Fleiri fréttir Sullenberger frumsýnir nýtt myndband - Glitnir í höndum Stoða Athafnamaðurinn Jón Gerald Sullenberger vonast til þess að íslenska þjóðin komist heil frá því sem hann kallar harmleik sem nú á sér stað. Hann hefur látið útbúa myndband um Glitnibanka. Fyrr í vikunni var tilkynnt að bankinn verður ríkisvæddur. 3.10.2008 20:00 Heimili og skóli taka undir með landlækni Heimili og skóli, landssamtök foreldra, taka heilshugar undir þau tilmæli sem fram hafa komið í dag um hófstillta umræðu um efnahagserfiðleika, samdrátt og niðurskurð í atvinnulífinu. 3.10.2008 20:30 Stjórnmálamenn missa tiltrú fólks Stuðningur við ríkisstjórnina hefur hrunið og stjórnmálamenn virðast hafa misst tiltrú fólks, hvort sem þeir tilheyra stjórn eða stjórnarandstöðu. Aldrei hefur hlutfall þeirra sem ekki ætla að kjósa verið hærra. Þetta kemur fram í skoðanakönnum sem unnin var fyrir Stöð 2 í gær. 3.10.2008 19:30 Ráðherrar funduðu með fulltrúum lífeyrissjóðanna Fulltrúar lífeyrissjóðanna áttu fyrir hádegi fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur félagsamálaráðherra og Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra. 3.10.2008 18:30 Aðgerða að vænta í byrjun næstu viku Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segir að aðgerðir til þess að stemma stigu við efnahagsvandanum sem nú er uppi, verði kynntar í byrjun næstu viku. 3.10.2008 18:18 Umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu fækkar Umferðaróhöppum þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækkað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. 3.10.2008 17:57 Börnin vilja Evru Það á að taka upp evruna segja börn í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla. Þau segjast finna fyrir því að verðlag fari hækkandi. Haukur Holm hitti unga efnahagsráðgjafa fyrir utan Stjórnarráðið í dag. 3.10.2008 19:15 Örtröð í bankaútibúum Mikil örtröð myndaðist í útibúum í dag þar sem fólk var að færa peninga úr sjóðum inn á sparnaðarreikninga. Viðskiptaráðherra ítrekaði í dag að innistæður almennings eru öruggar. 3.10.2008 19:15 Þorsteinn segir einhug ríkja í stjórn Glitnis Stjórnarformaður Glitnis hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag segist hann treysta því að ríkisvaldið muni koma til móts við hluthafana sem verða fyrir tjóni. 3.10.2008 19:00 Þúsundum lítra af olíu stolið á Akureyri Þúsundum lítrum af olíu var stolið úr tanki af vinnusvæði verktaka á Akureyri um helgina. Lögregla segir það færast í vöxt að eldsneyti sé stolið sem sé greinilegt kreppueinkenni. 3.10.2008 18:58 Ekkert bólar á aðgerðum Ekkert bólar enn á aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna efnahagsvandans, en viðskiptaráðherra og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segja þær væntanlegar. Lífeyrissjóðirnir gætu tvöfaldað gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar með því að færa innistæður sínar í útlöndum heim. Landlæknir hefur áhyggjur af sálarlífi landsmanna í þessu ástandi. 3.10.2008 18:45 Sannkölluð sláturtíð hjá Hagkaup í Skeifunni „Það hefur verið mjög mikið fjör í Skeifunni og mikil sláturtíð í gangi,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson forstjóri Hagkaupa aðspurður út í raðirnar í kjötborðið í Hagkaup í Skeifunni. Hann segir að erfitt sé að finna ódýrari máltíð en slátrið en keppurinn er seldur á 60-70 krónur. „Þú færð því ansi marga keppi fyrir fimm slátur eins og maður segir.“ 3.10.2008 17:03 Stjórn Glitnis hvetur hluthafa til að samþykkja tilboð ríkisins Stjórn Glitnis mælir með því við hluthafa að taka tilboði ríkisins líkt og stjórnarformaður bankans hafði gert fyrr í dag. Stjórn Glitnis kom saman til fundar í höfuðstöðvum bankans fyrr í dag. 3.10.2008 16:54 Samþykkja vínveitingaleyfi fyrir KSÍ Borgarráð hefur samþykkt umsókn Knattspyrnusambands Íslands um rekstrarleyfi fyrir veitingastað með vínveitingaleyfi í höfuðstöðvum sínum. 3.10.2008 15:42 Þorsteinn Már hvetur hluthafa til að samþykkja tilboð ríkisins Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, hvetur alla hluthafa bankans til þess að samþykkja tilboð ríkisins. Hann segist treysta því að ríkisvaldið komi til móts við hluthafana sem verða fyrir tjóni og bjóði þeim „sanngjarnt úrræði“ sem geti dregið úr tjóninu. 3.10.2008 15:06 Sektaður fyrir að svíkja vörur og fé út með korti annars manns Héraðsdómur Reykjanes hefur sektað 18 ára pilt um 60 þúsund krónur fyrir að hafa svikið út vörur og peninga með debetkorti annars manns. 3.10.2008 14:58 Landlæknir varar við óábyrgri umræðu um efnahagsmál „Umræða um samdrátt og niðurskurð í atvinnulífinu með beinum afleiðingum fyrir heimili og fyrirtæki er mjög hávær og rökin fyrir henni skýr. Þetta er alvarleg umræða sem snertir unga sem aldna og þar af leiðandi er mikilvægt að vanda orðaval til að valda börnum, ungmennum, veikum og öldruðum ekki óþarfa kvíða,“ þetta segir í frétt inni á vef Landlæknisembættisins. 3.10.2008 14:22 Vill sækja um ESB-aðild strax Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Íslendingar verði nú þegar að sækja um inngöngu í Evrópusambandið og taka upp evru. Að hans mati á ríkisstjórnin að tilkynna strax að það verði gert. 3.10.2008 14:02 Orkuveitan tryggir sér hagstætt lán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag lánasamning við Evrópska fjárfestingabankann að fjárhæð 170 milljóna evra, jafnvirði rúmlega 25 milljarða króna, með 9,8 punkta álagi á millibankavexti í evrum. Lánið er til 20 ára. 3.10.2008 13:45 Skilorðsbundinn dómur fyrir vítavert aksturslag Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sektað hann um 120 þúsund krónur og svipt ökuleyfi fyrir umferðarlagabrot og líkamsmeiðingar af gáleysi. 3.10.2008 13:26 Færri umferðarslys þar sem fólk slasast Umferðaróhöppum þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækkað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu eða um 15 prósent síðastliðna sjö mánuði samanborið við sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu og vísað í gögn Umferðarstofu. 3.10.2008 13:09 Lokun bankanna ekki á dagskrá Davíð Oddsson seðlabankastjóri neitar því að aðgerðir sem þýða myndu lokun bankanna um helgina hafi verið ákveðnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 3.10.2008 13:01 Rætt við ýmsa aðila Viðskiptaráðherra segir að efnahagsástandið verði skýrt og bætt á næstu dögum. Hann segir að verið sé að ræða við ýmsa, en vill ekki gefa upp hverja, né hvenær niðurstaða fáist. Hann neitar því að ríkisstjórnin sé ráðalaus. Þá segir hann fráleitt að olíuskortur sé yfirvofandi á landinu. Forsætisráðherra vildi ekki ræða við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 3.10.2008 12:31 Óhappahrina í hálku og snjó Fjölmörg umferðaróhöpp urðu í gærkvöldi, eftir að það fór að snjóa víða á landinu og flughált varð á vegum og götum. Önnur óhappahrina varð í morgun og örtröð var á dekkjaverkstæðum. 3.10.2008 12:21 Búist við að bensín- og olíuverð hækki í dag Gera má ráð fyrir að íslensku olíufélögin hækki verð á bensíni og olíu í dag þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu haldi áfram að hríðfalla á mörkuðum bæði vestan hafs og austan. 3.10.2008 12:00 Fráleitt að tala um olíuskort Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegið að það væri fjarri sanni að olíuskortur væri yfirvofandi. Hermann Guðmundsson forstjóri N1 segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að gjaldeyrisþurrð í landinu geru það að verkum að ekki sé hægt að flytja inn meiri olíu. Staðan hjá N1 sé þannig að olían eigi að duga í 30 - 40 daga að öllu óbreyttu. 3.10.2008 11:42 Vildu fresta umræðu um fjárlög vegna óvissunnar Fyrsta umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi í dag í skugga mikillar efnhagskreppu. Þingmenn Vinstri - grænna og Frjálslynda flokksins vildu hins vegar við upphaf þingfundar að umræðu um fjárlagafrumvarpið yrði frestað vegna óvissunnar í samfélaginu. 3.10.2008 11:42 Fangar hvetja alþingi til að sýna gott fordæmi Fangar fylgdust eins og þjóðin öll með setningu alþingis í gær. Stjórnmálamenn ræddu þar um þann vanda sem að þjóðinni steðjar og mikilvægi þess að allir legðust á eitt til að leysa vandann. Á heimasíðu Afstöðu, félags fanga birtist í dag tillaga til lausnar á vandanum, að alþingi stigi fram fyrir skjöldu og sýni gott fordæmi, öðrum til hvatningar. 3.10.2008 11:38 Verkalýðshreyfingin talar fyrir daufum eyrum ríkisstjórnar „Þetta undirstrikar það hversu grafalvarleg staða er komin upp hér á landi í efnahagsmálum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdarstjóri ASÍ aðspurður um ummæli Guðmundar Marteinssonar hjá Bónus á Vísi í morgun. Þar hvetur Guðmundur landsmenn til þess að birgja sig upp og versla íslenskar vörur þar sem fyrirtækið sjái fram á vandræði með aðgang að gjaldeyri og getur því ekki leyst út vörur. Gylfi er uggandi yfir ástandinu. 3.10.2008 11:14 Deiliskipulag fyrir Laugaveg 4 og 6 samþykkt Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær breytingu á deiliskipulagi reits vegna Laugavegar 4 og 6. Breytingin var samþykkt með sex atkvæðum en Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sat hjá við afgreiðslu málsins. 3.10.2008 10:37 Bónus ráðleggur fólki að birgja sig upp og kaupa íslenskt Búast má við því að skortur verði á innfluttum vörum í Bónus á næstunni. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að aðgangur að gjaldeyri sé takmarkaður og því sjái Bónus fram á að á næstu vikum geti sú staða komið upp að ekki verði hægt að leysa út vörur. 3.10.2008 10:19 Telur kísilverksmiðju ekki valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum Skipuagsstofnun telur að losun helstu mengunarefna frá fyrirhugaðri kísilverksmiðju í Helguvík verði fyrir neðan viðmiðunarmörk íslenskra reglugerða og því sé ekki tilefni til að afmarka þynningarsvæði fyrir starfsemina. 3.10.2008 09:59 Útgöld til félagsverndar jukust um 26 milljarða milli áranna 2005 og 2006 Heildarútgjöld til félagsverndar jukust um nærri 26 milljarða króna á milli áranna 2005 og 2006 samkvæmt tölum Hagstofunnar. 3.10.2008 09:12 Samfylkingarráðherrar funduðu fram á nótt Ráðherrar Samfylkingarinnar funduðu í gær eftir umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og fram á nótt um stöðu mála í efnahagslífinu. 3.10.2008 08:58 Hringvegurinn lokaður um Moldhaugnaháls í Eyjafirði Vegna ræsagerðar verður Hringvegur um Moldhaugnaháls í Eyjafirði lokaður frá kl.18 í kvöld og fram eftir degi á laugardag. Hjáleið er um veg 816 Dagverðareyrarveg segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. 3.10.2008 08:44 Grunaður um fíkniefnaakstur Ungur ökumaður var tekinn úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefni fundust í bílnum auk ýmissa hluta, sem taldir eru vera úr innbortum. Hann gistir fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. 3.10.2008 07:13 Festu bíla sína á Kjalvegi Tvær danskar konur og kínversk hjón festu bíla sína á Kjalvegi sent í gærkvöldi. Dönsku konurnar, sem voru vel búnar kölluðu eftir aðstoð og var björgunarsveit send eftir þeim og bílnum 3.10.2008 07:11 Klippa þurfti ökumann út úr bifreið Ungur maður slasaðist og þurfti að beita klippum til að ná honum út úr bílnum, sem rann út af í hálku á Reykjanesbraut á móts við Vífilsstaðaveg í gærkvöldi. 3.10.2008 07:08 Geir sammála Þorgerði um Davíð Forsætisráðherra var spurður í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld hvort hann væri sammála Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, væri kominn langt út fyrir verksvið sitt þegar hann tali fyrir myndun þjóðstjórnar.,, 2.10.2008 22:43 Undirstaðan er traust „Ríkisstjórnin þurfti að tefla hraðskák þegar atburðarrásin með Glitni gekk yfir,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagði að ákvörðunin hefði miðað að því að treysta fjármálalegan stöðugleika. 2.10.2008 21:32 Geir: Bankarnir búa sig undir mikla varnarbaráttu Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að allir hafi vitað að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn hafi séð fyrir þann storm sem skalla á efnahagskerfi heimsins. 2.10.2008 20:13 Strætó keyrir ekki i Kópavogi í kvöld Strætó mun líklegast ekki fara fleiri ferðir innanbæjar í Kópavogi í kvöld vegna færðar. Þær upplýsingar fengust hjá Strætó b/s að mikil hálka væri á götunum. Verið væri að salta göturnar en það tæki 2-3 tíma að hafa áhrif. Annars staðar væri ekið en hugsanlega yrðu seinkanir vegna slæmrar færðar. 2.10.2008 21:43 Guðni: Stefnuræða Geirs var um ekki neitt Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í kvöld að þjóðin sé slegin fyrir stöðu máli í landinu. Hann sagði hlutverk stjórnmálamanna vera að róa almenning en ræða Geirs hafi aftur á móti ekki verið um neitt. 2.10.2008 20:44 Erfiðar aðstæður á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum varar ökumenn við erfiðum aðstæðum á Reykjanesbraut. Að sögn lögreglu hafa vanbúnar bifreiðar lent í miklum vandræðum í kvöld vegna mikillar hálku og þá hefur snjóað umtalsvert. 2.10.2008 21:18 Gjaldþrot stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins Staðan sem uppi er núna þýðir gjaldþrot stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins og kannski er kominn tími til að flokkurinn fái frí frá stjórnun fjármála landsins. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, í umræðum um stefnuræðu ráðherra í kvöld. 2.10.2008 21:12 Sjá næstu 50 fréttir
Sullenberger frumsýnir nýtt myndband - Glitnir í höndum Stoða Athafnamaðurinn Jón Gerald Sullenberger vonast til þess að íslenska þjóðin komist heil frá því sem hann kallar harmleik sem nú á sér stað. Hann hefur látið útbúa myndband um Glitnibanka. Fyrr í vikunni var tilkynnt að bankinn verður ríkisvæddur. 3.10.2008 20:00
Heimili og skóli taka undir með landlækni Heimili og skóli, landssamtök foreldra, taka heilshugar undir þau tilmæli sem fram hafa komið í dag um hófstillta umræðu um efnahagserfiðleika, samdrátt og niðurskurð í atvinnulífinu. 3.10.2008 20:30
Stjórnmálamenn missa tiltrú fólks Stuðningur við ríkisstjórnina hefur hrunið og stjórnmálamenn virðast hafa misst tiltrú fólks, hvort sem þeir tilheyra stjórn eða stjórnarandstöðu. Aldrei hefur hlutfall þeirra sem ekki ætla að kjósa verið hærra. Þetta kemur fram í skoðanakönnum sem unnin var fyrir Stöð 2 í gær. 3.10.2008 19:30
Ráðherrar funduðu með fulltrúum lífeyrissjóðanna Fulltrúar lífeyrissjóðanna áttu fyrir hádegi fund með Geir H. Haarde forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur félagsamálaráðherra og Össuri Skarphéðinssyni iðnaðarráðherra. 3.10.2008 18:30
Aðgerða að vænta í byrjun næstu viku Tryggvi Þór Herbertsson, efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar, segir að aðgerðir til þess að stemma stigu við efnahagsvandanum sem nú er uppi, verði kynntar í byrjun næstu viku. 3.10.2008 18:18
Umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu fækkar Umferðaróhöppum þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækkað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu. 3.10.2008 17:57
Börnin vilja Evru Það á að taka upp evruna segja börn í sjötta og sjöunda bekk Salaskóla. Þau segjast finna fyrir því að verðlag fari hækkandi. Haukur Holm hitti unga efnahagsráðgjafa fyrir utan Stjórnarráðið í dag. 3.10.2008 19:15
Örtröð í bankaútibúum Mikil örtröð myndaðist í útibúum í dag þar sem fólk var að færa peninga úr sjóðum inn á sparnaðarreikninga. Viðskiptaráðherra ítrekaði í dag að innistæður almennings eru öruggar. 3.10.2008 19:15
Þorsteinn segir einhug ríkja í stjórn Glitnis Stjórnarformaður Glitnis hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag segist hann treysta því að ríkisvaldið muni koma til móts við hluthafana sem verða fyrir tjóni. 3.10.2008 19:00
Þúsundum lítra af olíu stolið á Akureyri Þúsundum lítrum af olíu var stolið úr tanki af vinnusvæði verktaka á Akureyri um helgina. Lögregla segir það færast í vöxt að eldsneyti sé stolið sem sé greinilegt kreppueinkenni. 3.10.2008 18:58
Ekkert bólar á aðgerðum Ekkert bólar enn á aðgerðum ríkisstjórnarinnar vegna efnahagsvandans, en viðskiptaráðherra og efnahagsráðgjafi ríkisstjórnarinnar segja þær væntanlegar. Lífeyrissjóðirnir gætu tvöfaldað gjaldeyrisvaraforða þjóðarinnar með því að færa innistæður sínar í útlöndum heim. Landlæknir hefur áhyggjur af sálarlífi landsmanna í þessu ástandi. 3.10.2008 18:45
Sannkölluð sláturtíð hjá Hagkaup í Skeifunni „Það hefur verið mjög mikið fjör í Skeifunni og mikil sláturtíð í gangi,“ segir Gunnar Ingi Sigurðsson forstjóri Hagkaupa aðspurður út í raðirnar í kjötborðið í Hagkaup í Skeifunni. Hann segir að erfitt sé að finna ódýrari máltíð en slátrið en keppurinn er seldur á 60-70 krónur. „Þú færð því ansi marga keppi fyrir fimm slátur eins og maður segir.“ 3.10.2008 17:03
Stjórn Glitnis hvetur hluthafa til að samþykkja tilboð ríkisins Stjórn Glitnis mælir með því við hluthafa að taka tilboði ríkisins líkt og stjórnarformaður bankans hafði gert fyrr í dag. Stjórn Glitnis kom saman til fundar í höfuðstöðvum bankans fyrr í dag. 3.10.2008 16:54
Samþykkja vínveitingaleyfi fyrir KSÍ Borgarráð hefur samþykkt umsókn Knattspyrnusambands Íslands um rekstrarleyfi fyrir veitingastað með vínveitingaleyfi í höfuðstöðvum sínum. 3.10.2008 15:42
Þorsteinn Már hvetur hluthafa til að samþykkja tilboð ríkisins Þorsteinn Már Baldvinsson, stjórnarformaður Glitnis, hvetur alla hluthafa bankans til þess að samþykkja tilboð ríkisins. Hann segist treysta því að ríkisvaldið komi til móts við hluthafana sem verða fyrir tjóni og bjóði þeim „sanngjarnt úrræði“ sem geti dregið úr tjóninu. 3.10.2008 15:06
Sektaður fyrir að svíkja vörur og fé út með korti annars manns Héraðsdómur Reykjanes hefur sektað 18 ára pilt um 60 þúsund krónur fyrir að hafa svikið út vörur og peninga með debetkorti annars manns. 3.10.2008 14:58
Landlæknir varar við óábyrgri umræðu um efnahagsmál „Umræða um samdrátt og niðurskurð í atvinnulífinu með beinum afleiðingum fyrir heimili og fyrirtæki er mjög hávær og rökin fyrir henni skýr. Þetta er alvarleg umræða sem snertir unga sem aldna og þar af leiðandi er mikilvægt að vanda orðaval til að valda börnum, ungmennum, veikum og öldruðum ekki óþarfa kvíða,“ þetta segir í frétt inni á vef Landlæknisembættisins. 3.10.2008 14:22
Vill sækja um ESB-aðild strax Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir að Íslendingar verði nú þegar að sækja um inngöngu í Evrópusambandið og taka upp evru. Að hans mati á ríkisstjórnin að tilkynna strax að það verði gert. 3.10.2008 14:02
Orkuveitan tryggir sér hagstætt lán Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag lánasamning við Evrópska fjárfestingabankann að fjárhæð 170 milljóna evra, jafnvirði rúmlega 25 milljarða króna, með 9,8 punkta álagi á millibankavexti í evrum. Lánið er til 20 ára. 3.10.2008 13:45
Skilorðsbundinn dómur fyrir vítavert aksturslag Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi, sektað hann um 120 þúsund krónur og svipt ökuleyfi fyrir umferðarlagabrot og líkamsmeiðingar af gáleysi. 3.10.2008 13:26
Færri umferðarslys þar sem fólk slasast Umferðaróhöppum þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækkað nokkuð á höfuðborgarsvæðinu eða um 15 prósent síðastliðna sjö mánuði samanborið við sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu og vísað í gögn Umferðarstofu. 3.10.2008 13:09
Lokun bankanna ekki á dagskrá Davíð Oddsson seðlabankastjóri neitar því að aðgerðir sem þýða myndu lokun bankanna um helgina hafi verið ákveðnar. Þetta kom fram í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. 3.10.2008 13:01
Rætt við ýmsa aðila Viðskiptaráðherra segir að efnahagsástandið verði skýrt og bætt á næstu dögum. Hann segir að verið sé að ræða við ýmsa, en vill ekki gefa upp hverja, né hvenær niðurstaða fáist. Hann neitar því að ríkisstjórnin sé ráðalaus. Þá segir hann fráleitt að olíuskortur sé yfirvofandi á landinu. Forsætisráðherra vildi ekki ræða við fréttamenn að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. 3.10.2008 12:31
Óhappahrina í hálku og snjó Fjölmörg umferðaróhöpp urðu í gærkvöldi, eftir að það fór að snjóa víða á landinu og flughált varð á vegum og götum. Önnur óhappahrina varð í morgun og örtröð var á dekkjaverkstæðum. 3.10.2008 12:21
Búist við að bensín- og olíuverð hækki í dag Gera má ráð fyrir að íslensku olíufélögin hækki verð á bensíni og olíu í dag þrátt fyrir að heimsmarkaðsverð á olíu haldi áfram að hríðfalla á mörkuðum bæði vestan hafs og austan. 3.10.2008 12:00
Fráleitt að tala um olíuskort Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegið að það væri fjarri sanni að olíuskortur væri yfirvofandi. Hermann Guðmundsson forstjóri N1 segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að gjaldeyrisþurrð í landinu geru það að verkum að ekki sé hægt að flytja inn meiri olíu. Staðan hjá N1 sé þannig að olían eigi að duga í 30 - 40 daga að öllu óbreyttu. 3.10.2008 11:42
Vildu fresta umræðu um fjárlög vegna óvissunnar Fyrsta umræða um fjárlög næsta árs hófst á Alþingi í dag í skugga mikillar efnhagskreppu. Þingmenn Vinstri - grænna og Frjálslynda flokksins vildu hins vegar við upphaf þingfundar að umræðu um fjárlagafrumvarpið yrði frestað vegna óvissunnar í samfélaginu. 3.10.2008 11:42
Fangar hvetja alþingi til að sýna gott fordæmi Fangar fylgdust eins og þjóðin öll með setningu alþingis í gær. Stjórnmálamenn ræddu þar um þann vanda sem að þjóðinni steðjar og mikilvægi þess að allir legðust á eitt til að leysa vandann. Á heimasíðu Afstöðu, félags fanga birtist í dag tillaga til lausnar á vandanum, að alþingi stigi fram fyrir skjöldu og sýni gott fordæmi, öðrum til hvatningar. 3.10.2008 11:38
Verkalýðshreyfingin talar fyrir daufum eyrum ríkisstjórnar „Þetta undirstrikar það hversu grafalvarleg staða er komin upp hér á landi í efnahagsmálum,“ segir Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdarstjóri ASÍ aðspurður um ummæli Guðmundar Marteinssonar hjá Bónus á Vísi í morgun. Þar hvetur Guðmundur landsmenn til þess að birgja sig upp og versla íslenskar vörur þar sem fyrirtækið sjái fram á vandræði með aðgang að gjaldeyri og getur því ekki leyst út vörur. Gylfi er uggandi yfir ástandinu. 3.10.2008 11:14
Deiliskipulag fyrir Laugaveg 4 og 6 samþykkt Borgarráð samþykkti á fundi sínum í gær breytingu á deiliskipulagi reits vegna Laugavegar 4 og 6. Breytingin var samþykkt með sex atkvæðum en Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, sat hjá við afgreiðslu málsins. 3.10.2008 10:37
Bónus ráðleggur fólki að birgja sig upp og kaupa íslenskt Búast má við því að skortur verði á innfluttum vörum í Bónus á næstunni. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, segir að aðgangur að gjaldeyri sé takmarkaður og því sjái Bónus fram á að á næstu vikum geti sú staða komið upp að ekki verði hægt að leysa út vörur. 3.10.2008 10:19
Telur kísilverksmiðju ekki valda verulegum neikvæðum umhverfisáhrifum Skipuagsstofnun telur að losun helstu mengunarefna frá fyrirhugaðri kísilverksmiðju í Helguvík verði fyrir neðan viðmiðunarmörk íslenskra reglugerða og því sé ekki tilefni til að afmarka þynningarsvæði fyrir starfsemina. 3.10.2008 09:59
Útgöld til félagsverndar jukust um 26 milljarða milli áranna 2005 og 2006 Heildarútgjöld til félagsverndar jukust um nærri 26 milljarða króna á milli áranna 2005 og 2006 samkvæmt tölum Hagstofunnar. 3.10.2008 09:12
Samfylkingarráðherrar funduðu fram á nótt Ráðherrar Samfylkingarinnar funduðu í gær eftir umræður um stefnuræðu forsætisráðherra og fram á nótt um stöðu mála í efnahagslífinu. 3.10.2008 08:58
Hringvegurinn lokaður um Moldhaugnaháls í Eyjafirði Vegna ræsagerðar verður Hringvegur um Moldhaugnaháls í Eyjafirði lokaður frá kl.18 í kvöld og fram eftir degi á laugardag. Hjáleið er um veg 816 Dagverðareyrarveg segir í tilkynningu Vegagerðarinnar. 3.10.2008 08:44
Grunaður um fíkniefnaakstur Ungur ökumaður var tekinn úr umferð á höfuðborgarsvæðinu í nótt, grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Fíkniefni fundust í bílnum auk ýmissa hluta, sem taldir eru vera úr innbortum. Hann gistir fangageymslur og verður yfirheyrður í dag. 3.10.2008 07:13
Festu bíla sína á Kjalvegi Tvær danskar konur og kínversk hjón festu bíla sína á Kjalvegi sent í gærkvöldi. Dönsku konurnar, sem voru vel búnar kölluðu eftir aðstoð og var björgunarsveit send eftir þeim og bílnum 3.10.2008 07:11
Klippa þurfti ökumann út úr bifreið Ungur maður slasaðist og þurfti að beita klippum til að ná honum út úr bílnum, sem rann út af í hálku á Reykjanesbraut á móts við Vífilsstaðaveg í gærkvöldi. 3.10.2008 07:08
Geir sammála Þorgerði um Davíð Forsætisráðherra var spurður í seinnifréttum Ríkissjónvarpsins í kvöld hvort hann væri sammála Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, varaformanni Sjálfstæðisflokksins, að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, væri kominn langt út fyrir verksvið sitt þegar hann tali fyrir myndun þjóðstjórnar.,, 2.10.2008 22:43
Undirstaðan er traust „Ríkisstjórnin þurfti að tefla hraðskák þegar atburðarrásin með Glitni gekk yfir,“ sagði Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra og starfandi utanríkisráðherra í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra. Hann sagði að ákvörðunin hefði miðað að því að treysta fjármálalegan stöðugleika. 2.10.2008 21:32
Geir: Bankarnir búa sig undir mikla varnarbaráttu Geir H. Haarde, forsætisráðherra, sagði í stefnuræðu sinni á Alþingi að allir hafi vitað að góðærið myndi ekki vara endalaust en enginn hafi séð fyrir þann storm sem skalla á efnahagskerfi heimsins. 2.10.2008 20:13
Strætó keyrir ekki i Kópavogi í kvöld Strætó mun líklegast ekki fara fleiri ferðir innanbæjar í Kópavogi í kvöld vegna færðar. Þær upplýsingar fengust hjá Strætó b/s að mikil hálka væri á götunum. Verið væri að salta göturnar en það tæki 2-3 tíma að hafa áhrif. Annars staðar væri ekið en hugsanlega yrðu seinkanir vegna slæmrar færðar. 2.10.2008 21:43
Guðni: Stefnuræða Geirs var um ekki neitt Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra fyrr í kvöld að þjóðin sé slegin fyrir stöðu máli í landinu. Hann sagði hlutverk stjórnmálamanna vera að róa almenning en ræða Geirs hafi aftur á móti ekki verið um neitt. 2.10.2008 20:44
Erfiðar aðstæður á Reykjanesbraut Lögreglan á Suðurnesjum varar ökumenn við erfiðum aðstæðum á Reykjanesbraut. Að sögn lögreglu hafa vanbúnar bifreiðar lent í miklum vandræðum í kvöld vegna mikillar hálku og þá hefur snjóað umtalsvert. 2.10.2008 21:18
Gjaldþrot stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins Staðan sem uppi er núna þýðir gjaldþrot stjórnarstefnu Sjálfstæðisflokksins og kannski er kominn tími til að flokkurinn fái frí frá stjórnun fjármála landsins. Þetta sagði Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstri - grænna, í umræðum um stefnuræðu ráðherra í kvöld. 2.10.2008 21:12