögmaður og einn af eigendum lögfræðistofunnar LOGOS var í morgun skipaður skiptastjóri í þrotabúi Baugs Group. Lögfræðistofan annaðist lagalega ráðgjöf og almenna lögmannaþjónustu við Baug áður en félagið fór í þrot.

LOGOS vann að yfirtöku Baugs á Mosaic

LOGOS lögfræðistofa vann að yfirtöku Baugs Group á Mosaic Fashion Ltd. að andvirði 406 milljóna punda sem voru með stærri kaupum á Íslandi í ágúst 2007. Stefán Hilmar Hilmarsson fjármálastjóri Baugs segir að kaupin hafi farið í gegnum Kaupþing sem hafi m.a séð um afskráningu úr Kauphöll. Lögmaður segir engan vafa mega ríkja um hvort skiptastjóri hafi unnið fyrir þrotafélag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×