Innlent

Þúsundum lítra af olíu stolið á Akureyri

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.

Þúsundum lítrum af olíu var stolið úr tanki af vinnusvæði verktaka á Akureyri um helgina. Lögregla segir það færast í vöxt að eldsneyti sé stolið sem sé greinilegt kreppueinkenni.

Guðmundur Hjálmarsson verktaki á Akureyri uppgötvaði í fyrradag að þúsundum lítra af díselolíu hefði verið stolið úr tanki sem hann geymir utan við verkstæði sitt í Þorpinu á Akureyri. Olíunni var stolið um nótt og hefur verktakinn aldrei lent í öðru eins. Hann hafi orðið fyrir stórtjóni en óljóst er með tryggingar á þessari stundu.

Hjá lögreglunni á Akureyri fengust þær upplýsingar að æ fleiri merki sæjust um það nýverið að óprúttnir aðilar stælu bensíni. Í sumum tilvikum leggja menn á sig að sjúga nokkra lítra upp úr bensíntönkum á vernjulegum fólksbílum, segir rannsóknarlögreglumaður sem fréttastofa ræddi við. Hann segir greinilegt að kreppan hafi þessi áhrif. Margir hafi hreinlega ekki efni á eldsneyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×