Innlent

Fráleitt að tala um olíuskort

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra sagði á ríkisstjórnarfundi fyrir hádegið að það væri fjarri sanni að olíuskortur væri yfirvofandi. Hermann Guðmundsson forstjóri N1 segir í viðtali við Viðskiptablaðið í dag að gjaldeyrisþurrð í landinu geru það að verkum að ekki sé hægt að flytja inn meiri olíu. Staðan hjá N1 sé þannig að olían eigi að duga í 30 - 40 daga að öllu óbreyttu.

Björgvin segir þetta vera fjarri lagi. Engin hætta sé á olíuþurrð, það sé algjörlega fráleitt og beinlínis út úr kortinu að halda slíku fram.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×