Innlent

Verkalýðshreyfingin talar fyrir daufum eyrum ríkisstjórnar

Breki Logason skrifar
Gylfi Arnbjörnsson.
Gylfi Arnbjörnsson.

„Þetta undirstrikar það hversu grafalvarleg staða er komin upp hér á landi í efnahagsmálum," segir Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdarstjóri ASÍ aðspurður um ummæli Guðmundar Marteinssonar hjá Bónus á Vísi í morgun. Þar hvetur Guðmundur landsmenn til þess að birgja sig upp og versla íslenskar vörur þar sem fyrirtækið sjái fram á vandræði með aðgang að gjaldeyri og getur því ekki leyst út vörur. Gylfi er uggandi yfir ástandinu.

„Við höfum verið að heyra það frá forstjóra N1 í morgun að hann sjái fram á olíuskort og skömmtun á olíu. Eins höfum við heyrt frá forsvarsmönnum verslunar að þeir séu í vandræðum með að birgja sig upp af vörum og hvetji fólk til þess að kaupa innlenda framleiðslu," segir Gylfi sem tekur undir með að fólki velji íslenskt.

„Ég verð einnig að viðurkenna að verkalýðshreyfingin hefur talað fyrir daufum eyrum um samstarf til lausnar og aðgerða hjá Ríkisstjórninni. Það er mjög lítill vilji til þess að grípa þann bolta."

Gylfi segir að í raun sé mjög undarlegt hversu lítinn áhuga hugmyndir þeirra hafa fengið.

„Við höfum margoft beðið um sameiginlegar aðgerðir undanfarnar vikur og mánuði." Aðspurður hvort hann sjái það eitthvað breytast segir Gylfi. „Ég ætla ekkert að spá um framhaldið."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×