Innlent

Heimili og skóli taka undir með landlækni

Sjöfn Þórðardóttir er formaður Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra.
Sjöfn Þórðardóttir er formaður Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra.

Heimili og skóli, landssamtök foreldra, taka heilshugar undir þau tilmæli sem fram hafa komið í dag um hófstillta umræðu um efnahagserfiðleika, samdrátt og niðurskurð í atvinnulífinu.

Samtökin segja að það fylgi mikil ábyrgð að annast börn, hvar í stétt sem við stöndum. ,,Virðum líðan og tilfinningar barnanna, völdum þeim ekki óþarfa áhyggjum með óábyrgri, einsleitri umræðu," segir í tilkynningu frá Heimili og skóla.

,,Ábyrgð, væntumþykja, tillitsemi, jákvæðni og von eru gildi sem vert er að virða og virkja á þeim óvissutímum sem nú eru í algleymingi. Börnin eru það dýrmætasta sem við eigum, sú staðreynd gjaldfellur aldrei."

Sjöfn Þórðardóttir, formaður Heimilis og skóla - landssamtaka foreldra.






Tengdar fréttir

Landlæknir varar við óábyrgri umræðu um efnahagsmál

„Umræða um samdrátt og niðurskurð í atvinnulífinu með beinum afleiðingum fyrir heimili og fyrirtæki er mjög hávær og rökin fyrir henni skýr. Þetta er alvarleg umræða sem snertir unga sem aldna og þar af leiðandi er mikilvægt að vanda orðaval til að valda börnum, ungmennum, veikum og öldruðum ekki óþarfa kvíða,“ þetta segir í frétt inni á vef Landlæknisembættisins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×