Innlent

Þorsteinn segir einhug ríkja í stjórn Glitnis

Stjórnarformaður Glitnis hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag segist hann treysta því að ríkisvaldið muni koma til móts við hluthafana sem verða fyrir tjóni.

Óformlegur stjórnarfundur var haldinn í höfuðstöðvum Glitnis um klukkan 4 í dag. Þar var þeim stjórnarmönnum sem ekki hafði náðst í áður en yfirlýsingin var send út gerð grein fyrir henni.

Þorsteinn Már Baldursson, stjórnarformaður Glitnis, segir að einhugur ríki innan stjórnar bankans og að stærstu hluthafar hafi þegar lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði með tillögunni. Stjórnarmenn Glitnis hafa lýst því yfir í fréttum að leitað yrði annarra leiða fram að hluthafafundi.

Í yfirlýsingu sinni fyrr í dag segist Þorsteinn már treysta því að ríkisvaldið muni koma til móts við hluthafana sem verða fyrir tjóni vegna þessarar ráðstöfunar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×