Innlent

Útgöld til félagsverndar jukust um 26 milljarða milli áranna 2005 og 2006

MYND/Hari

Heildarútgjöld til félagsverndar jukust um nærri 26 milljarða króna á milli áranna 2005 og 2006 samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Heildarútgjöldin voru 222 milljarðar árið 2005 en 248 milljarðar árið 2006. Með félagsvernd er átt við öll afskipti opinberra aðila og einkaaðila sem miða að því að létta byrðum af heimilum og einstaklingum vegna tiltekinnar áhættu eða þarfar. Útgjöld til félagsverndar sem hlutfall af vergri landsframleiðslu árið 2006 voru um 21 prósent sem er nánast það sama og árið á undan.

Umfangsmesti málaflokkur félagsverndar hérlendis er heilbrigðismál. Til heilbrigðismála var varið tæpum 35 prósentum heildarútgjaldanna en málefni aldraðra voru í öðru sæti með tæp 29 prósent. Í þriðja og fjórða sæti voru útgjöld vegna örorku tæp 16 prósent og til fjölskyldna og barna tæp 15 prósent. Til allra annarra verksviða var varið alls rúmlega sex prósent útgjaldanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×