Innlent

Óhappahrina í hálku og snjó

Fjölmörg umferðaróhöpp urðu í gærkvöldi, eftir að það fór að snjóa víða á landinu og flughált varð á vegum og götum. Önnur óhappahrina varð í morgun og örtröð var á dekkjaverkstæðum.

Þrátt fyrir öll óhöppin slasaðist aðeins einn ökumaður en þó ekki alvarlega þegar bíll hans rann út af Reykjanesbraut í Garðabæ í gærkvöldi. Þurfti að beita klippum til að ná honum út úr bílnum.

Talsvert eignatjón varð í sumum tilvikum. Strætisvagnar lentu sumstaðar í erfiðleikum á höfuðborgarsvæðinu og var aktsri hætt á sumum leiðum þar sem bratti er. Að sögn ökumanna voru saltbílar og snjóplógar bæði seinna og minna á ferðinni en venjulega.

Bílar eru enn á sumardekkjum enda óheimilt að setja nagladekk undir þá fyrr en 1. nóvember. Það má hins vegar setja ónegld snjódekk undir og úr þessu amast lögregla ekki við nagladekkjum ef aðstæður eru með þeim hætti að þeirra sé þörf. Örtröð var á dekkjaverkstæðum víða um landi í morgun. Fréttastofunni er ekki kunnugt um alvarleg slys á þjóðvegunum í gærkvöldi og í nótt, en hálka er nánast um allt land.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×